Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Page 200
Sögnin úthluta tekur með sér tvö andlög í þágufalli í germynd, sjá (1a). Með
úthlutast varðveitist þágufall beina andlagsins ekki (völlur) en það varðveitist á
óbeina andlaginu (okkur) af því að því er úthlutað með samruna.
Í kaflanum er fjallað um ýmislegt annað sem ekki gefst færi á að ræða nánar
hér. Þó má benda á umræðu um dæmi eins og eftirfarandi:
(2)a. Ásdís kastaði spjótinu (þgf.) yfir línuna.
b. Fólkið kastaði sér (þgf.) út úr bílnum.
(3) Ásdís kastaði sig (þf.) í úrslit.
Ef við værum spurð: Hvaða falli stýrir sögnin kasta í íslensku? myndum við lík-
lega svara því til að hún stýrði þágufalli með vísan til dæma á borð við (2a) og (2b).
En hvers vegna er þá rökliðurinn sig í þolfalli í (3)? Um þetta er rætt nánar í 2.
kafla í ritgerðinni en rétt er að geta þess að merking (3) er ekki að Ásdís hafi
„kast ast“ í úrslit heldur að hún hafi kastað spjótinu nægilega langt til þess að hún
kæmist í úrslit.
Í 3. kafla er aðalviðfangsefnið annars vegar beygingarsamræmi innan nafnliða
(sambeyging, e. DP-internal agreement, (nominal) concord) og hins vegar „mis-
ræmi“ af ýmsum toga í samræmi milli liða eða hausa. Þekkt er að sambeyging
innan nafnliða er mjög ríkuleg, öll fallorð verða venjulega að sambeygjast nafn-
orðinu sem þau standa með í íslensku. Í ritgerðinni er því haldið fram að samruni
gegni lykilhlutverki við að tryggja að þáttagildi (a.m.k. kyn, tala og fall) séu þau
sömu á öllum fallorðum innan nafnliðarins, sjá (4a) þar sem lýsingarorðið gamall
getur ekki staðið í kvenkyni jafnvel þótt ráðherrann sem um er rætt sé kona.
Aftur á móti er ýmiss konar misræmi mögulegt utan nafnliðarins, svo sem milli
hans og persónubeygðrar sagnar eða sagnfyllingar. Dæmi um slíkt er sýnt í (4b)
þar sem mögulegt er í máli margra málhafa að láta sagnfyllinguna standa í kven-
kyni jafnvel þótt frumlagið, ráðherrann, sé málfræðilega karlkyns ef ráðherrann
er kona (sjá frekari umræðu og fleiri dæmi hjá t.d. Guðrúnu Þórhallsdóttur
2015a,b og Halldóri Ármanni Sigurðssyni 2016):
(4)a. gamall/*gömul ráðherra
b. Ráðherrann er gamall/gömul.
Samræmið í setningu eins og Ráðherrann er gömul tengist vissulega merkingu
(ráðherrann verður að vera kona) en engu að síður er því haldið fram í ritgerðinni
að rétt sé að leiða út slíkt samræmi setningafræðilega.
Höfundur leiðir út samræmi innan nafnliða, t.d. í íslensku, með því sem hann
kallar þáttasamnýtingu með samruna (e. feature sharing via Merge). Samræmi
utan nafnliða, svo sem í (4b) er hins vegar leitt út með samræmisaðgerðinni og
þarna sést sem sagt aftur hve mikilvægt er að gera greinarmun á þessum tveimur
aðgerðum þegar samræmi er leitt út, sem og fallúthlutun (sbr. umræðu um 2.
kafla). Margs konar misræmi er til frekari umfjöllunar í kaflanum, bæði í ís -
lensku og ýmsum öðrum málum. Í (4b) er sýnt dæmi um misræmi hvað varðar
þáttinn kyn en höfundur ræðir t.d. einnig um misræmi í tölu (5) og persónu (6).
Ritfregnir200