Bændablaðið - 06.10.2016, Page 26

Bændablaðið - 06.10.2016, Page 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 Ný Gljúfurárrétt er bylting Glæný Gljúfurárrétt hefur verið tekin í notkun í Grýtubakkahreppi. Fjölmenni mætti þegar þar var réttað í fyrsta sinn á dögunum. Vel hafði smalast þrátt fyrir mis- jafnt veður, að því er Þórarinn Ingi Pétursson fjallskilastjóri segir við vef sveitarfélagsins. Um 7 til 8 þús- und fjár var í réttinni. Mikið sjálfboðaliðastarf Áður en réttarstörfin sjálf hófust var stutt vígsluathöfn. Sveitarstjóri lagði áherslu á mikilvægi sauðfjárbúskapar fyrir sveitarfélagið sem og landið og færði landbúnaðarnefnd og sauðfjár- bændum þakkir fyrir gríðarlegt sjálf- boðaliðastarf við byggingu réttar- innar. Einnig færði hann Guðmundi Björnssyni í Fagrabæ viðurkenningu fyrir frábært starf, en hann teiknaði réttina og stýrði byggingarfram- kvæmdum frá upphafi til enda. Inga Siglaugsdóttir gaf fánastöng til minningar um sr. Pétur Þórarinsson í Laufási og við athöfnina drógu börn þeirra hjóna, Þórarinn, Jón Helgi og Heiða, íslenska fánann að húni. Stöngin stendur á voldugum steini í miðjum almenningnum. Sr. Bolli Pétur Bollason flutti blessunarorð og bað að gæfa fylgdi starfi bænda til framtíðar og réttin yrði þeim notadrjúg. Einnig minntist hann gömlu réttarinn- ar með þakklæti og þeirrar sögu sem hún geymir. Viðstaddir sungu saman „Vel er mætt til vina- fundar“ og „Blessuð sértu sveitin mín“ og var þetta afar hátíðleg og jákvæð samvera. Góð vinnuaðstaða Réttin reyndist alveg ljómandi vel og er aðstaðan mikil bylting fyrir bæði fólk og fé. Vel fer um féð í safnhólfinu og fín vinnu- aðstaða er í og við réttina til að sinna réttar- störfum. Mjög góð aðkoma er að réttinni og næg bílastæði. Réttin er glæsilegt mannvirki og byggð af metnaði og framsýni. Hún er áber- andi í sínu umhverfi og mun verða staðarprýði til lengri tíma. Sveitarfélagið greiddi fyrir efni og aðkeypta aðstoð, en sauðfjár- bændur og þeirra lið vann ötullega að byggingunni og reis hún fullbúin á undraskömmum tíma. Útlagður kostnaður er töluvert undir áætlun og má hrósa bændum alveg sérstak- lega fyrir glæsilegt verk, segir í frétt á vefsíðu sveitarfélagsins. /MÞÞ Féð rennur inn í hina glænýju Gljúfurárrétt í Grýtubakkahreppi sem þykir hið besta mannvirki. Myndir / Þorsteinn Friðriksson / Innfelld loftmyndin / Hjalti Pálsson Flosi Kristinsson í Höfða. Þorkell Pálsson í Höfða. Það getur verið gott að hjálpast að við vandasamt verk. Fjölmenni mætti þegar þar var réttað í fyrsta sinn á dögunum, en áður en réttarstörf hófust var stutt vígsluathöfn. Sr. Bolli Pétur afhenti Guðmundi Björnssyni í Fagrabæ viðurkenningu. Það var mikið fjör í sumum lömbununum. Mynd / Frímann Kristjánsson Inga Siglaugsdóttir gaf fánastöng til minningar um sr. Pétur Þórar- insson í Laufási og við athöfnina drógu börn þeirra hjóna, Þórar- inn, Jón Helgi og Heiða, íslenska fánann að húni. Björn Ingólfsson, fyrr verandi skólastjóri, lé t sig ekki vanta í Gljúfurárrétt. Þórarinn Ingi Pétursson var fjallskila- stjóri í Gljúfurárrétt.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.