Bændablaðið - 23.03.2017, Qupperneq 11

Bændablaðið - 23.03.2017, Qupperneq 11
11Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum í liðnum mánuði að sameina grunnskóla sveitarfélagsins undir merkjum Grunnskóla Langanesbyggðar frá og með upphafi næsta skólaárs. Á fundinum var lagt fram minn- isblað þar sem staða skólastarfs á Bakkafirði var reifuð og farið yfir þann vanda sem til er kominn og fyrirsjáanleg fækkun nemenda hefur í för með sér. Á yfirstandandi skólaári eru 7 nemendur í grunnskólanum á Bakkafirði, tveir þeirra í 6. bekk, 1 nemandi í 7. bekk, 2 nemendur í 8. bekk og 2 nemendur í 10. bekk. Á næsta skólaári lítur út fyrir að nem- endur verði að hámarki 5. Styttra fyrir flesta að fara til Þórshafnar Staðan er sú, að því er fram kemur í bókun sveitarstjórnar, að allir nem- endur við Grunnskólann á Bakkafirði nema þrír eiga styttra að sækja skóla til Þórshafnar en Bakkafjarðar. Í minnisblaðinu kemur fram að vandi sé að halda uppi faglegu skólastarfi í svo fámennum skóla. Fræðslunefnd Langanesbyggðar tekur undir það sjónarmið, þ.e. að farsælast sé að sameina skólastofn- anir í sveitarfélaginu í eina þannig að öll börn innan þess sæki skóla á Þórshöfn frá og með næsta hausti. Sveitarstjóra og fræðslunefnd var falið að vinna að umræddri breytingu og öðru því er að málinu snýr. Sveitarstjórn leggur áherslu á að vandað verði til verka og leitað verði eftir fagaðstoð eins og þurfa þykir og að sveitarstjórn verði upplýst mjög reglulega um gang mála. /MÞÞ Agrotron dráttarvélarnar frá DEUTZ-FAHR eru af mörgum taldar einar þær sterkustu og endingarbestu sem völ er á. C-SHIFT útgáfan er þar engin undantekning. Hún er búin rafskiptingu á öllum gírum. Engin eiginleg gírstöng og aldrei þarf að kúpla til þess að skipta um gír. Við eigum til afgreiðslu strax nokkrar 130 ha DEUTZ-FAHR Agrotron 6130.4 C-Shift vélar á sérstöku tilboðsverði. Þessar vélar hafa alveg ótrúlegt afl - með snerpu smærri véla en styrkleika þeirra stærri. Vegna mikillar styrkingar íslensku krónunnar undanfarnar vikur getum við boðið þessar vélar til afgreiðslu strax á alveg ótrúlegu verði. Allar nánari upplýsingar veita sölumenn okkar. DEUTZ-FAHR 6130.4 ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Suðurhrauni 12b - 210 Garðabæ | 545 4600 | Fax 545 4601 | metal@metal.is Langanesbyggð: Grunnskólar sameinaðir í einn næsta haust Þórshöfn á Langanesi. Mynd / HK Dalvíkurbyggð og AFE: Ekki hækkun Byggðaráð Dalvíkurbyggðar fjallaði um erindi frá Atvinnu- þróunarfélagi Eyjafjarðar á fundi sínum á dögunum, þess efnis að framlög sveitarfélaga sem standa að atvinnuþróunarfélaginu hækki um 20%. Stjórn Atvinnuþróunarfélagsins mun á aðalfundi þess í apríl leggja til 20% hækkun á framlögum sveitarfélaga og að hún muni gilda afturvirkt frá áramótum. Fram kemur í fundar- gerð Byggðaráðs að framlag Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017 yrði þá ríflega 3 milljónir króna, en það var rúmlega 2,5 milljónir árið 2016 og í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár var gert ráð fyrir nokkurn veginn sömu upphæð. Einnig kemur fram að ráðið hafi á því skilning að hækka þurfi framlög sveitarfélaga til AFE vegna uppsafnaðs misgengis launa- og neysluvísitölu undanfarinna ára. „Hækkunin er nokkuð mikil, eða sem nemur 20%, og ekki gert ráð fyrir slíku í fjárhagsáætlun sveitar- félagsins og gildir það sjálfsagt um fleiri sveitarfélög. Finna þarf leið til þess að hækkanir á framlögum sveitarfélaga til AFE verði ákveðn- ar áður en fjárhagsáætlunarvinna sveitarfélaga fer fram að hausti,“ segir í bókun frá fundinum. /MÞÞ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.