Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - aug 2019, Qupperneq 9

Ljósmæðrablaðið - aug 2019, Qupperneq 9
9LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019 Í apríl kom úr frímerki merkt Ljósmæðrafélagi Íslands 100 ára og er hönnun þess einstaklega vel heppnuð. Í tilefni afmælis og norrænu ráðstefnunnar voru ýmsar vörur með merki félagsins framleiddar. Til dæmis kaffibollar með afmælis- merki, bolir, hettupeysur, töskumerki, súkkulaðibréf og fleira. Allt er þetta áfram til sölu á skrifstofu félagsins. Á alþjóðadegi ljósmæðra 5. maí var opnuð í Þjóðarbókhlöðu sýningin „Við tökum vel á móti þér“ Ljósmæðrafélag Íslands 100 ára. Að sýningunni standa ásamt Ljósmæðrafélaginu, Landsbóka- safn Íslands – Háskólabókasafn og Kvennasögusafn Íslands. Farið er yfir sögu og starfsemi félagsins í máli og myndum með áherslu á skrifleg gögn, rit og bækur sem tengjast ljósmæðrum. Í sumar hafa Ljósmæðrablaðið og fyrsta kennslubók fyrir ljós- mæður, Sá nýi yfirsetukvennaskóli :eður stutt undirvísun um yfir- setukvennakúnstina, sem gefin var út árið 1749 á Hólum í Hjaltadal verið kjörgripir mánaðarins. Við opnunina voru skjöl frá 100 ára sögu Ljósmæðrafélagsins afhent til varðveislu í Kvennasögusafninu. Ljósmæðrafélag Íslands 100 ára Við tökum vel á móti þér Sýning í Þjóðarbókhlöðu opnuð 5. maí 2019 KVENNASÖGUSAFN Í veislunni voru heiðraðar 3 ljósmæður, Ása Marinósdóttir, María Björnsdóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir með þeim á myndinni eru núlifandi heiðursfélagar Ljósmæðrafélags Íslands, þær Áslaug Hauksdóttir, Hulda Jónsdóttir, Hildur Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Kristín I. Tómasdóttir. Á myndina vantar Elínu Hjartardóttur. LÍFSINS ÖLDURÓT Hálsmen, sem vísar til starfs ljósmæðra, var hannað og smíðað í Raus Reykjavík jewelry. Hönnunin er óður til fortíðar, nútíðar og framtíðar kvenna og barna. Hringurinn táknar lífið og hringrás þess. Í botni hringsins liggur framtíðin, fóstur, sem er samofið þráðum formæðra sinna sem báru víravirkissilfur sitt með stolti. Inni í fóstrinu má sjá öldur sem tákna lífsins öldurót. Menið er úr 925 sterling silfri Það kemur í tveim stærðum með val um 45 cm eða 80 cm silfurkeðju. Einnig er menið fáanlegt með svartri rhodium húð. Að sýningunni unnu fyrir Ljósmæðrafélagið, Ólöf Ásta Ólafsdóttir og Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur ásamt Áslaugu Vals- dóttur. Af hálfu Landsbókasafns og Kvennasögusafns voru þau Ólafur J. Engilbertsson (sem tók myndina) og Rakel Adolphsdóttir í sýningarnefnd. Kynningarmynd sýningarinnar af höndum ljósmóður er eftir Huldu Sigurlínu Þórðardóttur. Fjölmenni var við opnun sýningarinnar. Hér virða gestir fyrir sér ljósmæðra- tösku og áhugaverða muni.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.