Jólablað - 01.12.1930, Page 8

Jólablað - 01.12.1930, Page 8
6 Stúlka fyrir innan fermingru, á aldur við Elínu, kom til dyra- Kenn- arakonan spurði hvað kjólnum liði, og stúlkan háfði góð oið um að koma með hann fyrir aðfangadags- kvöldið, en bætti því við til afsök- unar á drættinum, að mamma sín væri svo slæm af giktinni núna í hörkunum. Þegar kenslukonan heyrði það, vildi hún sjálf tala við ekkjuna, og gekk inn og börnin stóðu fyrir utan. »Hlakkarðu ekki ósköp til jól- anna Ásta?« sagði Rósa litla við heimastúlkuna. Það kom sorgarsvipur á Ástu við þessa spurningu. »Það verða hálf- dauf jól hjá okkur núna,« sagði hún, >af því að hann bróðir minn getur ekki komist heim til að vera hjá okkur á jólunum, og henni mömmu þykir það svo leiðinlegt*. »En allir drengir fá þó að koma heim í jólafríinu«, sagði Rósa og var óðamála. »Hann Páll bróðir minn kemur heim. Það er ekki fallegt af honum Friðrik bróður ykkar, að vilja ekki koma heim á jólunum«; »Það er ekki honum að kenna, Rósa, heldur af því, að hún mamma sjer engan veg til að borga 8 krón- urnar, sem ferðin kostar. Þar sem hann Friðrik er, vinnur hann aðeins fyrir fæði, en fær ekkert kaup«. Rósa fór að hugsa um 10 króna gullpeninginn sinn, og hún leit til systkina sinna. Ef þau vildu leggja öll saman, þá væri hægðarleikur að hjálpa Friðrik heim til mömmu sinnar, og samt væri nóg eftir til að kaupa fyrir til jólanna. En það leit helst út fyrir, að systkini henn- ar hefðu ekkert tekið eftir samtal- inu, þau voru bæði að nöldra um, hvað kenslukonan væri lengij inni. Loksins komhún, kvaddi Ástu og ráðgerði, að koma við á heimleið- inni. Börnin voru Ijettfætt inn í kaup- staðinn, og allar jólabúðirnar voru fullar af mestu gersemum fyrir fólk á þeirra reki. Albert eyddi öllurn peningunum sínum í fyrstu búðinni, Elínu ent- ust þeir nok'kuð betur, en þeir gengu samt von bráðar upp. Rósa keypti bara eitthvað smávegis fyrir nokkra aura í tveimur eða þremur búðum. »Hvaða ósköpj kaupirðu lítið«, sagði kenslukonan við Rósu. »Kannske þú viljirr koma inn til bóksala,' og fá þjer einhverja góða bók fyrir þína peninga?« »Nei, þakka yður fyrir«, svaraði Rósa, dálítið vandræðaleg og stam- andi, því að hún var þá einmitt í pukri að brjóta pappírsblað utan um 8 krónur og'.ganga frá þeim í buddunni sinni. Eftir að hún hafði talað við Ástu, fannst henni að hún gæti ekki haft neina jólagleði, ef fátæka og sjúka ekkjan og börnin hennar mistu alla sína ánægju á jólahátíinni, af þvíað Friðrik var langt í burtu hjá vanda- lausum, og henni fannst það ekki fallegt af sjer að kasta þessum peningum út í glingur, þegar hún var nógu rík til þess að bæta úr þessari sorg.

x

Jólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað
https://timarit.is/publication/1419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.