Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - Aug 2019, Page 11

Ljósmæðrablaðið - Aug 2019, Page 11
11LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019 BHM starf Félagið hefur tekið þátt í allri starfssemi BHM líkt og áður. Á þessu ári voru ýmsar breytingar á húsnæðismálum. Helsta breytingin sem snýr að okkur er að salir á 3. hæð voru seldir og stærri salir á 4. hæð keyptir. Félagið tók þátt í því og á nú part af sölum 4. hæðar. Fjárhagur félagsins Fjárhagur félagsins er nokkuð góður og er félagið skuldlaust. Byggja þarf betur upp verkfallssjóð og varasjóð svo að félagið sé í stakk búið til að takast á við óvænt útgjöld/áföll og kjarabaráttu þegar þar að kemur. Núna réðst félagið í að láta heildarendurskoða alla reikninga félagsins, ekki síst í ljósi þess að það hefur hugsan- lega aldrei verið gert eða ekki mjög lengi. Við erum líka 100 ára og okkar ágæti gjaldkeri Inga Sigríður Árnadóttir hættir eftir margra ára starf og nýr gjaldkeri getur þá tekið við með hreint borð. Framundan Framundan er nú sem áður að vinna að málefnum ljósmæðra. Það þarf að ljúka kjarasamningum sem nú eru lausir. Það þarf að taka upp nær alla stofnanasamninga og koma framgangskerfi í gagnið á stofnunum. Bókin og bæði tölublöð Ljósmæðrablaðsins koma út síðar á árinu. Félagið stendur fyrir ferð til Rússlands, en það var hugmynd félagsmanns að fara og skoða fæðingardeildir í Rúss- landi og nægur áhugi reyndist vera fyrir hendi. Sú ferð er í október. Fara þarf yfir innra starf félagsins og lög. Svo eru ýmsar aðrar hugmyndir uppi á borðinu núna sem ekki er tímabært að viðra. Stjórn félagsins þakkar öllum þeim ljósmæðrum sem starfað hafa fyrir félagið á síðasta ári. Fyrir hönd stjórnar Ljósmæðrafélags Íslands Áslaug Valsdóttir, formaður. Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is HUNTLEIGH SONICAID DIGITAL FÓSTURDOPPLER Nettur og handhægur fósturdoppler með háskerpuskjá, línuriti og endurhlaðanlegu batterýi. Dopplerinn er með áfastan, vatnsheldan prób sem einnig er hægt að nota við fæðingar í vatni. Erna Dís Brynjúlfsdóttir Söluráðgjafi – Heilbrigðissvið Heilbrigðisverkfræðingur B.Sc. Sími: 580 3919 GSM: 843 3919 Netfang:erna@fastus.is

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.