Bændablaðið - 06.10.2016, Síða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016
Fréttir
Sveitarstjórn Húnaþings vestra
hefur frá því breyting var gerð
á umdæmum lögreglu og sýslu-
manna í júní árið 2014 gert
athugasemdir við að ekki var
gert ráð fyrir mannaðri lög-
reglustöð á Hvammstanga.
Byggðarráð sveitarfélagsins
hefur sett fram þá skýlausu kröfu
að öryggi íbúa og ferðamanna
í Húnaþingi vestra verði tryggt
með mannaðri lögreglustöð á
Hvammstanga. Farið hefur verið
fram á við innanríkisráðuneytið
að fjölgað verði í lögregluliðinu
á Norðurlandi vestra til að svo
megi verða.
Alvarleg staða
Í bókun frá fundi byggðarráðs
er greint frá fundi sem fulltrú-
ar sveitarfélagsins áttu með
innanríkis ráðherra í liðnum
mánuði vegna stöðu löggæslumála
í Húnaþingi vestra. Sá fundur var
haldinn í kjölfar þess að bíll fór í
höfnina á Hvammstanga og maður
sem í honum var lést. Það tók lög-
reglu tvo klukkutíma að koma á
staðinn.
Á fundinum voru, auk Ólafar
Nordal innanríkisráðherra, þær
Þórunn Hafstein og Ingilín
Kristmannsdóttir skrifstofustjór-
ar. Fram kemur í bókun byggð-
arráðs að atburðurinn sé litinn
alvarlegum augum í ráðuneytinu
og að allra leiða verði leitað til
að koma í veg fyrir að slíkt komi
fyrir aftur. Farið var yfir gögn
sem málinu tengjast, m.a. bréf
Geirs Karlssonar, yfirlæknis á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Hvammstanga, sem hafði borist
til ráðuneytisins, og bréf Björgu
Bjarnadóttur, yfirsálfræðings
Húnaþings vestra.
Aukið álag og mikið óöryggi
Í bréfi Bjargar er fjallað um aukið
álag á félagsþjónustu sveitarfélags-
ins vegna skorts á löggæslu m.a.
vegna úrvinnslu áfalla þegar óhöpp
verða á vegum og lögregla kemur
ekki á staðinn sem og óöryggi íbúa
þegar lögregla er ekki til staðar
þegar á reynir. Jafnframt var farið
yfir áhyggjur byggðarráðs á skorti á
landfræðilegri þekkingu starfsfólks
Neyðarlínunnar 112.
Byggðarráð hélt á loft þeirri
kröfu sinni og sveitarstjórnar að
á Hvammstanga verði sett upp
mönnuð lögreglustöð til að tryggja
öryggi og jafnræði íbúa í lögreglu-
umdæminu. Fram kemur í bókun-
inni að mannaðar lögreglustöðvar
séu í tveimur sýslum af þremur og
að vegalengdir séu slíkar að við-
bragðstími er alls ekki viðunandi.
/MÞÞ
Hvammstangi, Húnaþingi vestra:
Skýlaus krafa um mannaða lögreglustöð
Náttúrustofa Austurlands fagn-
ar framtaki Náttúruverndar-
samtaka Austurlands að berj-
ast gegn ónýtum girðingum. Á
heimasíðu þeirra (http://www.
nattaust.is/) segir eftirfarandi:
„NAUST fékk styrk frá
umhverfisráðuneytinu til að standa
straum af hvatningarátaki á starfs-
svæði sínu til að fjarlæga ónýtar
girðingar. Átakinu er ætlað að
beina sjónum að þeim hættum sem
stafa af ónýtum girðingum sem og
því lýti sem þær eru í landslaginu.“
Flest ár fréttir Náttúrustofan
af einu eða fleiri hreindýrum
sem drepast í girðingum eða
öðrum vír. Einna verst er þetta
um fengitímann, þ.e. seinni hluta
september og október. Þá stanga
tarfarnir ýmislegt sem fyrir þeim
verður þ.á m. ónýtar girðingar sem
vilja festast í hornum þeirra.
