Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - aug. 2019, Side 18

Ljósmæðrablaðið - aug. 2019, Side 18
18 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019 F R É T T I R ÍSLENSKAR LJÓSMÆÐRARANN- SÓKNIR OG SAMSTARFSNET Íslenskum ljósmæðrum hefur vaxið fiskur um hrygg og stunda þær marg- víslegar rannsóknir, taka þátt í innlendum og erlendum samstarfsverk- efnum og flytja erindi á ráðstefnum um allan heim. Íslenskar ljósmæður hafa þannig lagt sitt á vogarskálarnar við framþróun í ljósmóðurfræði og Ljósmæðrablaðið birtir að venju yfirlit yfir rannsóknarverkefni íslenskra ljósmæðra. Nú fyrir árið 2018-2019. Íslenskar ljósmæður taka sem fyrr þátt í alþjóðlegum og innlendum samstarfsverkefnum. Þar á meðal má nefna: - Barneign og heilsa: Hildur Kristjánsdóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Gögn úr þessu verkefni hafa nýst í íslenskum doktorsrannsóknum, Berglindar Hálfdánsdóttur, Sigfríðar Ingu Karlsdóttur og Valgerðar Lísu Sigurðardóttur - COST verkefnið Childbirth Cultures, Concerns, and Consequences: Dr. Helga Gottfreðsdóttir - MiMo módelið, umönnun í barneignarferlinu í norrænu samhengi á forsendum kvenna (Woman centred care): Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir - The Nordic Homebirth Study: Dr. Berglind Hálfdánsdóttir, Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir - The ICAPP study team: Dr. Emma Marie Svift - International Variations Study: Dr. Berglind Hálfdánsdóttir - Verkefnastyrkur Rannís um framköllun fæðinga tímabilið 1997- 2018: Dr. Emma Marie Swift og Dr. Helga Gottfreðsdóttir - Verkefnastyrkur Rannís um erlendar konur á Íslandi: Dr. Helga Gott- freðsdóttir, Dr. Emma Marie Swift, nýdoktor, Embla Ýr Guðmunds- dóttir, doktorsnemi og Edythe L. Mangindin, meistaranemi. - COST verkefnið CA18211 Perinatal Mental Health and Birth- -Related Trauma: Maximising best practice and optimal outcomes. Verkefnið var samþykkt í júní, 2019. Dr. Sigfríður Inga Karlsdóttir og Dr. Sigríður Sía Jónsdóttir Að auki taka tólf íslenskar ljósmæður þátt í Twinning samstarfsverk- efni íslenska og hollenska ljósmæðrafélagsins. Tilgangur þess er að vinna rannsóknar- og þróunarverkefni sem meðal annars hafa þann tilgang að valdefla ljósmæður og konur til að njóta eðlilegra fæðinga innan og utan sjúkrahúsa í báðum löndunum. Nýtt samstarfsnet norrænna akademískra ljósmæðra hefur verið stofnað undir heitinu Nordic Network of Academic Midwives (NorNAM). Tilgangur þess er m.a. að efla doktorsnám í ljósmóðurfræði og ljós- mæðrarannsóknir á Norðurlöndunum. Fulltrúar Háskóla Íslands eru Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir og Dr. Helga Gottfreðsdóttir. Í síðasta blaði birtist ein ritrýnd grein íslenskra ljósmæðra í Ljósmæðra- blaðinu og í þessu blaði eru þær tvær. Á sama tíma hafa yfir 10 ritrýndar greinar eftir íslenskar ljósmæður birst í öðrum ritrýndum tímaritum (greinar sem eru hluti af doktorsverkefni eru stjörnumerktar): Ásta Hlín Ólafsdóttir, Sigfríður Inga Karlsdóttir og félagar birtu grein- ina Áhrif framköllunar fæðingar eftir 41. viku meðgöngu á fæðingar- máta og útkomu fæðinga í Læknablaðinu árið 2019. doi: 10.17992/ lbl.2019.03.221 Edda Sveinsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir, Anna S. Vernharðsdóttir og félagar birtu greinina Effects of an intervention