Bændablaðið - 06.10.2016, Page 6

Bændablaðið - 06.10.2016, Page 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 9.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 4.950 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Fjármálaráðherra kynnti á dögunum samkomulag um nýtt samræmt lífeyr- iskerfi þar sem allt launafólk nýtur sambærilegra lífeyrisréttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði. Þetta eru sannarlega mikil tíðindi og stórt skref í að einfalda kerfi sem fyrir löngu hefur gengið sér til húðar. Það er algjörlega óþolandi að hér á landi búi í raun tvær þjóðir í lífeyrislegu tilliti. Þeir sem eru tyggðir í bak og fyrir með bæði belti og axlabönd í faðmi ríkisins og svo almennir launþegar sem búið hafa við mun lakari lífeyrisréttindi. Sá stóri hópur hefur auk þess mátt þola veru- legar skerðingar á sínum réttindum frá efna- hagshruninu 2008, en hinir ekki. Hluti þátttakenda í samkomulaginu virð- ist þó hafa fengið bakþanka um að þurfa að yfirgefa öryggið í faðmi ríkisins sem aðeins sumir launþegar hafa aðgang að. Í samkomulaginu segir: • Launakjör á opinberum og almenn- um vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð. • Launafólki verður gert betur kleift að færa sig milli almenns og opin- bers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi telj- andi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda • Sjóðfélögum í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna verða tryggð sambærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 millj- arða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuðum framtíðar- skuldbindingum. • Breytingarnar taka til A-deildar LSR (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins) og Brúar (Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga). Um 35.000 manns greiða í þessa tvo sjóði. Miðað er við að eftir breytingarnar búi allir við sama fyrirkomulag í lífeyrismálum og geti fært sig milli lífeyrissjóða hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á réttindi þeirra. Það er vonandi að farsæl lending náist í þessu máli, en meira þarf að gera til að jafna stöðu lífeyrisþega. Stjórnmálamenn tala oft digurbarkalega um að verið sé að afnema skerðingar á aldr- aða og öryrkja, bæði vegna vinnu og eins vegna áunninna lífeyrisréttinda gagnvart Tryggingastofnun. Það er samt eins og það sé sjálfsagður hlutur að krukkað sé í áunnin lífeyrisréttindi sem liggja í söfnunarsjóðum lífeyrissjóðanna. Menn verða að fara að átta sig á að lífeyrissjóðirnir eru alfarið í eigu launþega en ekki ríkissjóðs. Sá lífeyrir sem fólk er þar að safna sér á aldrei að koma til skerðingar á lágmarks- framfærslu frá Tryggingastofnun. Í dag er það þannig að áratugasöfnun launþega í lífeyrissjóði kemur þeim að mjög óveru- legu leyti til góða. Sú uppsöfnun er hirt af fólki með botnlausum skerðingum. Að auki er það sem eftir stendur af inneign gert upptækt við andlát. Ef menn ætla að halda þessu svona áfram, þá hlýtur að vera réttmæt krafa að skylduaðild að lífeyrissjóðum verði afnumin nú þegar. Þá er lífeyrisþegum, að meðtöldum öryrkjum, harðlega refsað í núverandi kerfi ef þeir svo mikið sem reyna að afla sér ein- hverra aura til að bæta sín lífsgæði. Fyrst kemur hægri krumla ríkisins og tekur helm- inginn í skatt og síðan kemur vinstri krumlan og skerðir greiðslur frá Tryggingastofnun á móti restinni af laununum. Af hverju í fjáranum er þetta ekki lagfært? Það dugar ekki að tuða um þetta á þingi kjörtímabil eftir kjörtímabil, það þarf aðgerðir! Ef stjórnmálamenn treysta sér ekki til þess, þá eiga þeir ekkert erindi á Alþingi Íslendinga. /HKr. Réttlætismál Ísland er land þitt Emstrujökull er skriðjökull sem gengur norðvestur úr