Bændablaðið - 06.10.2016, Qupperneq 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. október 201650
Lesendabás
Staðan í dag er þannig að það
fer allt of mikil orka og athygli í
stagl milli þeirra sem vilja engu
breyta og þeirra sem vilja öllu
breyta.
Til þess að sjá tækifærin sem
blasa við okkur þurfum við að
staldra við, taka skref aftur á
bak, og beina orkunni í að hugsa
íslenskan landbúnað inn í fram-
tíðina.
Tækifæri
Áhugi á Íslandi er gríðarmikill
um þessar mundir. Um sveit-
irnar keyra hundruð þúsunda
forvitinna, erlendra ferðamanna
sem ólmir vilja kynna sér og kaupa
íslenskar vörur. Í mínum huga er
alveg kýrskýrt að ferðamenn eru
alveg jafn mikilvægir neytendur
íslenskra landbúnaðarafurða og
við Íslendingar, þeir eru meira að
segja mun fleiri.
Í þessu felast tækifæri til
nýsköpunar í innlendri markaðs-
setningu og sóknarfæri í alþjóð-
legri markaðssetningu og vöruþró-
un sem við eigum að grípa.
Ferðamenn eru neytendur
sem við verðum að kynna fyrir
afurðunum okkar með það að
markmiði að þeir neyti þeirra líka
þegar þeir fara aftur heim til sín.
Við eigum að markaðssetja
afurðirnar okkar með þetta í huga
og beina þeim til ferðamanna og
inn á erlenda gæðamarkaði. Við
eigum að hugsa stórt! Hvenær
hafa viðlíka tækifæri blasað við
íslenskum landbúnaði? Sennilega
aldrei.
Aukið frelsi
Til þess að auðvelda bændum að
nýta þessi sóknarfæri verður að
einfalda kerfið, einfalda reglu-
verkið og auka frelsi bænda til
að bregðast við eftirspurn. Það
á t.d. að vera sjálfsagt að geta
selt ferðamönnum afurðir beint
frá býli og kerfið á að styðja við
þá bændur, sem hafa áhuga á
lífrænni ræktun, að breyta yfir í
lífræna framleiðslu.
Við eigum að auka frelsi
bænda til athafna. Með auknu
athafnafrelsi, bættu aðgengi að
erlendum mörkuðum, einföldun
stuðningskerfisins og regluverki
sem styður nýsköpun skapast
aðstæður til að grípa þessi tæki-
færi og blása til nýrrar sóknar í
landbúnaði. Og fyrir þessu talar
Viðreisn.
Óbilandi trú
Virk samkeppni er lykilforsenda
þess að atvinnugreinar þróist og
dafni. Landbúnaður er þar engin
undantekning.
Markviss lækkun innflutnings-
hindrana – í áföngum – er skyn-
samlegasta leiðin að því marki,
en aðstæður til að ráðast í slíkar
breytingar hafa sennilega aldrei
verið hagstæðari.
Íslenskar landbúnaðarvörur
eru hágæðavörur og kemur því
ekki á óvart að rannsóknir, m.a. á
neyslu grænmetis, sýna að fólk er
tilbúið að greiða hærra verð fyrir
innlenda framleiðslu. Það er til
marks um óbilandi trú og metnað
fyrir hönd íslensks landbúnaðar að
vilja skapa honum umhverfi til að
grípa tækifæri 21. aldarinnar.
Við í Viðreisn höfum metnað og
kjark til að nýta þær kjöraðstæð-
ur sem skapast hafa til að ráðast
í nauðsynlegt umbótastarf öllum
til heilla. Við getum gert betur og
tækifærin eru núna – grípum þau!
Jóna Sólveig Elínardóttir,
bóndadóttir úr Mýrdal,
varaformaður Viðreisnar
og oddviti flokksins í
Suðurkjördæmi.
Jóna Sólveig Elínardóttir.
Framtíðin í okkar höndum
Hér verður sjónum beint að
framtíðinni og þeim áskorunum
og tækifærum sem landbúnaður-
inn og byggð í sveitum landsins
stendur frammi fyrir. Framtíðin
er í okkar höndum, eins og ævin-
lega, og á flestan hátt uppbyggi-
legra að ræða um hana og annað
það sem við getum haft áhrif á en
hið liðna sem ekki verður breytt.
Engu að síður skiptir máli að
greina stöðuna eins og hún er
hverju sinni, læra af mistökum
og byggja sóknina til framtíðar
á vitund um veikleika, styrkleika
og tækifæri. Höfundur fær ekki
séð að gefa megi núverandi rík-
isstjórn nema í mesta lagi slaka
meðaleinkunn þegar kemur að
frammistöðu í málefnum land-
búnaðarins og landsbyggðarinn-
ar almennt undangengin þrjú ár.
Stendur þar upp úr hvernig sam-
göngumálin hafa verið vanrækt,
sóknaráætlanir landshlutanna
skornar niður við trog og almennt
hugað lítið að innviðunum. Við
bætist umdeildur búvörusamn-
ingur og við hann hengdur sýnu
hættulegri tollasamningur við ESB
sem afgreiddir voru á dögunum.
