Bændablaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 06.10.2016, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 Fréttir Matvælastofnun vekur athygli á breytingar reglugerð nr. 748/2016 á reglu- gerð nr. 916/2012 um merkingar búfjár sem tók gildi 19. ágúst sl. Í reglugerðinni er gerð breyting á 6. gr. sem fjallar um merkingar nautgripa. Hér eftir er tekin upp skylda að merkja alla kálfa, einnig þá sem slátrað er innan 20 daga, með forprentuðu plötumerki í bæðu eyru. Ekki er lengur leyfilegt að auðkenna þá með númer móður, sem var gefið upp við slátrun. Kálfurinn þarf að vera merktur með viðurkenndu plötumerki áður en hann er fluttur frá búinu í sláturhús. Í öðru lagi eru gerðar breytingar á merkingarreglu- gerðinni til að styrkja fram- kvæmd á einstaklingsmerk- ingum búfjár og þá sérstaklega hvað varðar örmerkingu hrossa. Þannig er sett inn ákvæði um að ömerki skulu viðurkennd af Matvælastofnun og að söluað- ilar megi aðeins selja örmerki í hross til aðila sem hafi leyfi til örmerkinga hrossa. Þá skulu allir umráðamenn búfjár og söluaðilar viður- kenndra merkja fyrir búfé vera skráðir í MARK, sem er mið- lægt tölvukerfi sem heldur utan um merkingar búfjár, en MARK fluttist yfir til Matvælastofnunar um síðustu áramót þegar stjórn- sýsluverkefni voru flutt frá Bændasamtökum Íslands. Að síðustu bætist við nýtt ákvæði um að í MARK skuli skrá pöntun og sölu einstak- lingsmerkja til umráðamanna búfjár og viðurkenndra merk- ingarmanna og upplýsingar um einstalingsnúmer keyptra merkja. Breytingin á reglugerðinni varðandi merkingu kálfa sem kemur til að kröfu ESA, eftir- litsstofnunar ESB, um að allir nautgripir verði að vera einstak- lingsmerktir þegar þeir koma til slátrunar. Matvælastofnun er ljóst að breyting sem þessi þarfn- ast undirbúnings og mun taka til- lit til þess við eftirlit. Bændur eru þó hvattir til að bregðast skjótt við og merkja sína kálfa sam- kvæmt reglugerðinni. Ef bændur eru óvissir um framkvæmdina eru þeir hvattir til að leita sér ráð- gjafar m.a. hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. /jbl ...frá heilbrigði til hollustu Breytingar reglugerð um merkingar búfjár: Merkja skal alla kálfa Kattafló fannst á ketti á Suðurlandi fyrir skömmu en það er fyrsta staðfesta greining á þeirri óværu utan höfuðborgar- svæðisins. Kattaflóin er nýr landnemi sem greindist fyrst hér á landi sl. vetur. Kattafló getur valdið bæði dýrum og mönnum miklum óþægindum og jafnvel veikindum. Dýralæknir hjá Dýralækna- þjónustu Suðurlands tilkynnti Matvælastofnun í síðustu viku um grun um kattafló á köttum á býli í Flóanum. Flær voru send- ar til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum sem staðfesti að um kattafló væri að ræða. Matvælastofnun rannsakar nú hvernig flóin getur hafa borist á býlið og hvort hún leynist á kött- um eða hundum sem tengjast býl- inu. Jafnframt er í undirbúningi samræmd meðhöndlun á dýrum á býlinu sem flóin greindist á og tengdum heimilum. Stefna Matvælastofnunar er áfram að uppræta óværuna og hindra að hún nái fótfestu hér á landi. Því er mikilvægt að katta- og hundaeigendur sem og dýralæknar verði vel á varð- bergi og sendi Matvælastofnun tilkynningu ef grunur leikur á um flóasmit. Flóin er það stór að auðvelt er að sjá hana með berum augum, en hún hreyfir sig hratt og því getur verið erfitt að koma auga á hana á dýrum með þéttan eða dökkan feld. Oft er auðveldara að sjá saur flónna en hann minnir helst á sandkorn í feldinum. Kláði getur verið mismikill og hjá sumum dýrum alls ekki áberandi. Önnur dýr geta sýnt ofnæmisviðbrögð við flóabitunum og fá sár og skorpur í húðina sem svo geta sýkst og einkennin líkjast þá exemi eða húðsýkingu. Góð leið til að skoða hvort dýrið sé smitað