Gríma - 01.09.1934, Side 15

Gríma - 01.09.1934, Side 15
FRÁ ERLENDI HÉLGASYNI 13 ver, sem liggja milli árinnar og Sprengisands. Var eg í fyrstu í vafa um, hvað gera skyldi, því að hest- arnir voru orðnir hungraðir og slæptir, en við nán- ari íhugun komst eg að þeirri niðurstöðu, að skyn- samlegast væri að doka við yfir nóttina, treysta því, að úr ánni drægi með morgninum og freista þess þá að brjótast yfir hana. Við vaðið og ofan þess rennur áin í þveraustur, en nokkru neðar breytir hún um stefnu og rennur þá beint í suður; er því sunnan megin árinnar nes, sem snýr oddanum í norðaustur. Rak eg hestana út í nesið og hefti þá þar, en tók mér tjaldstað sunnan til í nesinu, lagð- ist til hvíldar og hagræddi mér sem bezt eg gat. Leið á mig óþægilegt mók við og við, en aldrei náði eg að festa svefninn, þrátt fyrir þreytu og nætur- kyrrð. Brá eg upp tjaldskorinni til þess að anda að mér hreinu og svölu lofti, en sá þá, að hestarnir voru í þann veginn að hoppa suður úr nesinu. Stóð eg þá upp, hljóp í veg fyrir þá, rak þá aftur út í nestána og lagðist til hvíldar. En það fór á sömu leið og áður; eg gat engrar hvíldar notið, og er eg leit aftur út undan tjaldskörinni, sá eg, að hestarn- ir voru komnir aftur á kreik og rásuðu suður eftir. Seig mér þá í skap, þreif hnakkpútu mína og beizli og hljóp á eftir hestunum. Leysti eg þá úr höftun- um, lagði á folann, steig á bak, og rak hestana greitt út í nesið. Varð mér þá litið í vestur, upp með ánni, og sá mér til stórfurðu, að maður kom hlaupandi og stefndi beint á mig. Fór eg þá af baki, stóð við þá hlið folans, sem frá manninum sneri, og beið svo átekta. Datt mér fyrst í hug, að þetta kynni að vera Jón nokkur Semingsson, sem eg oft hafði heyrt getið um, að færi til grasa upp að Arnarfelli;
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.