Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - aug 2019, Qupperneq 23

Ljósmæðrablaðið - aug 2019, Qupperneq 23
23LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019 Þegar bornar voru saman annars vegar langtímagetnaðarvarnir og skammtímagetnaðarvarnir kom í ljós að konur völdu minnst að nota langtímagetnaðarvarnir á tímabilinu 2007-2011 en mest á síðasta tímabilinu, 2012-2016 (Mynd 7). UMRÆÐA Niðurstöður benda til þess að breyting hafi orðið á vali kvenna sem koma á móttökuna varðandi notkun getnaðarvarna. Konur eru í vaxandi mæli á síðasta fimm ára tímabilinu (2012-2016) að velja langtímagetn- aðarvörn eins og hormónastaf og er það í samræmi við þróun í öðrum löndum eins og í Bandaríkjunum (Diedrich o.fl., 2015). Stefnumót- andi stofnanir eins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Sjúk- dómavarnastofnun Bandaríkjanna hafa lagt áherslu á langtímagetn- aðarvarnir til að koma betur í veg fyrir óráðgerða þungun (Klein o.fl., 2015; WHO, 2016). Sú hefð að pillan væri besta val um getnaðarvörn hefur lengi verið við lýði hér á landi eins og í nágrannalöndum en virð- ist samkvæmt þessum niðurstöðum að einhverju leyti á undanhaldi. Viðhorfin til pillunnar eru þó lífsseig. Rannsókn í Bretlandi (2007) sýndi það viðhorf hjá læknum (80-85%) og hjúkrunarfræðingum (70-79%) að pillan væri besti valkosturinn fyrir konur nema þær elstu (42 ára) en mun færri töldu langtímagetnaðarvarnir vera við hæfi fyrir ungar stúlkur (Wellings o.fl., 2007). Sýnt hefur verið fram á að hormónastafur veitir örugga getnaðarvörn í lengri tíma en pillan og hormónasprautan. Við 24 mánaða notkun héldu þær stúlkur sem notuðu hormónastafinn marktækt oftar áfram þeirri notkun borið saman við hinar sem notuðu pilluna eða hormónasprautuna. Meðalnotkun hormónastafsins var 18,7 mánuðir en 11, 9 mánuðir við notkun pillunnar eða hormónasprautunnar (Lewis o.fl., 2010). Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að fáar konur völdu að nota hormónaplástur (0-3,3%) og hormónahring (0-5,9%). Þetta er minni notkun heldur en fram kom í sænskri rannsókn þar sem 6,2% konur völdu að nota hormónaplásturinn eftir ráðgjöf en 22,5% völdu horm- ónahringinn (Gemzell-Danielsson o.fl., 2011). Þessar getnaðarvarnir eru mun nýrri á markaði en pillan sem búin er að festa sig í sessi í íslensku samfélagi í áratugi. Það hefur sýnt sig að það tekur tíma fyrir nýjar getnaðarvarnir að öðlast traust. Eigindleg rannsókn Sundstrom (2012) leiddi í ljós að konur höfðu vantrú á hormónagetnaðarvörnum eins og hormónaplástri og hormónahring sem ekki voru teknar inn daglega eins og pillan. Þeim fannst þær vera lítt rannsakaðar og jafnvel óöruggar en höfðu takmarkaða þekkingu á þeim. Vinkonurnar voru að nota pilluna, mæður þeirra þekktu hana vel og þær urðu því fyrir sterkri samfélags- legri mótun varðandi pillunotkun. Einn þátttakandi í rannsókninni orðaði það svo: „When you think of birth control you think of the pill“. Aukning varð á nýkomum eftir því sem leið á tímabilið. Þessi þróun stafar aðallega af skipulagsbreytingum því þeim konum sem ætla sér að nota hormónasprautuna er í vaxandi mæli vísað á heilsugæsluna í áfram- haldandi sprautur. Endurkomur hin síðari ár eru aðallega vegna uppsetn- ingar á hormónastaf. Þær konur koma fyrst í ráðgjöf og svo í ísetningu. Einnig koma ungar stúlkur í endurkomu sem eru að fá hormónagetnað- arvörn í fyrsta skipti. Jafnframt er öllum konum boðið að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna. Er þetta í samræmi við almennar leið- beiningar um endurkomur (WHO/RHR og JHBSPH/CCP, 2018). Flestar konur sem komu á móttökuna voru á aldrinum 15-24 ára og liggur skýring þess í því að konum á þessum aldri, einkum þeim sem eru í aldurshópnum 15-19 ára og þeim sem eiga í erfiðleikum með notkun getnaðarvarna, er sérstaklega vísað á móttökuna. Þetta eru einkum konur sem nýlega hafa farið í þungunarrof á deildinni. Þar sem hlutfall óráð- gerðra þungana er sérstaklega hátt hjá unglingsstúlkum er mjög mikil- vægt að veita þeim markvissa