Bændablaðið - 23.03.2017, Page 54

Bændablaðið - 23.03.2017, Page 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Þegar nýtt merki í bílum er í boði er það fyrir flestum þeim sem á annað borð hafa áhuga á bílum eitthvað nýtt og spennandi sem þarf að skoða. Fyrir um mánuði síðan byrj- aði BL að selja Jaguar bíla. Til að byrja með býður BL upp á fimm tegundir af Jaguar bílum, en mig langaði mest að prófa fjór- hjóladrifna jepplinginn hjá þeim. Jepplingurinn, sem heitir Jaguar F-Pace, er í boði í sautján útfærsl- um, en sá sem ég prófaði var með stærstu dísilvélinni sem í boði er. Sennilega skemmtilegasta og kraftmesta vél sem ég hef prófað Bíllinn sem ég prófaði heitir Jaguar F-Pace R-Sport og er með sex strokka 3,0 dísilvél sem skilar 300 hestöflum og togkrafturinn er 700 Newtonmetrar (Nm). Bíllinn er með aldrifi, átta þrepa sjálf- skiptingu og á viðbragðið úr 0 í 100 km hraða að vera um 6,2 sek. (hámarkshraði sagður vera 241 km, en ég prófaði það ekki). Uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 6,0 lítrar af dísil á hundraðið. Prufubíll er í dýrari kantinum og kostar 10.590.000, hlaðinn þægindum og aukabúnaði s.s. hita í stýri, aukafjarstýringu til að kveikja á hitara í bílnum sem er fljótur að hita upp bílinn. Hægt er að fá fjórar mismun- andi gerðir af Jaguar F-Pace R-Sport með vélar frá 180 hest- öflum upp í 340 hestafla bíl og er verðið frá 8.690.000 upp í 13.090.000. Þægilegur í akstri og rúmgóður, með litla eyðslu miðað við kraft F-Pace er þægilegur að keyra, sæti góð og hægt að stilla á alla vegu með rafmagni. Fótarými mjög mikið bæði í fram- og aftursætum. Farangursrými er mjög stórt (650 lítrar). Bíllinn er fljótur að hitna að innan án þess að setja forhitamið- stöðina á með aukafjarstýringunni, en ef hún er notuð er bíllinn heitur þegar komið er að honum. Það eina sem var að trufla mig við bílinn var að í framrúðunni eru hitaþræðir sem sjást of mikið þegar mjög bjart er, en í staðinn kemur þetta sér vel á morgnana þegar aðrir þurfa að skafa af fram- rúðunni. Ég keyrði bílinn um 220 km og fyrst var tekinn góður hringur innanbæjar og eftir 90 km akstur innanbæjar á meðalhraðanum 42 km var ég að eyða 9,4 lítrum á hundraðið. Næst var það lang- keyrsla upp á 60 km. Þar sem með- alhraðinn var 71 km var eyðslan hjá mér 7,0 lítrar á hundraðið. Fjöðrun og aksturseiginleikar Sé maður á 80 km hraða er kraft- ur vélarinnar svo mikill að þegar tekið er fram úr öðrum bílum á malbikuðum vegum og gjöfin er sett í botn, er maður fljótt kominn á sviptingarhraða. Á malbiki liggur bíllinn vel, svo vel að maður finn- ur varla fyrir hraðanum á bílnum. Margoft stóð ég sjálfan mig að því að hraðamælirinn sýndi tölu sem var hægra megin við 100 þegar ég hélt mig vera á mun minni hraða. Á malarvegi fann maður hvað fjöðrunin er góð og venjulegar holur og mishæðir voru hrein- lega étnar af fjöðrunarkerfinu. Dekkin undir bílnum sem ég próf- aði voru á 19 tommu felgum og prófíll dekkjanna ekki mikill. Góð fjöðrunin setur dekkin í hættu upp á að höggva gat á hliðar dekkj- anna. Hægt er að setja 18 tommu felgur undir bílinn og minnka þar með örlítið hættuna á að höggva í sundur dekk. Lokaniðurstaða er að krafturinn er hættulegur gagnvart ökuskírteininu Mínusarnir eru ekki margir, en það sem var mest að trufla mig voru vírarákirnar í framrúðunni og varadekkið er það sem ég kalla aumingi. Plúsarnir eru fjölmargir, etil dæmis akreinavarinn sem les málaðar línur á veginum (ef þær eru til staðar). Þetta virkar svipað og þegar maður keyrir út í kant þar sem búið er að fræsa ójöfnur í slitlagi. Dráttarkrókurinn er undir bílnum og kemur niður ef ýtt er á takka í farangursrýminu. Það þarf þó að kaupa millistykki til að geta tengt rafmagn í flestar gerðir af kerrum sem hér eru í notkun. Fjarstýringin fyrir hitann inni í bílnum er toppurinn, eitthvað sem ætti að vera í öllum bílum á Íslandi. Eftir að hafa keyrt þennan bíl væri ég alveg til í að eiga svona bíl, en miðað við hversu þungan hægri fót ég hef, held ég að ég yrði fljótur að tapa ökuskírteininu á 300 hestafla bíl. Jaguar F-Pace. Myndir / HLJ VÉLABÁSINN Svolítill sóði við sjálfan sig á drullugum vegum. Óneitanlega ott merki. V 6 3000 dísilvélin fyllir vel allt rými sem í boði er. Varadekkið er það sem ég kalla 18 tommu aumingi. Rafmagnstengillinn er fyrir 13 pinna en estar kerrur eru með 7 pinna tengla og þarf því að vera til millistykki í bílnum. Tvær fjarstýringar, önnur fyrir að hita bílinn áður en maður fer af stað. Á stórum skjánum er m.a. bakkmyndavél, snertiskjár fyrir hljómtæki og . Í boði eru 4 stillingar á krafti, stilling- in lengst til vinstri var hættulega skemmtileg. Þyngd (frá) 1.775 kg Hæð 1.652 mm Breidd 2.175 mm Lengd 4.731 mm Helstu mál og upplýsingar Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.