Ef það gerist geta þeir svo
„veitt“ aðra tarfa í erjum við þá.
Samfastir eiga þeir sér ekki lífs
von.
Reyndar á þetta við um allan vír
sem liggur á víðavangi og þannig
veiddi símavír sem lá á jörðinni
í Loðmundarfirði nokkra tarfa í
gegnum tíðina og eitt sinn hröpuðu
tveir rígfullorðnir samfastir tarfar
fram af sjávarklettum utan við
Stakkahlíð.
Fyrir nokkrum árum festist
veturgamall tarfur í aflangri
túngirðingu í Arnórsstaðamúla.
Sem betur fer sást til hans og
tókst að losa hann. Þetta var ekki í
fyrsta sinn sem sú girðing „veiddi“
hreintarfa.
Náttúrustofan hefur skorað á
sveitarfélagið að sjá til þess að sú
girðing verði fjarlægð og var vel
tekið í það. Munum við reyna að
leggja verkefninu lið með því að
tilkynna um aflagðar og ónýtar
girðingar svo og annað drasl sem
verða á vegi okkar og geta verið
dauðagildrur fyrir hreindýr.“
Hætt við að hreintarfar
ánetjist á fengitíma
Myndir / NA
Um þessar mundir þeytast
frambjóðendur til Alþingis
á milli staða og funda um
hin fjölbreyttustu mál. Félag
atvinnurekenda hélt morgunfund
á dögunum þar sem fundarefnið
var landbúnaðar- og tollamál. Á
fundinum voru frambjóðendur
meðal annars spurðir um hvaða
breytingar eigi að setja í forgang við
endurskoðun á búvörusamningum
og hvaða skoðanir þeir hefðu á
úthlutun tollkvóta.
Í upphafi fundar fór Páll Rúnar M.
Kristjánsson, lögmaður FA, stuttlega
yfir helstu áherslur félagsins í
landbúnaðar- og tollamálum sem í
stuttu máli ganga út á að aflétta tollum
á innfluttar búvörur og gjörbylta
stuðningskerfi landbúnaðarins.
Ísland er ekki eina ríkið sem
styður við sinn landbúnað
Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálf-
stæðisflokki, sagði að íslenskur
landbúnaður væri rekinn í svipuðu
umhverfi og gert væri hjá öðrum
OECD-ríkjum og Ísland væri ekki
eina landið í heiminum sem styddi
við sinn landbúnað. Guðlaugur sagði
mikilvægt að hafa framtíðarsýn og
í þeim efnum nefndi hann að leggja
ætti aukna áherslu á umhverfismál,
gæði framleiðslunnar og uppruna-
merkingar. Þá nefndi hann tækifæri
í lífrænni ræktun sem þyrfti að nýta
betur.
Þórunn Egilsdóttir, Framsóknar-
flokki, sem situr í atvinnuveganefnd
Alþingis, sagði að þar hefði verið
lögð mikil áhersla á góða grein-
ingarvinnu við endurskoðun búvöru-
samninganna. Skoða þyrfti verðþró-
un afurða og hlut bænda í framleiðsl-
unni. Nefndi hún líka þær kröfur sem
gerðar væru til íslenskrar framleiðslu
og að meta þyrfti kostnað við þær.
Markmiðið væri að tryggja byggð
og búsetu um allt land og fólk þyrfti
að spyrja sig hvernig lífið á lands-
byggðinni væri ef landbúnaðar nyti
ekki við.
Píratar vilja nýtt kerfi
Smári McCarthy, Pírötum, sagði að
núverandi skipan landbúnaðarmála
væri ekki að skila viðunandi árangri
til neytenda, bænda, afurðastöðva
eða skattgreiðanda. Píratar vildu
skoða ný kerfi sem ýttu frekar undir
nýsköpun og útflutning á búvörum.
