Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Side 194

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Side 194
 Mesta nýmæli útgáfunnar felst þó í áður óbirtum ritgerðum Sveinbjarnar Egilssonar (1791–1852) um stafsetningu. Í þeim fer hann skipulega yfir annmarka á Fjölnisstafsetningunni og tekur til varna fyrir stafsetningarreglur Danans Rasm - usar Rasks (1787–1832) sem var áhrifamaður um íslenska stafsetningu á fyrri hluta 19. aldar.1 Fjölnismenn gagnrýndu stafsetningarreglur Rasks, sem byggðust að mestu á upprunasjónarmiðum, í Þætti umm stafsetning.2 Ýmsar glöggar hljóð - fræðilegar athuganir eru í ritgerðum Sveinbjarnar. Meginumfjöllunarefni fyrri ritgerðarinnar, Rask og Fjölnir, er hvort rita á j í hljóðasamböndunum ke, ge til að tákna að lokhljóðin séu lin (framgómmælt). Rask hafði mælt með því að rita ekki j í slíkri stöðu þar sem k og g væru þar alltaf framgómmælt og j væri því óþarft sem aðgreiningartákn. Sveinbjörn segir í þessu samhengi (bls. 74): „Þad er ein sparsemdar regla, sem náttúran fylgir, ad brúka aldrei neitt optar, en þörf er á, heldur einmitt eins opt og þörf er á.“ Í seinni ritgerð Sveinbjarnar (Nokkrar athuga semdir …) leggur hann áherslu á að íslenska sé gamalt bókmenntamál sem lítið hafi breyst. Það sé því óþarfi að umbylta stafsetningunni eða búa til stafsetn- ingu frá grunni. Sveinbjörn gagnrýnir þar Fjölnisstafsetninguna í ítarlegu máli og fjallar m.a. um ypsílon, ritháttinn eí og táknun á, ó, æ, au.3 Sveinbjörn (bls. 111– 112) rekur einnig af þekkingu sögu notkunar brodda yfir sérhljóðum (á, é, í, ó, ú, ý) sem Eggert Ólafsson endurvakti á síðari hluta 18. aldar. Það sem kemur ef til vill mest á óvart við lestur ritgerðanna er hversu harður tónninn hjá Sveinbirni er í garð Fjölnismanna.4 Inngangur fyrir ritinu (Gunnlaugur Ingólfsson 2017:ix–lx) er lipurlega sam- inn. Í honum eru grunnupplýsingar um heimildir greinanna, handrit ritgerða Sveinbjarnar, Lbs. 447 4to, sögu stafsetningardeilnanna og ýmislegt annað. Bein - ar tilvitnanir í inngangi eru sérlega vel valdar. Ég sakna hins vegar dýpri umfjöll- unar í inngangi um nokkur atriði. Gunnlaugur fjallar nokkuð ítarlega um efni rit- gerða Sveinbjarnar (bls. xxvii–xxxi) en þó hefði mátt gera meira af því að tengja hugmyndir hans við almennar stafsetningarhugmyndir á þeim tíma og þá sérstak- lega stafsetningu Rasks en hann og Sveinbjörn skrifuðust allmikið á um íslenska Ritdómar194 1 Lestrarkver Rasks (1830) hafði m.a. mikil áhrif. 2 Gunnlaugur Ingólfsson (2017:69): „Einúngis vildi eg benda hér til nokkurra greina, sem innihalda ósanngjarnan dóm vidvíkjandi stafsetníngar-reglum Rasks heitins í íslenzku, og ónærgætna medferd á þeim.“ 3 Margar athyglisverðar athugasemdir eru hjá Sveinbirni um framburð (sjá t.d. bls. 101–103, 107). Í umfjöllun um það sem Sveinbjörn kallar málbrögð (stafafall, stafabreytíng, stafaskipti) líkir hann þeim við tónlist (Gunnlaugur Ingólfsson 2017:103): „Sýnist mér þessi leikur túngutaksins ekki ólíkur því, sem hljódfæramenn kunna ad gera í erfidum hljódsetn- íngum, ad hleypa burtu einstaka hljódi, þar sem minnst spillir kvedandi, eda hafa vid hljód- bönd og önnur leikarabrögd.“ 4 Sjá til að mynda þetta dæmi (Gunnlaugur Ingólfsson 2017:90–91): „Önnur eins adferd og þessi hefir í öllum löndum þókt óþokkaleg, og hafa menn gefid bædi adferdinni og þeim, sem hana brúka, ýms ófögur nöfn; en í mínum hrepp er slík adferd köllud vesæl- mannleg.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.