Bændablaðið - 06.10.2016, Qupperneq 46

Bændablaðið - 06.10.2016, Qupperneq 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 2016 Í sumarfríinu mínu tók ég að mér fyrir kunningja minn í Englandi að keyra bíl fyrir hann og 10 vini hans hringinn í kringum landið á bíl með farangur og varahluti. Eftir smá umhugsun valdi ég nýjan fjórhjóladrifinn Volkswagen Caravelle eftir ráðgjöf frá vini sem á svona bíl og ferðast mikið við starf sitt sem pípulagninga- maður og lætur vel af sínum VW Caravelle, oft yfirhlöðnum af verk- færum og rörbútum í langkeyrsl- um. Caravelle stóðst allar kröfurnar sem gerðar voru til bílsins Það sem bíllinn þurfti að geta var að bera nauðsynlegan útbúnað fyrir mótorhjólafólk í langferð, farangurstöskur fyrir 12, ásamt varahlutum og verkfærum. Einnig að geta tekið mótorhjól inn í bílinn ef hjól bilaði. Bíllinn þurfti líka að komast suma seinfarna fjallvegi og yfir nokkrar lækjarsprænur á fyrirhuguðum vegum. Eftir að hafa tekið sæti fyrir 5 úr bílnum var lagt upp í 3.300 km hring um landið. Framan af var bara malbik, en þegar komið var á Norðausturland var byrjað á malarvegum, bröttum og hlykkjótt- um fjallvegum. Þetta leysti bíllinn vel með ágætis fjöðrun og kraft- mikilli vél. Sem dæmi þá prófaði ég nokkrum sinnum að bæta við hraðann upp bröttustu brekkurnar og engin var sú brekka sem bíllinn bætti ekki við hraða í þessum til- raunum mínum. Beygjuradíusinn er góður, 13,2 metrar sem hent- aði vel í kröppustu beygjunum á hlykkjóttustu fjallvegunum. Þægilegur í akstri, en mætti vera hærri Að keyra bílinn á malbiki er mjög gott og ekki ósvipað og hvern annan fólksbíl, rann nánast hljóð- laust eftir veginum. Þrátt fyrir að vera töluvert hlaðinn var hann fljótur að ná hraða þegar þurfti að taka fram úr hægfara bílum. Á malarvegum heyrðist örlítið steinahljóð undir bílnum miðjum þegar steinar spýttust upp undir bílinn, en mottan sem er á gólfinu er einangruð sem dempar hljóðið verulega. Fjöðrunin er góð, en það eina sem ég taldi mig þurfa að varast á vondum malarvegum var að höggva ekki hliðarnar í 17 tommu dekkjunum á hvössum steinum á sumum vegunum. Persónulega myndi ég vilja að bíllinn væri á 16 tommu felgum með belgmeiri dekkjum, en það er ekki hægt vegna stærðar bremsudælanna. Til er lausn á þessu sem er auðveld og kostar ekki mikið. Það er að setja tommu klossa undir gormana til að hækka bílinn sem gerir manni kleift að stækka dekkin undir bíln- um um tvö númer og fá þannig betri fjöðrun út úr dekkjunum og hærri bíl sem hentar betur á veg- slóðum og í snjó. Eyðsla lítil miðað við kraft vélarinnar Bíllinn er með ýmsum aukabún- aði sem er orðið í flestum bílum samanber stöðugleikastýringu, aukamiðstöð í farþegarými, USB, AUX og SD kortarauf og fleira. Bíllinn sem ég ók var grunnút- gáfa af VW Caravelle, beinskiptur með 2,0 l dísilvél sem skilar 150 hestöflum. Samkvæmt aksturstölvunni var ég oftast að eyða á bilinu 7,2 lítrum á hundraðið og upp í 7,9 lítra, en uppgefin eyðsla samkvæmt bæk- lingi er 6,5 lítrar á hundraðið. Það sem ég fann að bílnum var að ljósin þurfti ég að kveikja til að fá afturljós á bílinn svo að ég væri löglegur í umferð. Þá hefðu mátt vera fleiri 12 volta tengi í bíl sem ætlaður er fyrir marga farþega, sem allir eru með síma og fleira sem þarfnast rafhleðslu. Á drullugum malarvegi varð bíllinn eitt drullusvað, en mér fannst koma aðeins of mikil drulla inn fyrir gúmmílistana í hurðar- fölsunum miðað við marga aðra bíla. Grunnverðið á bílnum er 7.290.000, en með smá viðbótar- pening til að hækka bílinn, en núverandi lægsti punktur er 20,2 sentímetrar, örlítið með stærri dekkjum væri maður kominn á fínan 9 manna bíl sem hentar vel bæði í snjó og á fjallvegum. Vélabásinn liklegur@internet.is Hjörtur L. Jónsson Fullhlaðinn með þungt mótorhjól, samt góður kraftur. 17 tommu dekkin eru með of lágan belg fyrir grýtta malarvegi, en auðvelt að breyta. Útsýni er gott úr bílnum og gott aðgengi bæði að aftan og um hliðarhurð. Eftir þessa drullu þurfti líka að þvo öll hurðarföls. Hæð 1.990 mm Breidd 2.297 mm Lengd 5.406mm Helstu mál og upplýsingar Myndir / HLJ Bændablaðið Kemur næst út 20. október

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.