program for reducing severe perineal trauma during the second stage of labor í tímaritinu Birth árið 2018 Emma Marie Swift og félagar birtu greinina A cross-country survey of attitudes toward childbirth technologies and interventions among university students í tímaritinu Women and Birth árið 2018. https://doi. org/10.1016/j.wombi.2018.07.025 Emma Marie Swift og félagar birtu greinina Measuring the Effectiveness of a Midwife-led Education Programme in Terms of Breastfeeding Knowledge and Self-efficacy, Attitudes Towards Breastfeeding, and Perceived Barriers of Breastfeeding Among Pregnant Women í tímaritinu Materia socio-medica árið 2018. doi:10.5455/msm.2018.30.240-245 Hildur Kristjánsdóttir og félagar birtu greinina Use of pregnancy ultrasound before the 19th week scan: an analytical study based on the Icelandic Childbirth and Health Cohort í tímaritinu BMC Pregn- ancy and Childbirth árið 2018. doi.org/10.1186/s12884-018-2134-1 Ólöf Ásta Ólafsdóttir og félagar birtu greinina Healthprofessionals’ perceptions of a midwifery model of woman-centred care implem- ented on a hospital labour ward í tímaritinu Women and Birth árið 2019 https://doi.org/10.1016/j.wombi.2019.01.004 Ólöf Ásta Ólafsdóttir og félagar birtu einnig greinina Midwives’ care on a labour ward prior to the introduction of a midwifery model of care: a field of tension í tímaritinu International Journal of Qualitative Studies on Health and Well-being árið 2019. DOI: 10.1080/17482631.2019.1593037 Sigfríður Inga Karlsdóttir, Sigríður Sía Jónsdóttir og félagar birtu grein- ina Women’s psychological experiences of physiological childbirth: a metasynthesis í tímaritinu BMJ Open árið 2018. doi.org/10.1136/ bmjopen-2017-020347 Sigfríður Inga Karlsdóttir og félagar skrifuðu jafnframt kaflann Approaches to pain in labour: implications for practice í nýútkominni bók sem ber heitið Squaring the Circle: Normal birth research, theory and practice in a technological age. Sigríður Sía Jónsdóttir, Sigfríður Inga Karlsdóttir og félagar birtu grein- ina Variation in caesarean section rates in Cyprus, Italy and Iceland: an analysis of the role of the media í tímaritinu Minerva Ginecologica árið 2018. doi.org/10.23736/S0026-4784.18.04295-8 *Sigríður Sía Jónsdóttir og félagar birtu einnig greinina Pain management and medical intervention needs during childbirth among perinatal distressed women and women dissatisfied in their partner relationship: A prospective cohort study í tímaritinu Midwi- fery árið 2019. doi.org/10.1016/j.midw.2018.10.018 *Valgerður Lísa Sigurðardóttir, Helga Gottfreðsdóttir og félagar birtu greinina Processing birth experiences: A content analysis of women’s preferences í tímaritinu Midwifery árið 2019. doi.org/10.1016/j. midw.2018.10.016 Fjölmargar íslenskar ljósmæður kynntu rannsóknir sínar á norrænni ráðstefnu ljósmæðra sem haldin var í Reykjavík í byrjun maí og gerður var góður rómur að. Ljósmæðrablaðið hvetur ljósmæður sem sækja ráðstefnur um málefni er varða barneignarferlið bæði hérlendis sem og erlendis að miðla upplýsingum frá þeim í blaðinu. Þannig eflum við Ljós- mæðrablaðið sem vettvang okkar allra til að fylgjast með nýrri þekkingu, bæði rannsóknum íslenskra ljósmæðra sem og annarra. Emma Marie Swift

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.