Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 206
Föstudaginn 4. mars 2016: Í Málvísindakaffi var að þessu sinni fjallað
um nýja grein í setningafræði eftir Željko Bošković. Jóhannes Gísli Jóns -
son, prófessor í íslensku, leiddi umræðurnar.
Föstudaginn 1. apríl 2016: Í Málvísindakaffi var að þessu sinni fjallað
um nýlega grein um máltöku barna eftir Charles Yang. Iris Edda Nowen -
stein leiddi umræðurnar.
Föstudaginn 13. maí 2016: Þolmynd horfasagna í íslensku. Einar Freyr
Sigurðsson, doktorsnemi við Pennsylvaníuháskóla í Fíladelfíu, flutti erindi
um þolmynd horfasagna.
Föstudaginn 27. maí 2016: Inn og út úr íslenska nafnliðnum – með sér-
stakri hliðsjón af beygingu lýsingarorða. Alexander Pfaff, Háskólanum í
Tromsø, flutti erindi um sterka og veika beygingu í íslenskum lýsingar-
orðseinkennum.
Föstudaginn 3. júní 2016: The aim and motives of The Marvel of Indo-
European Cultures and Languages. Oleg Poljakov, háskólanum í Vilnius,
flutti erindi um nýja bók sína um indóevrópsk tungumál og menningu og
hugmyndina á bak við hana með sérstakri hliðsjón af sambandi íslensku
og litháísku.
Föstudaginn 16. september 2016: From Acoustics to Meaning: Percep -
tion of Prominence and Focus Identification. Hansjörg Mixdorff, dósent við
Beuth-háskóla í Berlín, sagði frá rannsóknum sínum á sambandi hljóð -
skynjunar og merkingar. Sérsvið hans er stafræn gagnavinnsla á sviði hljóð-
og myndefnis og samskiptatækni
Föstudaginn 23. september 2016: Kyn, kyn, kyn. Halldór Ármann Sig -
urðsson, prófessor við háskólann í Lundi í Svíþjóð, talaði um „kyn á mis-
munandi plönum“ í íslensku og öðrum tungumálum.
Föstudaginn 30. september 2016: Elfdalian – the forgotten Nordic lang-
uage? Yair Sapir, dósent í sænsku við háskólann í Kristianstad, sagði frá
elfdælsku, mjög áhugaverðu tungumáli sem er talað af um 3000 manns í
norðanverðum Dölunum í Svíþjóð og hefur varðveitt ýmis fornleg ein-
kenni sem önnur norræn meginlandsmál hafa glatað.
Föstudaginn 21. október 2016: Hlutverk og sjónarhorn í Íslensku orða -
neti. Jón Hilmar Jónsson sagði frá Íslensku orðaneti sem birtist í nýjum og
endurbættum búningi á vef Árnastofnunar (ordanet.arnastofnun.is).
Föstudaginn 28. október 2016: Snjalltækjavæðingin og íslenskan. Eirík ur
Rögnvaldsson og Sigríður Sigurjónsdóttir fluttu erindi um það hvort og
Frá Íslenska málfræðifélaginu206