Með þeim breytingum sem gerð-
ar voru á rammanum um búvöru-
samninginn í meðförum Alþingis,
og við Vinstri græn lögðum okkar
af mörkum til, tókst að tryggja
afgreiðslu hans sem var betri kostur
en að hann dagaði uppi með til-
heyrandi óvissu. Tollasamningnum
hefði verið ráðlegra að fresta,
bæði vegna innihaldsins og einnig
sökum þess að undirbúningi undir
framkvæmd hans, þannig að inn-
lendir hagsmunir verði sem best
tryggðir, var mjög ábótavant.
Notum tímann vel
Tímann fram að árinu 2019, þegar
hin styrktu endurskoðunarákvæði
búvörusamningsins verða virk,
þarf að nota vel. Í því ferli og
víðtæku samráði, sumir tala um
þjóðarsamtal, um stöðu og hlutverk
landbúnaðarins geta falist tækifæri
til nýrrar sóknar. Sú sókn þarf að
byggja á metnaðarfullri framtíðar-
sýn fyrir hönd landbúnaðarins.
Samtalið þarf að skila greininni
sterkari stöðu í vitund þjóðarinnar
og breiðari pólitískum stuðningi
en nú er til staðar. Í slíka niður-
stöðu er nægur efniviður ef rétt er
á málum haldið. Meðal þess sem
þarf að ræða, fjalla um og fræða
um er eftirfarandi:
1. Hið mikilvæga hlutverk sem
innlend matvælaframleiðsla
og matvælaiðnaður á að leika
og þarf að leika í að tryggja
fæðuöryggi landsmanna,
hollustu og heilnæmi. Á ein-
hvern undarlegan hátt er eins
og staðreyndir um lágmarks
lyfjanotkun, fátíðar sýkingar,
viðurkennd gæði framleiðsl-
unnar og þar fram eftir götun-
um gagnist landbúnaðinum lítt
í þjóðamálaumræðunni. Hvers
vegna er svo oft litið með öllu
framhjá þessum mikilvægu
þáttum?
2. Innlend matvælaframleiðsla
getur leikið lykilhlutverk í
umhverfismálum og glímunni
við loftslagsbreytingar, enda
verði stuðlað með öllum til-
tækum ráðum að sjálfbærri
þróun innan greinarinnar.
Hlutir eins og orkuskipti í
landbúnaði, kolefnisbinding
með skógrækt, landgræðslu
og endurheimt votlendis geta
orðið umtalsverður hluti af
aðgerðum Íslands til að upp-
fylla markmið sín um minni
losun og/eða bindingu kolefn-
is. Eitt er augljóst og auðút-
skýrt: Matvæli framleidd hér
og sem mest úr innlendum
aðföngum, þarf ekki að flytja
milli heimshluta með til-
heyrandi losun gróðurhúsa-
lofttegunda og öðru álagi á
umhverfið.
3. Mikilvægi landbúnaðarins og
byggðanna vítt og breitt um
landið fyrir mestu vaxtargrein
okkar daga, ferðaþjónustuna.
Landbúnaðurinn, sveitirnar og
ferðaþjónustan, reyndar mat-
vælagreinin öll og ferðaþjón-
ustan, geta snúið miklu betur
bökum saman. Ef gera á meira
en tala um að dreifa vaxandi
ferðamannafjölda betur um
landið og jafna út álaginu, þarf
til þess byggð, fólk, innviði,
mat, menningu o.s.frv.
4. Auka þarf meðvitund um
að landbúnaðurinn er ekki
aðeins innlend framleiðslu-
grein, heldur einnig útflutn-
ings- og samkeppnisgrein.
Gjaldeyristekjur vegna beins
útflutnings greina sem flokkast
til landbúnaðar eru af svipaðri
stærðargráðu og ríkisframlag-
ið samkvæmt búvörusamning-
um. Óbeinar gjaldeyristekjur
eru umtalsverð upphæð, þ.e.
framlag landbúnaðarins sem
samkeppnisgreinar í þeim
skilningi að án framleiðsl-
unnar væri viðkomandi vara
flutt inn og eytt til þess gjald-
eyri. Almennt er þjóðhagslegt
mikilvægi samkeppnisgreina,
verðmætasköpun og störf, vel
viðurkennt. Hvers vegna skyldi
það ekki einnig vera þegar
landbúnaðurinn á í hlut?
5. Loks má ekki vanrækja að
halda fram hefðbundnum
rökum um gildi landbúnaðar-
ins og byggðar í sveitum þegar
kemur að menningararfinum.
Íslandi eins og þjóðin þekkir
það, og ég fullyrði, vill almennt
hafa það. Ísland á nóg af eyði-
byggðum nú þegar og engin
þörf á að bæta í það safn, en
með hverri byggð sem leggst
af glatast varanlega gríðarlega
efnisleg og óefnisleg verðmæti.
En auðvitað er forsenda þessa alls
að við sköpum góð nútímaleg skil-
yrði og tryggjum viðunandi lífskjör
til handa því unga fólki sem sannan-
lega vill byggja sveitir landsins séu
þessi skilyrði til staðar.
Steingrímur J. Sigfússon
Höfundur er fyrrverandi ráð-
herra landbúnaðarmála í
nokkur skipti og skipar 1.
sætið á lista Vinstri grænna í
Norðausturkjördæmi.
Landbúnaður 21.
aldarinnar
Steingrímur J. Sigfússon.
Hönnun
Umbrot
Myndvinnsla
Öll almenn prentþjónusta
895 1133 • ingvi@prentsnid.is