Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Síða 207
þá hvernig snjalltækjavæðing samtímans geti haft áhrif á stöðu og þróun
íslenskunnar.
Föstudaginn 9. desember 2016: Um frumlag frumlagslausra láta-nafn-
hátta. Einar Freyr Sigurðsson, doktorsnemi við Pennsylvaníuháskóla í
Fíladelfíu, flutti erindi um sögnina láta og frumlagslausar nafnháttarsetn-
ingar sem hún stýrir.
Föstudaginn 16. desember 2016: Um trjábanka og þarfir stafrænna hug-
vísinda. Anton Karl Ingason, Háskóla Íslands, sagði frá þróun á nýju fyrir -
spurnamáli fyrir trjábanka, PaCQL (Parsed Corpus Query Language).
Föstudaginn 6. janúar 2017: Íslenskan í PISA-prófunum. Eiríkur Rögn -
valdsson, Háskóla Íslands, ræddi um þýðingu, málfar og frágang PISA-
prófanna og samræmdra prófa grunnskóla.
Föstudaginn 13. janúar 2017: Hver rignir? Um rökliði með veðurfars-
sögnum. Sigríður Sæunn Sigurðardóttir, Universiteit Gent, og Þórhallur
Eyþórsson, Háskóla Íslands, kynntu niðurstöður úr sögulegri og sam-
tímalegri athugun á 19 veðurfarssögnum í íslensku máli að fornu og nýju.
Föstudaginn 10. febrúar 2017: Hvers vegna breytir fólk máli sínu?
Umræða um kenningar félagsmálfræðinnar um málbreytingar. Lilja Björk
Stefánsdóttir, MA-nemi við Háskóla Íslands, fjallaði um mismunandi
kenningar félagsmálfræðinnar um málbreytingar og hvers vegna þær
verða.
Föstudaginn 17. febrúar 2017: Pseudo-complements and the derivation
of relative clauses. Joe Jalbert, Háskóla Íslands, flutti erindi um formgerð
tilvísunarsetninga í ensku.
Föstudaginn 3. mars 2017: Jafnvel í fornmáli? Um orðið „maður“ og for-
nafnseinkenni þess. Helgi Skúli Kjartansson flutti erindi um orðið „maður“
í nútímamáli og fornu máli og fornafnseinkenni þess.
GLAC 22 – alþjóðleg ráðstefna í germönskum málvísindum
Alþjóðleg ráðstefna í germönskum málvísindum, 22nd Germanic
Linguistics Annual Conference (GLAC 22, 2016), var haldin í Háskóla
Íslands dagana 20.–22. maí 2016. Flutt voru um 130 erindi, auk þess sem
kynnt voru 15 veggspjöld. Þátttakendur og gestir voru hátt í 200 talsins,
þar á meðal voru virtir sérfræðingar í germönskum málvísindum frá fjöl-
mörgum þjóðlöndum beggja vegna Atlantsála. Ráðstefnan var haldin á
Frá Íslenska málfræðifélaginu 207