Bændablaðið - 23.03.2017, Page 11

Bændablaðið - 23.03.2017, Page 11
11Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum í liðnum mánuði að sameina grunnskóla sveitarfélagsins undir merkjum Grunnskóla Langanesbyggðar frá og með upphafi næsta skólaárs. Á fundinum var lagt fram minn- isblað þar sem staða skólastarfs á Bakkafirði var reifuð og farið yfir þann vanda sem til er kominn og fyrirsjáanleg fækkun nemenda hefur í för með sér. Á yfirstandandi skólaári eru 7 nemendur í grunnskólanum á Bakkafirði, tveir þeirra í 6. bekk, 1 nemandi í 7. bekk, 2 nemendur í 8. bekk og 2 nemendur í 10. bekk. Á næsta skólaári lítur út fyrir að nem- endur verði að hámarki 5. Styttra fyrir flesta að fara til Þórshafnar Staðan er sú, að því er fram kemur í bókun sveitarstjórnar, að allir nem- endur við Grunnskólann á Bakkafirði nema þrír eiga styttra að sækja skóla til Þórshafnar en Bakkafjarðar. Í minnisblaðinu kemur fram að vandi sé að halda uppi faglegu skólastarfi í svo fámennum skóla. Fræðslunefnd Langanesbyggðar tekur undir það sjónarmið, þ.e. að farsælast sé að sameina skólastofn- anir í sveitarfélaginu í eina þannig að öll börn innan þess sæki skóla á Þórshöfn frá og með næsta hausti. Sveitarstjóra og fræðslunefnd var falið að vinna að umræddri breytingu og öðru því er að málinu snýr. Sveitarstjórn leggur áherslu á að vandað verði til verka og leitað verði eftir fagaðstoð eins og þurfa þykir og að sveitarstjórn verði upplýst mjög reglulega um gang mála. /MÞÞ Agrotron dráttarvélarnar frá DEUTZ-FAHR eru af mörgum taldar einar þær sterkustu og endingarbestu sem völ er á. C-SHIFT útgáfan er þar engin undantekning. Hún er búin rafskiptingu á öllum gírum. Engin eiginleg gírstöng og aldrei þarf að kúpla til þess að skipta um gír. Við eigum til afgreiðslu strax nokkrar 130 ha DEUTZ-FAHR Agrotron 6130.4 C-Shift vélar á sérstöku tilboðsverði. Þessar vélar hafa alveg ótrúlegt afl - með snerpu smærri véla en styrkleika þeirra stærri. Vegna mikillar styrkingar íslensku krónunnar undanfarnar vikur getum við boðið þessar vélar til afgreiðslu strax á alveg ótrúlegu verði. Allar nánari upplýsingar veita sölumenn okkar. DEUTZ-FAHR 6130.4 ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Suðurhrauni 12b - 210 Garðabæ | 545 4600 | Fax 545 4601 | metal@metal.is Langanesbyggð: Grunnskólar sameinaðir í einn næsta haust Þórshöfn á Langanesi. Mynd / HK Dalvíkurbyggð og AFE: Ekki hækkun Byggðaráð Dalvíkurbyggðar fjallaði um erindi frá Atvinnu- þróunarfélagi Eyjafjarðar á fundi sínum á dögunum, þess efnis að framlög sveitarfélaga sem standa að atvinnuþróunarfélaginu hækki um 20%. Stjórn Atvinnuþróunarfélagsins mun á aðalfundi þess í apríl leggja til 20% hækkun á framlögum sveitarfélaga og að hún muni gilda afturvirkt frá áramótum. Fram kemur í fundar- gerð Byggðaráðs að framlag Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 yrði þá ríflega 3 milljónir króna, en það var rúmlega 2,5 milljónir árið 2016 og í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár var gert ráð fyrir nokkurn veginn sömu upphæð. Einnig kemur fram að ráðið hafi á því skilning að hækka þurfi framlög sveitarfélaga til AFE vegna uppsafnaðs misgengis launa- og neysluvísitölu undanfarinna ára. „Hækkunin er nokkuð mikil, eða sem nemur 20%, og ekki gert ráð fyrir slíku í fjárhagsáætlun sveitar- félagsins og gildir það sjálfsagt um fleiri sveitarfélög. Finna þarf leið til þess að hækkanir á framlögum sveitarfélaga til AFE verði ákveðn- ar áður en fjárhagsáætlunarvinna sveitarfélaga fer fram að hausti,“ segir í bókun frá fundinum. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.