Ljósmæðrablaðið - ágú. 2019, Blaðsíða 34
34 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2019
var hjá mörgum þátttakendum og hvernig þær tókust á við það verk-
efni að reyna að koma brjóstagjöf af stað eða viðhalda henni. Í þessari
grein er lögð sérstök áhersla á þau þemu sem komu upp við greiningu
gagna sem lúta að samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk þar sem þau
gætu verið sérstaklega áhugaverð fyrir lesendahóp Ljósmæðrablaðsins.
Frásagnir kvennanna sýna einnig fram á hve nátengd brjóstagjöfin er
samfélagslegum hugmyndum okkar um hina ,,góðu“ móður og hvernig
samfélagið, ættingjar og vinir jafnt sem ókunnugir geta dæmt konur
út frá því hvort þær eru með börn sín á brjósti, þó að harðast dæmi
þær ef til vill sig sjálfar. Fyrir áhugasama er rétt að benda á að gögn-
unum hefur verið gerð ítarlegri skil í tveimur erlendum birtingum (sjá
Símonardóttir, 2016b og Símonardóttir og Gíslason, 2018).
Þegar mæður upplifa erfiðleika við brjóstagjöf leita þær til heil-
brigðisstarfsfólks, ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga eftir aðstoð, leið-
beiningum og stuðningi. Burns o.fl. (2012) hafa bent á að sá stuðn-
ingur sé oft miðaður að brjóstagjöfinni sem slíkri, fremur en konunni
sjálfri og hennar þörfum. Ljósmæður geta þó verið í erfiðri aðstöðu
þar sem ætlast er til að þær gegni tveimur hlutverkum samtímis; að
styðja og hlúa að konum sem eru að upplifa erfiðleika og á sama tíma
að hampa brjóstagjöf sem bestu mögulegu leiðinni til þess að fæða
ungabörn (Leap, 2009: Lomax, 2013). Þessi tvíbenta afstaða getur gert
það að verkum að konur upplifa ekki mikinn stuðning eða skilning
á aðstæðum sínum og þá tilfinningu margra þátttakenda að of mikil
áhersla sé á að brjóstagjöfin gangi upp, sama hvað. Mikilvægt er fyrir
heilbrigðisstarfsfólk að átta sig á þeirri valdastöðu sem það gegnir á
þessum viðkvæma tíma í lífi mæðra og að þau gegna lykilhlutverki
þegar kemur að því að ,,leyfa“ konum að bæta við þurrmjólkurábót eða
að hætta langdregnum og árangurslausum tilraunum til þess að koma
brjóstagjöfinni í gott horf. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til
þess að konur í þessari stöðu bíði eftir ,,græna ljósinu“ frá heilbrigðis-
starfsfólki og fullvissunni um að þær hafi gert allt sem þær gátu. Fjöldi
rannsókna, sérstaklega frá enskumælandi löndum, hefur sýnt fram á að
mæður sem vilja hafa börn sín á brjósti en geta það ekki, upplifa sterkar
tilfinningar eins og skömm, kvíða og samviskubit og reynslan hefur
neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra (Andrews og Knaak, 2013; Crossley,
2009; Kukla, 2006; Lakshman, 2009; Lee, 2007; Taylor og Wallace,
2012). Niðurstöður þessarar rannsóknar benda eindregið til þess að hið
sama sé uppi á teningnum hér á landi. Það er mikill skortur á rann-
sóknum á brjóstagjöf á Íslandi, bæði þegar kemur að nýjum og áreiðan-
legum tölulegum upplýsingum um tíðni og lengd brjóstagjafar en ekki
síður eigindlegum viðtalsrannsóknum af reynslu kvenna af brjóstagjöf
og þeim vandamálum og áskorunum sem þar geta komið upp.
HEIMILDIR
Andrews, T., Knaak, S., (2013). Medicalized Mothering: Experiences with Breastfeeding
in Canada and Norway. The Sociological Review 61 (1): 88–110. doi:10.1111/1467-
954X.12006.
Badinter, E., (2012). The Conflict: How Modern Motherhood Undermines the Status of
Women. New York: Metropolitan Books.
Burns, E., Schmied, V., Fenwick, F., Sheehan, A. (2012). Liquid Gold from the Milk
Bar: Constructions of Breastmilk and Breastfeeding Women in the Language and
Practices of Midwives. Social Science & Medicine 75 (10): 1737–45. doi:10.1016/j.
socscimed.2012.07.035.
Chodorow, N. (1978). The reproduction of mothering: Psychoanalysis and the sociology
of gender. Berkeley, CA: University of California Press.
Crossley, Micelle L. (2009). Breastfeeding as a Moral Imperative: An Autoethnographic
Study. Feminism & Psychology 19 (1): 71–87. doi:10.1177/0959353508098620
Embætti, Landlæknis.(2012). Brjostagjof_og_naering 2004_2008.
http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item16573/brjostagjof_og_
naering_2004-2008_juni.2012.pdf.
Faircloth, C., (2013). Militant lactivism?: Attachment parenting and intensive
motherhood in the UK and France. New York, NY: Berghahn Books.
Foucault, M. (1980). Power/knowledge: Selected interviews and other writings, 1972-
1977 (C. Gordon, Ed.) (C. Gordan, L. Marshall, J. Mepham & K. Soper, Trans.). New
York, NY: Pantheon Books.