ráðgjöf um getnaðarvarnir (Speidel o.fl., 2008). Með móttökunni gefst meiri tími til að vinna með stúlkum/konum en í hefðbundinni móttöku þar sem hver kona sem kemur í ráðgjöfina fær a.m.k. 30 mín. viðtal. Sú þróun hefur orðið á árunum 1997-2016 að tíðni þungunarrofs hefur verulega farið lækkandi meðal íslenskra unglingsstúlkna í aldurshópnum 15-19 ára. Árið 1997 var tíðnin 20,4 á 1000 stúlkur 15-19 ára en var komin niður í 12,6 á 1000 stúlkur 15-19 ára árið 2017 (NIHW, 2019)). Margvíslegir skýringarþættir geta legið þar að baki eins og greitt aðgengi að neyðarpillunni en hún var gerð aðgengileg í apótekum á Íslandi árið 2000. Einnig getur starfsemi ráðgjafar um getnaðarvarnir, forvarnir í formi kynfræðslu og ef til vill aukin meðvitund foreldra og viðtöl þeirra við unglinga um kynlíf og getnaðarvarnir haft áhrif en þessir mögulegu áhrifaþættir eru lítt rann- sakað hér á landi. Líklegt má telja að ráðgjöfin stuðli að meðferðarheldni þar sem konan fær ítarlega fræðslu, virtur er réttur hennar til að taka sjálfstæða ákvörðun um notkun getnaðarvarnar og hún fær upplýsingar um mögulegar aukaverkanir sem geta reynst hjálplegar ef spurningar vakna um áframhaldandi notkun getnaðarvarnarinnar. Í stað þess að hætta notkun getnaðarvarnar vegna aukaverkana er líklegra að hún viti betur hvort viðkomandi aukaverkun er innan eðlilegra marka eða ekki. Það kom í ljós í fræðilegri samantekt Dahlendorf og félaga (2014) að fræðsla sem veitt er um aukaverkanir getnaðarvarna í ráðgjafarviðtali skilar sér í meiri ánægju með notkun viðkomandi getnaðarvarnar og meðferðarheldni hennar. Það er áhyggjuefni að niðurstöður sýna að ódýrari getnaðarvarnir eins og ódýrasta pillan og hormónasprautan verða oft fyrir valinu sem bendir til þess að kostnaður getnaðarvarna hér á landi ráði nokkru til um val á getnaðarvörn. Það reynist mörgum konum auðveldara að greiða um 3000 kr. á þriggja mánaða fresti eins og þegar ódýrasta pillan og horm- ónasprauta er notuð, í stað þess að greiða um áttfalt hærri upphæð fyrir langtímagetnaðarvörn eins og hormónastaf eða hormónalykkju þó að þær getnaðarvarnir henti ef til vill konunni mun betur. Langtímagetn- aðarvarnir eru ódýrustu getnaðarvarnirnar ef miðað er við verkunar- tíma þeirra. Mikilsvert er því að niðurgreiða getnaðarvarnir, sérstaklega fyrir ungar stúlkur og konur sem standa höllum fæti í samfélaginu, til að minnka líkur á óráðgerðum þungunum. Sýnt hefur verið fram á að ungar stúlkur velji fremur langtímagetnaðarvörn þegar kostnaður er ekki hindrun (Mestad o.fl., 2011). STYRKLEIKAR OG TAKMARKANIR Styrkleikar þessarar rannsóknar felast einkum í því að allt þýðið er skoðað. Þannig gefa niðurstöður mynd af heildarfjölda þeirra kvenna sem hafa komið á móttökuna frá því hún var opnuð árið 1997. Helstu takmarkanir eru þær að aðeins er stuðst við lýsandi tölfræði og eingöngu var hægt að vinna með skráðar breytur. FRAMTÍÐARRANNSÓKNIR Í framhaldi af þessari rannsókn væri athyglisvert að fylgja eftir ákveðnu úrtaki unglingsstúlkna sem komið hafa á móttökuna og skoða árangur ráðgjafarinnar yfir nokkur ár. Þróa þarf fleiri útkomubreytur varðandi mat á árangri þjónustunnar en gert hefur verið. Ekki er nægjanlegt að meta eingöngu árangur varðandi hegðun (notkun getnaðarvarna) heldur þarf að skoða viðhorf, þekkingu og hvernig þjónustan hefur komið til móts við viðkomandi og hvað hafi reynst vel (Nobili o.fl., 2007). Jafn- framt væri æskilegt að gera eigindlega rannsókn meðal kvenna um viðhorf þeirra til ráðgjafar um getnaðarvarnir til að koma sem best til móts við þeirra þarfir (Dehlendorf o.fl., 2013). HAGNÝTING FYRIR LJÓSMÓÐURFRÆÐI Í þessari grein hefur verið fjallað um notkun getnaðarvarna meðal kvenna sem fengið hafa ráðgjöf um getnaðarvarnir á kvennadeild Landspítalans á tímabilinu 1997-2016. Í gegnum árin hafa nemendur í ljósmóðurfræði Mynd 7. Hlutfallslegur fjöldi (%) kvenna sem völdu ýmist að nota skammtíma- eða langtímagetnaðarvarnir á tímabilinu 1997-2016

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.