Mýrdalsjökli. Jarðhitavirkni undir Mýrdalsjökli getur skilað hlaupvatni undan Emstrujökli Mynd /HKr. Í síðustu viku birtist í stærstu prentmiðlum landsins grímulaus áróður gegn nýgerðum búvörusamningum í heilsíðuauglýsingu frá Samtökum verslunar og þjónustu, Félagi atvinnurekenda, Samtökum skattgreiðenda, Viðskiptaráði Íslands, Neytendasamtökunum og Alþýðusambandi Íslands. Inntak aug- lýsingar innar var að gagnrýna meint sam- ráðsleysi stjórnvalda og fulltrúa bænda við þessi samtök við gerð búvörusamninga. Tímasetningin er augljós þar sem tilgangurinn er að koma því að hjá kjósendum og stjórn- málamönnum, sem nú eru í kosningaham, að búvörusamningarnir séu slæmir og að losa þurfi enn frekar um tollvernd á búvörum. Því er til að svara að í ársbyrjun var fundað með flestum af þessum aðilum um málefni búvörusamninganna. Ágætar umræður sköpuð- ust og í mörgum atriðum voru bændur sammála hópnum, t.d. um markmið um lægra matarverð og að tryggja rekstrargrundvöll landbúnaðar- ins. Um breytt stuðningsform var tekið tillit til ýmissa sjónarmiða, t.d. um að auka jarðrækt- arstuðning og minnka vægi sértæks búgreina- stuðnings. Í tollamálunum voru menn sammála um að vera ósammála en tillögur hópsins fólust meðal annars í því að afnema tolla með öllu á alifugla- og svínakjöti. Í þessu samhengi er vert að rifja upp að í fyrrahaust var gerður nýr tollasamningur um búvörur á milli ESB og Íslands sem kveður á um verulega aukinn innflutning á búvörum á litlum eða engum tollum. Þess má vænta að vöruframboð í verslunum breytist í kjölfarið. Erlendar matvörur verða fyrirferðarmeiri og verðsamkeppni mun harðna. Íslenskir bændur og afurðasölufyrirtæki þurfa að mæta þessari nýju stöðu og breytingarnar kunna að hafa áhrif á framleiðslumagn búvara hér á landi í framtíðinni. Hvað hangir á spýtunni? Við bændur vitum nákvæmlega hvað vakir fyrir hagsmunasamtökum sem stóðu að auglýs- ingunni. Það er að auka innflutning á matvörum og bæta við milljarðahagnaðinn sem heildsalar og örfáir eigendur og stjórnendur smásölu- verslana njóta. Í sjálfu sér kemur sérhagsmuna- barátta félaga eins og Samtaka verslunar og þjónustu, Viðskiptaráðs og Félags atvinnurek- enda ekki á óvart. Þau eru einfaldlega að vinna fyrir sína umbjóðendur. Mögulega er einhver skjálfti í herbúðum kaupmanna sem nú sjá fram á harðnandi samkeppni með tilkomu erlendu verslunarkeðjunnar Costco. Þá er vænlegt að berjast fyrir því að auka innflutning á ódýrum búvörum því þar er gróðavon. Hins vegar er sárt að sjá Neytendasamtökin og Alþýðusambandið stökkva á vagninn og syngja sömu gömlu grátstefin um vont landbún- aðarkerfi og ofurtolla með heildsalaklúbbnum. Innan Alþýðusambands Íslands virðist lít- ill hópur manna berjast ötullega fyrir hags- munum verslunarvaldsins í landinu. Af hverju snúast þeir á sveif með heildsalasamtökum sem heimta niðurfellingu tolla og hafa orðið uppvís að því að tala niður til búgreina eins og svína- og kjúklingaræktar? Þeir virðast gleyma verkafólki um allt land sem starfar í matvælaframleiðslunni og hefur lifibrauð sitt af landbúnaði. Þetta eru þeirra eigin félagsmenn. Þúsundir manns reiða sig á öflugan landbúnað sem ekki væri svipur hjá sjón ef tollverndar og stuðningskerfis nyti ekki við. Það má e.t.v. minna forsvarsmenn ASÍ á að það voru íslenskar landbúnaðarafurðir sem héldu aftur af verðbólgunni á eftirhrunsárunum þegar innflutt matvæli hækkuðu upp úr öllu valdi vegna gengisáhrifa. Þá var gott að eiga innlendan landbúnað. Alþingiskosningar á næsta leiti Stutt og snörp kosningabarátta er hafin eftir gjörningaveður í pólitíkinni undanfarna mánuði. Útlit er fyrir að fjöldi nýrra alþingis- manna setjist á þing í kjölfarið. Það er mikil- vægt fyrir