Hays, S. (1996). The Cultural Contradictions of Motherhood. Yale University Press.
Infant feeding survey. (2010). NHS digital. https://digital.nhs.uk/data-and-information/
publications/statistical/infant-feeding-survey/infant-feeding-survey-uk-2010
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2006). „Leitað að mótsögnum: Um verklag við
orðræðugreiningu“ bls. 178-194 í Fötlun: Hugmyndir og aðferðir á nýju fræðasviði.
Rannveig Traustadóttir ritstj. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Kinser, A., E. (2010). Motherhood and feminism. Berkeley, CA: Seal Press.
Kukla, R. (2008). Measuring mothering. International Journal of Feminist Approaches
to Bioethics, 1(1), 67–90. https://doi.org/10.3138/ijfab.1.1.67
Kukla, R. (2006). Ethics and ideology in breastfeeding advocacy campaigns. Hypatia,
21(1), 157–180. https://doi.org/10.1111/j.1527-2001.2006.tb00970.x
Lakshman, R., Ogilvie, D., Ong, K.K. (2009) Mothers’ Experiences of Bottle-Feeding:
A Systematic Review of Qualitative and Quantitative Studies. Archives of Disease in
Childhood 94 (8): 596–601. doi:10.1136/adc.2008.151910.
Larsen, J.S., Hall, E.O.C., and Aagaard, H. (2008). Shattered Expectations: When
Mothers’ Confidence in Breastfeeding Is Undermined – a Metasynthesis. Scandinavian
Journal of Caring Sciences 22 (4): 653–61. doi:10.1111/j.1471-6712.2007.00572.x.
Leap, N. (2009). Woman-Centred or Women-Centred Care: Does It Matter? British
Journal of Midwifery 17 (1): 12–16. doi:10.12968/bjom.2009.17.1.37646.
Lee, E. (2007). Health, Morality, and Infant Feeding: British Mothers’ Experiences of
Formula Milk Use in the Early Weeks. Sociology of Health & Illness 29 (7): 1075–90.
doi:10.1111/j.1467-9566.2007.01020.x.
Lee, E., Bristow, J., Faircloth, C., Macvarish, J. (2014). Parenting culture studies.
Basingstoke: Palgrave Macmillan.
Lee, E., Furedi, F. (2005). Mothers’ Experience Of, and Attitudes To, the Use of
Infant Formula for Feeding Babies - Kent Academic Repository. https://kar.kent.
ac.uk/25249/.
Locke, A. and Horton-Salway, M. (2010). ‘Golden Age’ versus ‘Bad Old Days’ A
Discursive Examination of Advice Giving in Antenatal Classes. Journal of Health
Psychology 15 (8): 1214–24. doi:10.1177/1359105310364439.
Lomax, H. (2013). Troubled Talk and Talk about Troubles: Moral Cultures of Infant
Feeding in Professional, Policy and Parenting Discourses. In Family Troubles?
Exploring Changes and Challenges in the Family Lives of Children and Young
People, edited by Jane Ribbens McCarthy, Carol-Ann Hooper, and Val Gillies, 97–
106. Bristol: Policy Press. http://oro.open.ac.uk/31064/.
Maher, J.M., Saugeres, L. (2007). To be or not to be a mother? Women negotiating
cultural representations of mothering. Journal of Sociology, 43(1), 5–21. http://doi.
org/10.1177/1440783307073931
Murphy, E. (2003). Expertise and Forms of Knowledge in the Government of Families.
The Sociological Review 51 (4): 433–62. doi:10.1111/j.1467-954X.2003.00430.x.
Rich, A. (1977). Of Woman born: Motherhood as experience and institution. New York,
NY: W. W. Norton.
Ruddick, S. (1983). Maternal thinking. In J. Trebilcot (Ed.), Mothering: Essays in
feminist theory (pp. 213–230). Totowa, NJ: Rowman & Allanheld.
Sí monardó ttir, S. (2016). Constructing the attached mother in the “world’s most
feminist country.” Women’s Studies International Forum, 56, 103–112. http://doi.
org/10.1016/j.wsif.2016.02.015
Sí monardó ttir, S. (2016b). Getting the Green Light: Experiences of Icelandic Mothers
Struggling with Breastfeeding. Sociological Research Online 21(4)1.
Sí monardó ttir, S., Gí slason, I.V. (2018). When breast is not best: Opposing dominant
discourses on breastfeeding. The Sociological Review. Vol. 66(3) 665–681. doi.
org/10.1177/0038026117751342
Taylor, E.N., Wallace, L.E. (2012). For Shame: Feminism, Breastfeeding Advocacy, and
Maternal Guilt. Hypatia 27 (1): 76–98. doi:10.1111/j.1527-2001.2011.01238.x.
WHO. (2019). WHO/breastfeeding. https://www.who.int/topics/breastfeeding/en/
Wodak, R. (2008). Critical Discourse Analysis: Theory and Interdisciplinarity. In G.
Weiss (Ed.), Intertwinings: Interdisciplinary encounters with Merleau-Ponty (pp.
302–316). Albany, NY: State University of New York Press.
Wolf, J. B. (2013). Is breast best: Taking on the breastfeeding experts and the new high
stakes of motherhood. New York, NY: New York University Press.