Bændablaðið - 06.10.2016, Síða 43

Bændablaðið - 06.10.2016, Síða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 mætti hefðbundinn sláturhúsa- og kjötvinnsluilm. Þá var strax í upphafi lögð mikil áhersla á nýtingu og því er t.d. mun minni notkun á vatni í þessu sláturhúsi en gerist og gengur. Eins er mikil áhersla lögð á vinnuverndina og er t.d. vinnudagurinn að jafnaði ekki lengri en 7,4 vinnustundir og ekki unnið um helgar. Yfirvinna er afar fátíð en gerist þó á álagstímum en að sögn forsvarsmanna félagsins er það afar fátítt að starfsmenn fari yfir 40 vinnustundir á viku. Slátra rúmlega 4.500 gripum á viku Að jafnaði nemur slátrunin um 950 gripum á dag en metið er þó um 1100 gripir á einni dagvakt en þá urðu slátrararnir að vera eina yfir- vinnustund í vinnunni, eitthvað sem þeir vilja helst ekki! Í sláturhúsinu er í dag slátrað á einni vakt og er slátrunin samtengd við svokallaða keyrsludeild þannig að enginn naut- gripur á að þurfa að bíða of lengi í biðfjósinu. Gripaflutningabílarnir koma því jafnt og þétt frá morgni og fram undir hádegi og er slátrað svo til jafn óðum af bílunum. Svo þetta kerfi gangi vel upp er mikilvægt að góð stjórn sé á hlutunum og sér full- komið tölvukerfi um það. Lifandi vigtun, þjónusta fyrir bændur Þegar gripirnir koma inn í biðfjós- ið fara þeir um sérstaka griparennu og geta þrír sláturbílar tæmt á sama tíma. Gripirnir eru leiddir í hóp á sérstaka vigt og er lífþungi þeirra skráður þar ásamt því að eyrnamerk- in eru skönnuð. Þess má geta að allir nautgripir í Danmörku eru með raf- ræn merki í dag. Þegar þetta er gert er meðal líf- þungi reiknaður út fyrir viðkomandi hóp og fær bóndinn þær upplýsingar með sláturupplýsingunum og getur þá nýtt þær upplýsingar í sínum rekstri s.s. við gerð fóðrunaráætl- unar og þ.h. Þessar upplýsingar fara einnig inn í miðlægan gagna- grunn dönsku bændasamtakanna hjá SEGES og eru þar nýttar með margs konar hætti. Bæði Halal og hefðbundin aflífun Þegar gripirnir koma úr biðfjósinu ganga þeir að aflífunarklefunum, sem eru tveir, og geta þeir hvergi séð inn í sláturhúsið en það er gert af virðingu fyrir skepnunum og er einnig krafa Halal-slátrunar. Sláturhúsið getur nefnilega slátr- að bæði með hefðbundnum hætti og Halal, eftir því hver þörfin er. Stundum er óskað sérstaklega eftir Halal-vottuðu kjöti og er þá slátrað upp í slíka ósk en slíkt kjöt er aldrei selt sem „ekki Halal“. Sé Halal- slátrun framkvæmd mun allt kjöt af viðkomandi grip merkjast með Halal-merki enda eru til trúarhópar kristinna manna sem líta á Halal- vottað kjöt sem óhreint. Það skiptir því Danish Crown miklu máli að geta rakið hvern kjöt- bita frá slátrun og út í kjötbakkann. Eini munurinn við slátrunina, þ.e. á Halal og hefðbundinni slátrun, er að í stað þess að nota boltaloftbyssu til þess að svipta gripinn vitund er notuð plötu-loftbyssa til þess. Hugmyndin með muninum er að ef ekki kæmi til blóðgunar þá gæti gripurinn aftur komið til meðvitundar en um slíkt er afar sjaldan að ræða þegar notuð er boltabyssa. Gripurinn er svo blóðg- aður með