Bændablaðið - 06.10.2016, Qupperneq 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016
Fréttir
Kjötborðið er markaðstorg á vefnum með íslenskt lambakjöt:
Milliliðalaus samskipti
bónda og viðskiptavinar
– fyrirhugað er að auka kjötúrvalið á næstu dögum
Þann 29. september var nýtt
mark aðs torg með íslenskt lamba-
kjöt opnað á vefnum, á slóðinni
kjotbordid.is.
Að sögn Vignis Más Lýðssonar,
eins af aðstandendum Kjötborðsins,
hefur Kjötborðið farið vel af stað.
„Þeir bændur sem voru með framboð
inni á torginu seldu töluvert strax á
fyrsta degi. Við finnum fyrir miklum
áhuga, sér í lagi frá neytendum á
höfuðborgarsvæðinu enda margir
sem ekki þekkja til í sveitinni. Við
sáum í haust að stór hópur bænda
hafði byrjað að auglýsa sína fram-
leiðslu á hinum ýmsu síðum á netinu
en okkur taldist lauslega til að um 70
aðilar væru að selja hver í sínu horni.
Við ákváðum að setja upp vettvang
sem auðveldaði bæði þeim að koma
vörum sínum á framfæri og neyt-
endum að finna allan þennan fjölda.
Þetta var ákveðið tilraunaverkefni
og var fjöldi notenda og framboð
takmarkað í upphafi. Við stefnum á
að auka fjölda bænda og framboð
á næstu dögum,“ segir Vignir og
bætir því við að fimm bændur séu
núna þátttakendur í Kjötborðinu.
Öll viðskipti fara fram á vefn-
um og þar geta viðskiptavinur
og sauðfjárbóndi átt í milliliða-
lausum viðskiptum. Afhending er
samkomulagsatriði og geta við-
skiptavinir í einhverjum tilvikum
sótt kjötið beint á bæinn, eða feng-
ið það sent heim.
Aukið vöruúrval á næstu dögum
Vignir segir að þeir bændur sem vilja
selja kjöt í gegnum Kjötborðið þurfi
að vera með öll leyfismál í lagi. Þeir
þurfa að stofna aðgang fyrir sig og
skrá viðeigandi upplýsingar.
Fólk hafi nú í byrjun val um að
kaupa kjöt af nýslátruðu eða fros-
ið og í byrjun eru í boði heilir og
hálfir skrokkar. „Á næstu dögum
stefnum við að þvi að bæta við
framboði, m.a. á nauta-, folalda-,
grísa- og hreindýrakjöti, sem og
gæs og fleira, svo sem fullunn-
um vörum á borð við hakk, gúllas
og reykt kjöt. Von bráðar munum
við byrja að taka við pöntunum
á hangikjöti, bæði venjulegu og
tvíreyktu, og vonumst við til að fá
sem flesta bændur til að taka þátt
í því en við stefnum á að senda
stóra sendingu til Norðurlandanna
í desember.“
Að sögn Vignis stendur ekki til
að opna hefðbundna verslun í eigin
húsnæði alveg strax. „Kjötborðið
er eingöngu á vefnum en við sér-
hæfum okkur í uppsetningu og
viðhaldi netkerfa fyrir deilihag-
kerfið, það er vefsíður þar sem
kaupendur og seljendur geta átt
milliliðalaus viðskipti og haldið
utan um greiðslur og pantanir. Við
stefnum ekki á að opna verslun
strax, en við sjáum til hvernig
þessi tilraun heppnast.
Sendingarkostnaður er inni-
falinn í verðinu í Kjötborðinu,
nema annað sé tekið fram. Bænd-
um er greitt vikulega út, á föstu-
dögum, fyrir sölu síðustu sjö daga.
Þóknun Kjötborðsins er 15 prósent
af söluverði. /smh
Eiður Gunnlaugsson, formað-
ur stjórnar Kjarnafæðis, segir
það hafa verið óskemmtilega
ákvörðun að lækka verð til
bænda nú í yfirstandandi slát-
urtíð. Hún hefði hins vegar verið
óhjákvæmileg. Kjarnafæði á og
rekur SAH Afurðir á Blönduósi
og á að auki hlut í sláturhúsinu
á Vopnafirði. Eiður mætti á fund
félaga sauðfjárbænda í Eyjafirði
og Þingeyjarsýslum sem haldinn
var á Hrafnagili nýverið.
Benti Eiður á að félagið hefði
eflaust ekki fengið afurðalán nema
vegna þess að gripið var til þess ráðs
að lækka verð á afurðum til bænda
nú í haust. „Ef þið væruð ekki til,
værum við það ekki heldur. Okkur
er það þvert um geð að rýra tekjur
annarra,“ sagði Eiður á fundinum.
Hann gat þess jafnframt að
Kjarnafæði væri í einkaeigu og
það væri fyrst og fremst mat-
vælaframleiðandi sem hefði í sjálfu
sér ekki endilega áhuga fyrir því
að hafa rekstur sláturhúsa á sinni
könnu. Menn gætu velt fyrir sér
af hverju félagið hefði gert tilboð
í Norðlenska í fyrravor. „Það var
kannski okkar framlag í þá átt að
fækka sláturhúsum í landinu,“ sagði
hann.
