Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - aug. 2019, Side 21

Ljósmæðrablaðið - aug. 2019, Side 21
21LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019 ekki bara um að veita fólki upplýsingar eða ráðleggingar heldur er hún leið til að hafa áhrif á heilbrigðishegðun fólks og í þessu tilfelli áhættu- sama kynhegðun (Sóley S. Bender, 2012). Judith Bruce (1990) sem setti fram hugmyndafræðilegt líkan um gæði fjölskylduáætlunarþjónustu (e. family planning services) gerir mikinn greinarmun á því að veita upplýsingar, sem hún lítur ekki á sem ráðgjöf, og meðferðarsambandi (e. interpersonal relations) þar sem unnið er með einstaklingnum til að ná árangri og í þessu tilfelli að nota getnaðarvarnir á sem árangursrík- astan hátt. Í byrjun starfsemi móttökunnar á kvennadeildinni var stuðst við HLUSTA líkanið við ráðgjöfina (Rinehart, Rudy og Drennan, 1998). Í meira en áratug hefur verið stuðst við VELJA líkanið (Sóley S. Bender, 2012). Það byggir á þeirri hugmyndafræði að einstaklingurinn eigi rétt á að taka upplýsta ákvörðun um notkun getnaðarvarnar. Um er að ræða tvíhliða tjáskipti og gengið úr skugga um margvíslega áhrifa- þætti á ákvörðun um notkun getnaðarvarnar, bæði hvetjandi og letjandi þætti. Lögð er áhersla á að konan sé sátt við þá getnaðarvörn sem valin er og hafi nægar upplýsingar til að geta haldið áfram notkun hennar. Vísað er í bókarkaflann Ráðgjöf um getnaðarvarnir: Hugmyndafræði- legt líkan til frekari upplýsinga um líkanið (Sóley S. Bender, 2012). Einn af mikilvægum þáttum ráðgjafar er að veita grunnupplýsingar um getnaðarvarnir. Hluti þessara upplýsinga snúa að kostnaði getnað- arvarna. Val á getnaðarvörn er háð mörgum þáttum og er einn þeirra kostnaður. Langtímagetnaðarvarnir eins og hormónastafur og horm- ónalykkja eru getnaðarvarnir sem þarf að greiða fyrir áður en þeim er komið fyrir í líkama konunnar. Geta þessar getnaðarvarnir kostað á bilinu 22.000-26.000 kr. Kostnaðurinn getur verið hindrun varðandi val á þessum getnaðarvörnum því það getur reynst auðveldara fyrir stúlkur/ konur að dreifa kostnaðinum yfir lengri tíma eins og gert er þegar pillan er notuð. Í rannsókn Mestad og félaga (2011) kom fram að þegar búið var að gera allar getnaðarvarnirnar fríar þá völdu ungar stúlkur fremur langtímagetnaðarvörn en skammtímagetnaðarvörn sem sýndi mikil- vægi kostnaðar við val á getnaðarvörn. Markmið ráðgjafar um getnaðarvarnir er að konan nái að hafa stjórn á frjóseminni og geti tekið ákvörðun um barneign þegar hún er tilbúin til þess. Óráðgerðar þunganir meðal kvenna um allan heim árið 2012 voru taldar vera um 40% af öllum þungunum og í V-Evrópu um 34% (Sedgh, Singh og Hussain, 2014). Hlutfall óráðgerðra þungana meðal unglingsstúlkna er mun hærra, en í Bandaríkjunum er það um 80% (Speidel, Harper og Shields, 2008). Rekja má ástæður óráðgerðra þung- ana til þess að getnaðarvarnir eru ekki notaðar (52%), þær notaðar stop- ult eða ekki rétt (43%) og þær bregðist (5%) (Frost, Darroch og Remez, 2008). Ráðgjöf um getnaðarvarnir þarf sérstaklega að ná til þeirra sem ekki nota