okkur sem störfum í landbúnaðinum að taka virkan þátt í umræðu um öll þau mál sem að okkur snúa. Okkar hlutverk er fyrst og fremst að fræða aðra um málefni atvinnu- greinarinnar – útskýra og eiga samtal um gildi landbúnaðarins. Við þurfum að vera klár á því að svara spurningum um réttlætingu á tollvernd og stuðningi við atvinnugreinina. Ríkisútvarpið lét gera skoðanakönnun á dögunum á því hvað almenningur vill að sé sett á oddinn fyrir kosningarnar. Heil- brigðismálin voru þar efst á blaði, þar næst málefni aldr aðra og öryrkja, þá húsnæðis- málin, mennta mál in, flug vallarmál, nýting náttúruauðlinda og gjaldtaka í ferðaþjón- ustu, skattamál og endurskoðun stjórnar- skrár. Atvinnuuppbygging á lands byggðinni var nefnd ásamt umhverfismálum og mál- efnum flóttamanna. Athygli vekur að við- ræður um ESB-aðild voru neðst á listanum. Ekki var spurt um landbúnaðarmál þó að umfjöllun um búvörusamninga hafi verið fyrirferðarmikil á síðustu mánuðum. Þó könnun Ríkisútvarpsins sýni að mörg mikilvæg mál séu til umræðu í samfélaginu er af nógu að taka þegar kemur að landbúnaðin- um. Það skiptir verulegu máli að endurskoðun búvörusamninga fyrir árið 2019 gangi vel fyrir sig og að mótuð verði landbúnaðarstefna á næstu rúmum tveimur árum sem leiðir til víðtækrar sáttar um landbúnað. Þetta er málefni sem kjörið er að ræða við þingmannsefni. Þá má spyrja hvaða stefnu flokkarnir hafa þegar kemur að málefnum landbúnaðarins. Því miður er það oft svo að þeir sem gagnrýna hæst leggja minnst til málanna þegar á hólminn er komið. Vonandi hefur umræðan um búvörusamningana síðustu mánuði hreyft við umbótaöflum í stjórnmála- stétt og þá er aldrei að vita nema menn leggi gott eitt til. Fjölmörg önnur mál sem snerta landbún- aðinn er upplagt að ræða við stjórnmálamenn framtíðar innar. Kjör bænda og samkeppn- ishæfni ber þar hátt. Það skiptir máli að rekstr- arumhverfi greinarinnar sé með þeim hætti að bændur geti lifað sómasamlegu lífi af búskap. Þar er tollverndin mikilvæg og það umhverfi sem fyrirtækjum er almennt búið í landinu. Af innviðunum má nefna samgöngur, skólamál, fjarskipta- og orkumál sem spila stórt hlutverk. Mótum nýja orðræðu um landbúnað Mál framtíðarinnar og „ný orðræða“ um land- búnaðarmál mun hverfast um annað en við þrátt- um um í dag. Unga fólkið, bæði bændur og neyt- endur morgundagsins, er að setja önnur mál á dagskrá sem við verðum að tileinka okkur betur en gert hefur verið til þessa. Þar ber loftslagsmál- in hæst, kolefnisfótspor, umhverfis- og náttúru- vernd, uppgræðsla og landnýting, dýravelferð, heilbrigði dýra og heilnæmi matvælanna sem við bjóðum upp á og gildi menningarlandslags. Málefni ferðaþjónustunnar eiga án vafa eftir að fléttast æ meira inn í landbúnaðarumræðuna en verið hefur. Í þessum málaflokkum þurfa bændur að staðsetja sig með ákveðnum hætti, móta stefnu og taka skýra afstöðu. Krafan um aukna upplýsingagjöf um framleiðsluhætti og gegnsæi í allri virðiskeðjunni eru atriði sem almenningur kallar á. Framundan eru ótal tækifæri fyrir land- búnaðinn ef rétt er á málum haldið. Við bændur þurfum að vera ófeimnir að ræða um skipan land- búnaðarmála og matvælaframleiðslu í bráð og lengd. Stundum þarf að tala með tveimur hrúts- hornum og segja hlutina umbúðalaust en best er að eiga uppbyggileg samtöl þar sem menn ræða sig til sameiginlegrar niðurstöðu. Látum ekki slá okkur út af laginu og höldum uppi merkjum íslensks landbúnaðar nú sem endranær. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Við kjósum íslenskan landbúnað Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefsíða blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Prentsnið – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.