Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - aug. 2019, Síða 22

Ljósmæðrablaðið - aug. 2019, Síða 22
22 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019 Þær náðu hámarki á árunum 2001-2003, um 400 árlegar komur. Konur voru á aldursbilinu 13-49 ára, flestar voru 15-24 ára (Mynd 1). Um eða yfir 20% af komum voru konur á aldrinum 25-29 ára og undir 10% koma voru konur sem voru 30 ára eða eldri. Á fyrri hluta tímabilsins var ekki mikill munur á hlutfallslegum fjölda nýkoma og endurkoma (Mynd 2). Það hlutfall var nokkuð jafnt. Nýkomum fór síðan að fjölga á tímabilinu 2007-2011 en á síðasta tímabilinu 2012-2016 varð veruleg aukning á þeim. Þær getnaðarvarnir sem konur völdu sér oftast á tímabilinu voru hormónasprautan og pillan en það var þó háð aldri (Tafla 1). Það voru aðeins 0-3,3% kvenna sem völdu að nota hormónaplástur og 0-5,9% sem völdu að nota hormónahring. Hlutfallslegt val kvenna á notkun getnaðarvarna eftir tegundum og aldri kvenna leiddi í ljós að þær sem voru 13-19 ára völdu aðallega að nota pilluna (51,1% - 67,7%) og síðan hormónasprautuna (22,6% - 33%) . Hjá eldri konum (20-44 ára) var val þeirra langmest bundið við hormónasprautu (31,4% - 50,7%) og síðan völdu konur á aldrinum 20-34 ára næstmest að nota pilluna (18,1% - 23,2%) en hjá þeim sem voru 35-44 ára völdu þær næstmest að nota hormónalykkjuna (22,3% - 31,4%). Kopar- og hormónalykkjur (20,4% - 33,3%; 22,3% - 31,4%) voru á tímabilinu helst valdar af konum sem voru 35 ára og eldri. Þegar litið er yfir heildarkomur á fjórum fimm ára tímabilum þá urðu pillan og hormónasprautan helst fyrir valinu á fyrstu þremur tímabilunum en sjá má sérstaklega á öðru tímabilinu (2002-2006) að pillan var ekki eins vinsæl og áður (Myndir 3-6). Síðasta tímabilið (2012-2016) var athyglisvert fyrir þær sakir að þar varð meiri dreifing á vali kvenna varðandi notkun getnaðarvarna og áberandi fleiri konur völdu að nota hormónastafinn en sjá má að hormónasprautan var á undanhaldi. Þannig varð langtímagetnaðarvörnin hormónastafur vaxandi valkostur meðal kvenna (Mynd 6). Mynd 1. Hlutfallslegur fjöldi (%) kvenna sem komu á tímabilinu 1997-2016 eftir aldri þeirra Mynd 2. Hlutfallslegur fjöldi (%) nýkoma og endurkoma á tímabilinu 1997-2016 Tafla 1. Hlutfallslegur fjöldi (%) kvenna sem völdu að nota ákveðnar getnaðarvarnir á tímabilinu 1997-2016 eftir aldri þeirra Aldur 13-14 15-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 Tegund getnaðarvarna % % % % % % % % Pillan 67,7 51,1 23,2 18,1 19,3 9,7 0 33,3 Mini-pillan 3,2 2,3 3 3,1 3,3 4,9 5,7 0 Koparlykkja 0 0,6 5,7 12,1 12,7 20,4 25,7 33,3 Hormónalykkja 0 0,4 2,2 5,4 12,7 22,3 31,4 0 Hormónasprauta 22,6 33 50,7 42,1 34 32 31,4 0 Hettan 0 0 0 0,5 2 0 0 33,3 Hormónahringur 0 3,1 5,5 5,9 4 2,9 2,9 0 Hormónastafur 6,5 7,2 7,8 9 7,3 2,9 0 0 Hormónaplástur 0 1,7 1,2 2,1 3,3 2,9 2,9 0 Smokkar 0 0,5 0,5 1,3 0,7 0 0 0 Ófrjósemisaðgerð 0 0 0,1 0,3 0,7 1,9 0 0 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% Mynd 3. Hlutfallslegur fjöldi (%) kvenna sem völdu að nota ákveðnar getnaðar- varnir á tímabilinu 1997-2001 Mynd 4. Hlutfallslegur fjöldi (%) kvenna sem völdu að nota ákveðnar getnaðar- varnir á tímabilinu 2002-2006 Mynd 5. Hlutfallslegur fjöldi (%) kvenna sem völdu að nota ákveðnar getnaðar- varnir á tímabilinu 2007-2011 Mynd 6. Hlutfallslegur fjöldi (%) kvenna sem völdu að nota ákveðnar getnaðar- varnir á tímabilinu 2012-2016

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.