getnaðarvarnir en þurfa á þeim að halda og líka þeirra sem ekki nota getnaðarvörn á réttan hátt. Getnaðarvarnir sem eru notenda- háðar eins og pillan, hringurinn og plásturinn gera kröfu til notandans að hann noti getnaðarvörnina rétt. Í umfjöllun Rosenberg og Waugh (1999) um meðferðarheldni við notkun getnaðarvarna eins og pillunnar kom fram að í rannsókn þeirra meðal kvenna í öllum aldurshópum hafi 47% þeirra gleymt að taka inn eina eða fleiri pillur í hverju pilluspjaldi. Hins vegar eru langtímagetnaðarvarnir eins og lykkjur og hormóna- stafur mun öruggari kostur því þær eru ekki notendaháðar (Glasier, 2009). Sýnt hefur verið fram á að 60,6% kvenna eru enn að nota pilluna eftir ársnotkun, 42,2% eftir tvö ár og 31,5% eftir þrjú ár (Diedrich o.fl, 2015). Rannsókn Diedrich og félaga (2015) sýndi jafnframt samanburð á notkun langtíma- (lykkjur og hormónastafur) og skammtímagetnað- arvarna (hormónasprauta, pillan, hormónahringur, hormónaplástur). Eftir þriggja ára notkun þá komu langtímagetnaðarvarnir marktækt betur út en skammtímagetnaðarvarnir (67,2% á móti 31%). Fram kom í rann- sókninni að 69,8% kvenna sem notuðu hormónalykkjuna, 69,7% sem notuðu koparlykkjuna og 56,2% sem notuðu hormónastafinn voru enn að nota þessar getnaðarvarnir þremur árum eftir að hafa byrjað notkun þeirra. Í gagnreyndum leiðbeiningum National Institue for Health and Care Excellence í Bretlandi var gefin út sú yfirlýsing að aukin notkun langtímagetnaðarvarna muni fækka óráðgerðum þungunum (NICE, 2005). Fyrsta val um getnaðarvörn, sérstaklega fyrir ungar stúlkur, var lengi vel samsetta pillan. Hafa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Sjúkdómavarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) mælt með langtímagetnaðarvörnum (Klein, Arnold og Reese, 2015; WHO, 2016). Í leiðbeiningum WHO (2016) er lögð áhersla á að ungar stúlkur hafi val um allar tegundir getnaðarvarna alveg eins og eldri konur og að aldur sé ekki frábending varðandi notkun getnaðarvarnar. Aðgengi og gæði ráðgjafar um getnaðarvarnir geta skipt sköpum varðandi ákvörðun fólks um notkun getnaðarvarna og markvissa notkun þeirra. Sýnt hefur verið fram á að markviss ráðgjöf um getnaðarvarnir hefur marktæk áhrif á viðhorf og þekkingu á getnaðarvörnun og notkun þeirra borið saman við þá sem ekki fengu slíka ráðgjöf (Nobili, o.fl., 2007). Jafnframt hefur komið í ljós að konur velja í auknum mæli getn- aðarvarnir sem þær fá góða fræðslu og ráðgjöf um. Í rannsókn Gemzell- -Danielsson og félaga (2011) kom fram að eftir ráðgjöf um getnað- arvarnir þá völdu 22,5% kvenna hormónahringinn en 8,5% ætluðu að velja þá getnaðarvörn fyrir ráðgjöfina. Í fræðilegri samanekt Dahlend- orf, Krajewski og Borrero (2014) kom í ljós að þeir skjólstæðingar sem voru ánægðari með þá ráðgjöf sem þeir höfðu fengið um getnaðarvarnir voru ánægðari með getnaðarvörnina sem var valin. Það er ólíkt eftir menningarheimum hvaða tegundir getnaðarvarna verða helst fyrir valinu hjá konum eftir þungunarrof. Í Bandaríkjunum, á Íslandi og á Nýja Sjálandi voru það einkum skammtímagetnaðarvarnir