Skylda okkar að grípa inn í
Kjarnafæði hefur átt hlut í slátur-
húsinu á Blönduósi í yfir 30 ár.
Leitað var til félagsins þegar svo
var komið að verulega hafði sigið á
ógæfuhliðina. Greindi Eiður frá því
að Kjarnafæðismenn hefðu í fyrstu
ráðlagt Húnvetningum að leita til
nágranna sinna hjá Kaupfélagi
Skagfirðinga, KS eða jafnvel til
SS. Ekki hafi verið vilji fyrir því
meðal heimamanna á þeim tíma.
„Við vorum beðnir um að grípa
inn í og við gerðum það, fannst
það skylda okkar vegna mikilla og
góðra tengsla frá fyrri tíð,“ sagði
Eiður.
Kvað hann útlitið bjartara nú
en var í fyrra, svo framarlega sem
menn missa verð ekki meira niður
en orðið er. /MÞÞ
Eiður Gunnlaugsson, formaður stjórnar Kjarnafæðis:
Þvert um geð að rýra tekjur annarra
– Ákvörðun um lækkun á verði til bænda var samt óhjákvæmileg
Eiður Gunnlaugsson, formaður stjórnar Kjarnafæðis, og Ólafur Rúnar Ólafs-
Mynd / MÞÞ
KS lækkar afurðaverð á
nautakjöti tímabundið
Kaupfélag Skagfirðinga, KS, hefur
lækkað verð á nautakjöti, ný verð-
skrá tók gildi um nýliðin mánaða-
mót, 1. október síðastliðinn.
Edda Þórðardóttir, skrifstofustjóri
hjá KS, segir að um tímabundna
lækkun á verði sé að ræða og sem
dæmi lækkaði verð fyrir UN gripi
um 10 krónur á kílóið og 15 krónur
fyrir K gripi.
Edda segir að miklir biðlistar
hafi myndast nú í haust og verið sé
að reyna að vinna sig niður listann.
„Framboðið er mikið, það er það
reyndar alltaf á þessum árstíma þegar
bændur eru að koma gripum sínum
á hús fyrir veturinn og senda kýr í
sláturhús,“ segir Edda.
Gerður hefur verið tímabundinn
samningur við vinnslurnar um að
taka meira inn til sín þegar toppurinn
er hvað mestur. /MÞÞ
Kartöflurækt á Seljavöllum í Hornafirði:
Hagstætt veðurfar í vor og
sumar skilar metuppskeru
Metuppskera varð í kartöflu-
görðum Hjalta Egilssonar á
Seljavöllum í Hornafirði nú í
haust. Hann er með garða á 22–23
ha lands og var uppskeran á bilinu
30 til 35 tonn á hektara. „Þetta er
alveg prýðileg uppskera, líkast til
það mesta sem við höfum tekið
upp hér frá því við hófum kart-
öflurækt,“ segir Hjalti.
Hagstætt veðurfar skiptir þar
mestu að sögn Hjalta, vorið var
sérlega gott og sumarið einnig.
Upptökustörf fyrir sumarmarkað,
sem Hjalti og hans fólk leggur tölu-
verða áherslu á, hófust 2. júlí sem er
óvenju snemmt.
„Við höfum aldrei getað byrjað
svo snemma fyrr, þetta er því frekar
óvenjulegt, en gekk engu að síður
mjög vel,“ segir hann. Bætir við að
þar skipti gott veðurfar á liðnu vori
miklu, en hægt var að setja niður
með fyrra fallinu.
Kláraði fyrir haustrigningar
Fullsprottið var í görðum við
Seljavelli strax í byrjun ágúst og
var hafist handa af fullum krafti
við upptöku rétt um viku af ágúst-
mánuði. Það segir Hjalti að hafi
verið mikið lán, því að langmestu
tókst að ljúka upptöku áður en
haustrigningar hófust síðari hluta
þess mánaðar.
„Þær voru í fyrra fallinu þetta
árið, haustrigningar hér um slóðir
dundu hér yfir okkur fyrr en vant er,
en þær gera að verkum að ómögu-
legt er að taka upp, ekkert hægt að
komast um garðana fyrir bleytu.
Við lukum okkar upptökustörfum á
fystu dögum septembermánaðar og
náðum því að koma öllu í hús áður
en bleytutíðin hófst,“ segir hann.
„Við vorum heppin, það slapp til
að ná öllu upp úr görðunum fyrir
haustrigingar.“
Varla þörf á innflutningi
Hjalti segir að uppskera í fyrrahaust
hafi verið með besta móti, en hún
sé enn betri í ár. Hann segir að svo
sé einnig á svæðinu í kringum hann
og gera megi því ráð fyrir að mikið
verði til af góðum kartöflum fram á
næsta ár. Það ætti því ekki að þurfa
að koma til innflutnings á kartöflum
á næsta söluári.
Hjalti ræktar rófur á tæpum hekt-
ara til viðbótar við kartöflurnar, segir
þá ræktun aukabúgrein einkum til
gamans. Uppskera er einnig meiri
þar en vant er. /MÞÞ