Aftengja ætti stuðning við bændur
frá framleiðslu og miða frekar að því
að búa til einskonar grunnstuðnings-
kerfi sem væri hannað til að tryggja
afkomuöryggi fleiri bænda.
Árni Páll Árnason, Samfylkingu,
lagði áherslu á að afleggja ætti fram-
leiðslustýringu sem hefði fest bænd-
ur í gildru. Stuðningurinn frá ríkinu
nýttist ekki bændunum sjálfum að
öllu leyti því þeir þyrftu að kaupa
sér aðgang að honum. Þannig hefði
byggst upp lénsveldi í greininni sem
væri engum til góðs. Bændur ættu
næg sóknarfæri ef þeir hefðu frelsi
til að framleiða það sem þeir kysu að
framleiða. Árna Páli fannst merkilegt
að landbúnaðurinn væri eina greinin í
landinu þar sem hagsmunaðilar væru
sannfærðir um að óhugsandi væri að
fjölga störfum í greininni. Benti hann
á möguleika í nýjum tollasamningi
við ESB þar sem tækifæri væru á
að flytja út meira af t.d. smjöri sem
eftirspurn væri eftir erlendis.
Viðreisn segir athafnafrelsi
bænda skert
Pawel Bartoszek, hjá Viðreisn, sagð-
ist tala fyrir auknu frelsi til handa
bændum og neytendum. Tillögur
Viðreisnar byggðu meðal annars á
hugmyndum samstarfsvettvangs um
aukna hagsæld um landbúnaðarmál.
Þar var lagt til að framleiðslustýrt
kerfi yrði aflagt og teknar upp jarð-
ræktargreiðslur til bænda. Þá skipti
ekki máli í hvaða búgrein menn væru
og ekki þyrfti að kaupa sig inn í kerf-
ið. Stærsta athugasemd Viðreisnar
við búvörusamningana væri að þeir
væru samningar hinna glötuðu tæki-
færa. Athafnafrelsi bænda væri skert
og jarðræktarstuðningur ekki aukinn
nægilega. Kerfið hefði verið fest í
sessi í of langan tíma. Tollahækkanir
væru líka ekki Viðreisn að skapi.
Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð,
ítrekaði andstöðu síns flokks við
nýgerða búvörusamninga. Hún
kysi að sjá róttækari breytingar
en raun varð á. Björt framtíð vill
setja í forgang að eyða óeðlilegum
viðskiptaháttum í mjólkuriðnaði þar
sem samkeppnisumhverfið væri ekki
virkt. Jarðræktarstyrkir væru eins og
músík í eyrum Bjartar þar sem það
yki fjölbreytni innan landbúnaðarins.
Kolbeinn Óttarsson Proppé,
Vinstrihreyfingunni grænu framboði,
sagðist vilja horfa á það þannig að
nú væri einstakt tækifæri til að
horfa á landbúnaðarkerfið alveg
frá grunni. Spyrja þyrfti þeirrar
grunnspurningar hvort við vildum
íslenskan landbúnað eða ekki. Ef
að svarið væri já þyrfti að útfæra
kerfi sem sátt væri um. Það væri hins
vegar ekki þannig að landbúnaðurinn
væri staðnaður. Benti Kolbeinn á
að stuðningur við landbúnað sem
hlutfall af vergri landsframleiðslu
hefði minnkað úr 5% árið 1986
niður í 1,2% eins og hann er í dag.
Nú sé búið að festa í lög ákvæði
um endurskoðun og vinna þyrfti
út frá þeirri staðreynd. Taldi hann
möguleika landbúnaðarins mikla og
framundan væru spennandi tímar
þar sem meðal annars ætti að hafa
hugtökin sjálfbærni og nýsköpun að
leiðarljósi. /TB
Tilvonandi alþingismenn ræða landbúnaðarmál:
Einstakt tækifæri til að endurskoða
landbúnaðarkerfið frá grunni