sem konur byrjuðu að nota eftir þungunarrof en í Tyrklandi urðu lang- tímagetnaðarvarnir frekar fyrir valinu. Í bandarísku rannsókninni kom fram að 57,7% völdu skammtímagetnaðarvarnir, 28,9% lykkju eða staf, 13,4% smokk eða enga getnaðarvörn (Rocca o.fl., 2017). Rannsóknin hér á landi sýndi fram á að 85,2% þeirra kvenna sem fengu ráðgjöf um getnaðarvarnir völdu skammtímagetnaðarvarnir en aðeins 5,4% lykkj- una (Bender og Geirsson, 2004). Á Nýja Sjálandi völdu 67,6% skamm- tíma-getnaðarvarnir en 25,1% lykkjuna (Roberts, Silva og Xu, 2010). Gagnstæð mynd af getnaðarvarnanotkun eftir þungunarrof kom fram í tyrkneskri rannsókn. Í þeirri rannsókn völdu mun fleiri langtímagetn- aðarvarnir (50% lykkjuna og 4,4% hormónastafinn) miðað við skamm- tímagetnaðarvarnir (32,6%) (Ortayli, Bulut og Nalbant, 2001). Eins og sést á þessum niðurstöðum þá er samanburður að ýmsu leyti erfiður. Sem dæmi má nefna að ekki er aðgreint í bandarísku rannsókninni hversu margir notuðu ýmist smokkinn eða enga getnaðarvörn og því ekki unnt að gefa heildarmynd af notkun skammtímagetnaðarvarna. Niðurstöður rannsóknanna gefa þó vísbendingar um meginvalkosti kvenna varðandi skammtíma- og langtímagetnaðarvarnir. Fáar rann- sóknir hafa verið gerðar hér á landi um notkun getnaðarvarna og því þótti nauðsynlegt í ljósi tuttugu ára starfsemi þessarar móttöku, Ráðgjöf um getnaðarvarnir, á kvennadeild Landspítalans að skoða hvernig þróunin hefur verið. Voru eftirfarandi rannsóknarspurningar lagðar til grundvallar rannsókninni og eiga þær allar við tímabilið 1997-2017: Varð einhver breyting á hlutfallslegum fjölda koma eftir aldri kvenna eða tegund komu (nýkoma og endurkoma), hvaða tegundir getnað- arvarna völdu konur að nota miðað við aldur þeirra, varð einhver hlut- fallsleg breyting á notkun skammtímagetnaðarvarna borið saman við langtímagetnaðarvarnir? AÐFERÐ Rannsókn þessi er gerð með leyfi Siðanefndar Landspítalans nr. 48/2016. Auk þess veittu framkvæmdastjóri lækninga og yfirlæknir kvennadeildar Landspítalans leyfi fyrir henni. Rannsóknin byggist á skráðum gögnum um þær konur sem höfðu komið á móttökuna Ráðgjöf um getnaðarvarnir á tímabilinu mars 1997 til loka árs 2016. Við gagna- greiningu er skoðaður aldur kvenna, komur (nýkomur og endurkomur) og tegundir getnaðarvarna. Gögn voru sett í SPSS (útgáfu 24) til gagnagreiningar. Byggðist gagnagreiningin á lýsandi tölfræði. Breytur voru skilgreindar eftir aldri og tímabilum. Aldur miðaðist við 13-14 ára, 15-19 ára, 20-24 ára, 25-29 ára, 30-34 ára, 35-39 ára, 40-44 ára og 45-49 ára. Skilgreind voru fjögur fimm ára tímabil þ.e. 1997-2001, 2002-2006, 2007-2011, 2012-2016. Í þessari gagnagreiningu eru pilla, mini-pilla, hormónasprauta, hormónahringur, hormónaplástur, hetta og smokkur flokkaðar sem skammtímagetnaðarvarnir en koparlykkja, hormónalykkja og hormónastafur sem langtímagetnaðarvarnir. NIÐURSTÖÐUR Alls voru 3726 komur á tímabilinu 1997-2016, þar af 1977 nýkomur og 1749 endurkomur. Árlegur meðalfjöldi koma á tímabilinu voru 186.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.