Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 203
um þolmyndargerðum. Að auki er rætt um ýmis önnur einkenni þessara þol-
myndargerða.
Í þriðja lagi er svo fjallað um dæmi á borð við (13) í 5. kafla:
(13) *hafnaðar kröfur
Hér stendur þolmynd sagnarinnar hafna sem einkunn með nafnorðinu kröfur.
Samsvarandi þolmyndarháttur af sögn sem hefur andstæða merkingu, samþykkja,
er fullkomlega eðlilegur sem einkunn, sjá (14).
(14) samþykktar kröfur
Ástæðuna fyrir því að dæmið í (13) er ótækt virðist fyrst og fremst mega rekja til
þess að sögnin hafna stýrir þágufalli (orðasafnsfalli) t.d. í germynd — til saman-
burðar stýrir samþykkja þolfalli (formgerðarfalli) á andlagi sínu í germynd.
Aftur á móti er mun frekar hægt að nota þolmyndarhátt eins og hafnaður sem
einkunn ef allur nafnliðurinn stendur í þágufalli:
(15) (?)Höfnuðum kröfum var áfrýjað til Hæstaréttar.
Í kaflanum er gefin skýring á því hvers vegna þolmynd sagna sem stýra orða -
safnsfalli er illa hægt að nota sem einkunn og einnig hvers vegna slíkar einkunnir
verða mun betri ef allur nafnliðurinn er í þágufalli.
Ótal margt hefur verið skrifað um fall, samræmi og mynd í tungumálum
heims. Höfundur leggur sitt lóð á vogarskálarnar og setur fram nýjar tilgátur og
kenningar og teflir fram nýjum dæmum en byggir um leið á þeim trausta grunni
sem málfræðingar, íslenskir sem erlendir, hafa lagt.
heimildir
Bobaljik, Jonathan David. 2008. Where’s Phi? Agreement as a Postsyntactic Operation.
Daniel Harbour, David Adger og Susana Béjar (ritstj.): Phi Theory. Phi-features
Across Modules and Interfaces, bls. 295–328. Oxford University Press, Oxford.
Einar Freyr Sigurðsson. 2012. Germynd en samt þolmynd. Um nýju þolmyndina í íslensku.
MA-ritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík. http://hdl.handle.net/1946/12876.
Einar Freyr Sigurðsson og Jim Wood. 2012. Case Alternations in Icelandic ‘get’-Passives.
Nordic Journal of Linguistics 35:269–312.
Embick, David. 2004. On the Structure of Resultative Participles in English. Linguistic
Inquiry 35:355–392.
Guðrún Þórhallsdóttir. 2015a. Gender Agreement in 19th- and 20th-Century Icelandic.
Jürg Fleischer, Elisabeth Rieken og Paul Widmar (ritstj.): Agreement from a Dia -
chronic Perspective, bls. 267–286. Mouton de Gruyter, Berlín.
Guðrún Þórhallsdóttir. 2015b. Notkun málfræðilegra kynja í íslensku og færeysku. Turið
Sigurðardóttir og María Garðarsdóttir (ritstj.): Frændafundur 8, bls. 159‒181. Fróð -
skapur, Tórshavn.
Ritfregnir 203