af flóm er að láta það standa á hvítu laki og nota t.d. lúsakamb og kemba í gegnum feldinn. Kattafló (Ctenocephalides felis) getur lifað á og fjölgað sér bæði í hundum og köttum, nokkuð sem fuglafló getur ekki. Einnig geta gæludýrin, þrátt fyrir meðhöndlun, endurtekið smitast aftur frá innanhúss umhverfi ef það er ekki þrifið gaumgæfilega samtímis meðhöndluninni. Hafa skal samband við dýra- lækni ef dýraeigandi telur líkur á því að dýr sitt sé smitað. Lítið er um fuglafló á þessum árstíma og því töluverðar líkur á að kattafló sé á ferðinni ef flær finnast á hundum og köttum. Ekki skal fara með dýrið á dýralæknastofu nema að höfðu samráði við dýra- lækni fyrst til að fyrirbyggja frekari útbreiðslu. Einnig ræður Matvælastofnun fólki frá því að nota efni eða vörur (svo sem flóaólar) sem markaðssettar eru gegn fló, á dýrin og umhverfi þeirra, nema að höfðu samráði við dýralækni. Kattafló greinist á Suðurlandi Gísli sýnir Ólöfu Jósefsdóttur, framkvæmdastjóra Moltu ehf., ýmsar trjáplöntur sem fengið hafa moltu í nesti og aðrar moltulausar til samanburðar. Reyniviðarplantan sem Gísli heldur á til vinstri er í moltublöndu og er áberandi dökkgræn og hraustleg. Myndir / Pétur Halldórsson Áhugaverðar tilraunir með moltu: Ungar plöntur verða mun hraustlegri og vaxa betur í moltublandaðri mold Molta úr jarðgerðarstöð Moltu ehf. í Eyjafjarðarsveit lofar góðu við trjáplönturækt hjá Sólskógum í Eyjafirði. Birkiplöntur sem settar voru í moltublandaða mold sýna t.d. minni merki um birkiryð en jafngamlar plöntur í hefðbundinni mold. Katrín Ásgrímsdóttir og Gísli Guðmundsson, eigendur Sólskóga, voru í sumar með til sölu moltu frá Moltu ehf. og voru viðtökur viðskiptavina góðar. Þau gerðu, að því er fram kemur á vef Skógræktarinnar, óformlegar til- raunir með moltuna og segja hana lofa góðu. Ýmsar trjá- og blóm- plöntur hafa verið settar í jarðveg sem mismunandi mikið hefur verið blandaður moltu, jafnvel í hreina moltu eða moltu með fimmtungs- blöndu af sandi. Tvenns konar molta framleidd Molta ehf. framleiðir aðallega tvenns konar moltu, svokallaða kraftmoltu sem er unnin úr ýmiss konar lífrænum úrgangi, þar á meðal kjöt- og fiskúrgangi, en einnig safnhaugamoltu sem ein- göngu er unnin úr gróðurleifum, garðaúrgangi frá heimilum, stofn- unum og fyrirtækjum. Katrín og Gísli gerðu tilraun með þá moltu á liðnu sumri.Kraftmoltan hentar hins vegar mjög vel á grasflatir og sem yfirlag í blómabeð til að mynda næringarforða og bægja frá illgresi sem á erfitt með að spíra í moltunni. Verða stinnari og hraustlegri Niðurstöður þessara óform- legu tilrauna eru á þann veg að í moltublandaðri mold verði ungar trjáplöntur að gerðarlegri trjám. Hæðarvöxtur verður gjarnan minni enda minna nitur í moltunni en í tilbúnum áburði. Trén greina sig hins vegar meira, eru stinnari og hraustlegri að öllu leyti en sambæri- leg tré í hefðbundnum jarðvegi sem fengið hafa tilbúinn áburð. Ekki síst er blaðlitur þeirra dekkri og blöðin virðast þykkri og stinnari. Tilraunirnar eru að því er fram kemur ekki vísindalegar enn sem komið er en Katrín og Gísli hafa áhuga fyrir að setja upp marktækari tilraunir, til dæmis í samstarfi við Skógræktina og Moltu ehf. Rætt er um að kanna yfirvetrun trjáa í moltu í vetur, jafnvel sáningu í plöntu- bakka með moltublöndu og fleira. /MÞÞ Birkiplantan sem er næst á myndinni hefur ekki fengið moltu heldur tilbúinn áburð. Á henni er birkiryð farið að láta á sér kræla en ekki vottar fyrir því á plöntunum sem standa í moltublandaðri mold. Í reitum Sólskóga má m.a. sjá hraustlegan „Hrym“ sem umpottað hefur verið í moltublandaða mold. en varð aftur græn á fáeinum dögum þegar henni var umpottað í moltublöndu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.