Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Side 194
Mesta nýmæli útgáfunnar felst þó í áður óbirtum ritgerðum Sveinbjarnar
Egilssonar (1791–1852) um stafsetningu. Í þeim fer hann skipulega yfir annmarka
á Fjölnisstafsetningunni og tekur til varna fyrir stafsetningarreglur Danans Rasm -
usar Rasks (1787–1832) sem var áhrifamaður um íslenska stafsetningu á fyrri
hluta 19. aldar.1 Fjölnismenn gagnrýndu stafsetningarreglur Rasks, sem byggðust
að mestu á upprunasjónarmiðum, í Þætti umm stafsetning.2 Ýmsar glöggar hljóð -
fræðilegar athuganir eru í ritgerðum Sveinbjarnar. Meginumfjöllunarefni fyrri
ritgerðarinnar, Rask og Fjölnir, er hvort rita á j í hljóðasamböndunum ke, ge til að
tákna að lokhljóðin séu lin (framgómmælt). Rask hafði mælt með því að rita ekki
j í slíkri stöðu þar sem k og g væru þar alltaf framgómmælt og j væri því óþarft
sem aðgreiningartákn. Sveinbjörn segir í þessu samhengi (bls. 74): „Þad er ein
sparsemdar regla, sem náttúran fylgir, ad brúka aldrei neitt optar, en þörf er á,
heldur einmitt eins opt og þörf er á.“ Í seinni ritgerð Sveinbjarnar (Nokkrar
athuga semdir …) leggur hann áherslu á að íslenska sé gamalt bókmenntamál sem
lítið hafi breyst. Það sé því óþarfi að umbylta stafsetningunni eða búa til stafsetn-
ingu frá grunni. Sveinbjörn gagnrýnir þar Fjölnisstafsetninguna í ítarlegu máli og
fjallar m.a. um ypsílon, ritháttinn eí og táknun á, ó, æ, au.3 Sveinbjörn (bls. 111–
112) rekur einnig af þekkingu sögu notkunar brodda yfir sérhljóðum (á, é, í, ó, ú,
ý) sem Eggert Ólafsson endurvakti á síðari hluta 18. aldar. Það sem kemur ef til
vill mest á óvart við lestur ritgerðanna er hversu harður tónninn hjá Sveinbirni er
í garð Fjölnismanna.4
Inngangur fyrir ritinu (Gunnlaugur Ingólfsson 2017:ix–lx) er lipurlega sam-
inn. Í honum eru grunnupplýsingar um heimildir greinanna, handrit ritgerða
Sveinbjarnar, Lbs. 447 4to, sögu stafsetningardeilnanna og ýmislegt annað. Bein -
ar tilvitnanir í inngangi eru sérlega vel valdar. Ég sakna hins vegar dýpri umfjöll-
unar í inngangi um nokkur atriði. Gunnlaugur fjallar nokkuð ítarlega um efni rit-
gerða Sveinbjarnar (bls. xxvii–xxxi) en þó hefði mátt gera meira af því að tengja
hugmyndir hans við almennar stafsetningarhugmyndir á þeim tíma og þá sérstak-
lega stafsetningu Rasks en hann og Sveinbjörn skrifuðust allmikið á um íslenska
Ritdómar194
1 Lestrarkver Rasks (1830) hafði m.a. mikil áhrif.
2 Gunnlaugur Ingólfsson (2017:69): „Einúngis vildi eg benda hér til nokkurra greina,
sem innihalda ósanngjarnan dóm vidvíkjandi stafsetníngar-reglum Rasks heitins í íslenzku,
og ónærgætna medferd á þeim.“
3 Margar athyglisverðar athugasemdir eru hjá Sveinbirni um framburð (sjá t.d. bls.
101–103, 107). Í umfjöllun um það sem Sveinbjörn kallar málbrögð (stafafall, stafabreytíng,
stafaskipti) líkir hann þeim við tónlist (Gunnlaugur Ingólfsson 2017:103): „Sýnist mér þessi
leikur túngutaksins ekki ólíkur því, sem hljódfæramenn kunna ad gera í erfidum hljódsetn-
íngum, ad hleypa burtu einstaka hljódi, þar sem minnst spillir kvedandi, eda hafa vid hljód-
bönd og önnur leikarabrögd.“
4 Sjá til að mynda þetta dæmi (Gunnlaugur Ingólfsson 2017:90–91): „Önnur eins
adferd og þessi hefir í öllum löndum þókt óþokkaleg, og hafa menn gefid bædi adferdinni
og þeim, sem hana brúka, ýms ófögur nöfn; en í mínum hrepp er slík adferd köllud vesæl-
mannleg.“