nákvæmlega sama hætti, óháð því hvor aðferðin var notuð til þess að svipta meðvitund. Sá sem sér um blóðgunina í Halal-slátruninni þarf þó að vera sérstaklega trúarlega vottaður til slíks verks en sá aðili sér almennt um alla blóðgun hjá slátur- húsinu svo ekki er verið að skipta um fólk við verkið eftir því hvaða grip eigi að slátra. Nýta „allt“ Allt ferlið frá aflífun til kælingar er að heita má hefðbundið í þessu slát- urhúsi en athygli vekur hve vel er hugað að nýtni á öllu því sem til fell- ur. T.d. fóru einungis 8 tonn af slátur- úrgangi til eyðingar í þarsíðustu viku en fyrst og fremst var um að ræða mænu og heila eldri kúa sem ekki má nýta vegna reglna um kúariðu. Svo til allt annað af skepnunni er nýtt. Húðirnar eru sútaðar í eigin verksmiðju Danish Crown, lappirnar fara til Þýskalands í sérstaka verk- smiðju sem býr til áburð. Hausarnir fara í sérstaka matvælavinnslu í Mið- Austurlöndum, tungurnar fluttar út til Japan, allt magainnihald og hluti innyfla fer til hauggasframleiðslu, fjórmaginn seldur til matargerðar í Asíu og svo mætti lengi telja. Margt af þeirri sérvöru sem verður til á vegum Danish Crown er unnið í sérstakri vinnslustöð félagsins í Søndre Felding en sumt er selt beint til annarra vinnsluaðila. Mikil áhersla er þó lögð á að vinna sem mest í Holsted og verður fjallað um þann hluta starfseminnar í næsta blaði. Snorri Sigurðsson sns@seges.dk Ráðgjafi hjá SEGES P/S Danmörku Hjólabúnaður Þrýstibremsur Nefhjól Læsanlegir og einfaldir beislisendar Ljós og ljósabúnaður Bremsuborðar Hjólalegur Hjólnöf Bremsubarkar Samhliða innflutningi okkar á Indespension kerrum erum við með varahluti og hluti til kerrusmíða fyrir flestar kerrugerðir, t.d. Indespension, Ifor Williams o.fl. Eigum á lager mikið úrval varahluta í helstu gerðir bremsu og hjólabúnaðar fyrir Alko og Knott. Bjóðum einnig sérpantanir. Nálægð við birgja okkar í Bretlandi tryggir skamman afgreiðslufrest á sérpöntunum. Kerruvarahlutir á góðu verði Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda ferilskrá ásamt mynd á Bjorn Csaba Erdei, rekstrarstjóra, á netfangið bjorn@thrastalundur.is Bifreiðaverkstæði á einum besta stað á höfuðborgar- svæðinu til sölu. Um er að ræða einstaklega traust og farsælt verkstæði sem rekið hefur verið af sömu eigendum við góðan orðstýr síðan 1999. Stutt í allar helstu varahlutaverslanir Reksturinn er á 400 fm gólfflöt með þremur innkeyrslu- hurðum. Helmingur hússins er í sanngjarni leigu en hinn helmingur í eigu verkstæðis. Því stendur til boða að halda leigubilinu eða reka verkstæðið einungis í 200 fm. Í þeim hluta er auk þess 100 fm milliloft, þar sem búið er að innrétta 70fm íbúð. Með fyrirtækinu fylgja öll nauðsynleg tæki og tól. Hentar vel til sameiningar og stækkunar Vegna sérstakra aðstæðna er um einstök kaup að ræða. Verð á rekstri: 21.000.000 kr. Verð á húsnæði (ca. 300 fm.): 59.000.000 kr. Ef þið eruð réttu aðilarnir látið þá vita af ykkur í síma 862 5008 BIFREIÐAVERKSTÆÐI TIL SÖLU Mynd / SS Mynd / Danish Crown Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.