Jólablað - 01.12.1930, Síða 19

Jólablað - 01.12.1930, Síða 19
Svip, sjest önnur mynd frá liðinni tíð. f*að sjest inn á heimili. Lítil stúlka leilmr sjer með bræðrum sínum. Hárlokkarnir leika við hrukku- lausan háls og fíngjörða mjallhvíta vanga. Hið krystalsskæra sálarlíf lýsir sjer í svip og hreyfing. Litla stúlkan leggur leið sína um gólfið; 3?mist til ömmu gömlu eða móður- innar. Hún sýnir þeim skrautgripi sína. Hún leitar hjá þeim úrlausnar allra spurninga. Lífið er henni bjart, marglitt, fjöl- sæið, ókendra mynda; og draumsýn indælla framtíðarvona. Fögnuður fyllir brjóstið og bergmálar í græsku- lausri glaðværð barnsins. Árin ltða. Amma gamla er geng- in til hinstu hvíldar. Móðirin er líka kölluð burt. Faðirinn sjer ekki fært, að halda - saman heimilinu. Börnin yfirgefa heimilið. Mærin er orðin gjafvaxta, Hún býst að heiman. Snýr hún baki við heimilinu, og hleypur stiginn niður að hliðinu, með lítinn fataböggul undir hendinni. Með ljettkyndi æskuáranna hleyp- ur hún út í lífið og óvissuna; út á krossgöturnar villugjörnu. Hylling- arnar hverfa fyrir veruleikanum. Táldrægni og blekking verða á vegi hennar. Flún fellur í tálsnörur ireistarans. Hann mætir henni í miðjum hlíðum. Hann verður henni samferða. Niðurhaldið er ljett. Lengra, lengra, niður á lægsta hjallann. Þar er hún nú niðurlægð, ein- mana, íyrirlitin og ráðþrota. — »Glerbrot er hún orÖin á mannfje- lagsins haug.« Ekki verður hjá því komist, að hjartað komist við af ástandi þeirra, sem svo lágt eru leiddir. »Að dæma hart er harla ljett, en hitt er örðugra að dæma rjett.« Það sem gjörir lífið sjerstaklega sárt, og heiminn óvistlegan, er hin takmarkalausa dómfýsi. Ótal hjörtu flaka í sárum; ótal tár hníga, ótal andvökunætur og andvörp, sem Guð einn þekkir og nóttin. Öll slík hjörtu leita samúðar og hugsvölunar, hvar sem hana er að finna. En upptökin oft að finna, er síst skyldi. Svo lengi sem menn gefa dómfýsi sinni lausan taum, svo lengi fremja menn morð á virðing hvers annars. Því harðari. sem dðmarnir eru, þess fráleitari eru þeir, Hinn rjettláti frelsari mannanna sagði: Dæmið ekki eftir ásýndum. Dæm- ið rjettlátan dóm. Hann einn þekkir hina viðkvæmu afstöðu hjartnanna. Hann segir ennfremur: Dæmið ekki, svo þjer verðið ekki dæmdir. Vetrarnepju kærleiksleysisins gætr víðar, en með hinum hörðu dömum. Það birtist í mörgum myndum. Kristján Jónsson lýsir því á þennan hátt: Enga systir, engan bróðir, engan vin í heimi á jeg. vinarlaus og vonarsnauður, í veröldinni reika má jeg. Halla jeg mæddur höfði að steini, heljar-mótt fyrir augu sígur,

x

Jólablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað
https://timarit.is/publication/1419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.