Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 6

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 6
Fréttir frá stjórn LSS 7. þing L.S.S. var haldið dagana 6. og 7. október s.l., í Félagsheimilinu Festi í Grindavík, mættir fulltrúar aðildarfélaga voru 39. Gestir voru Þórir Hilmarsson, brunamála- stjóri, Jón Bergsson formaður stjórnar B.M.S.R. og Erlendur Halldórsson fyrrverandi yfírumsjónarmaður brunavarna á Islandi. Eftir ávörp gesta hófust þingstörf og stóðu þau til kvölds. Kosið var í fastanefndir þingsins. Formaður las skýrslu stjórnar og gjaldkeri skýrði reikninga sambandsins og voru þeir samþykktir samhljóða. Stjórn L.S.S. hafði samþykkt beiðni 2 félaga um aðild að sambandinu og lágu þær fyrir á þinginu, til staðfestingar. Þingið staðfesti síðan aðild ”Félags slökkviliðsmanna Fáskrúðsfírði “ en frestaði að staðfesta beiðni ”Félags Tæknimanna í Brunamálum “ þar til endurskoðun á lögum sambandsins yrði lokíð. Sunnudaginn 7. okt., hófust þingstörf að nýju og voru álit nefnda lögð fram. Kom fram í ræðum allra nefndarformanna að efla bæri L.S.S. og einnig hin ýmsu aðildarfélög úti á landi. Samþykkt var að hækka aðildargjöldin í krónur 3.000.- á mann í hverju aðildarfélagi. Vonast gjaldkeri sambandsins að auðveldara verði að innheimta aðildargjöldin í framtíðinni, en fjárhagur sambandsins er slæmur eins og fram kemur í skýrslu hans. Kjörnefnd kom með tillögu um stjórn L.S.S. FORMAÐUR: Guðmundur Haraldsson Rvík. VARAFORMAÐUR: Guðmundur Jónsson Rvík. RITARI: Jónas Marteinsson K.flugvelli GJALDKERI: Höskuldur Einarsson Rvík. MEÐSTJÓRN: Ágúst Magnússon Selfossi MEÐSTJÓRN: Þorbjörn Sveinsson Hafnarfírði. FJÁRMÁLARITARI: Ólafur Sigurðsson R.flugvelli VARAMENN: Guðjón Emilsson Flúðum Guðmundur Waage Borgarnesi Gunnar Steinþórss. Isafirði Örn Bergsteinss. Keflavík ENDURSKOÐ: Marinó B.Karlsson R.flugvelli Árni H.Guðmundss. R.flugvelli TIL VARA: Hörður Helgason Grindavík Tillagan í öllum atriðum samþykkt samhljóða og eru þessir menn því kjörnii í stjórn L.S.S. næsta ár. Eftir stjórnarkjör voru ýmis mál ádagskrá, sem betur verður greint frá í næsta blaði, svo og öllu þinginu. Rétt er að taka fram að skipulag og stjórn þingsins var að mestu leyti í höndum aðildarfélagana á Suðurnesjum og voru þingfulltrúar á einu máli um að gestrisni og skipulag þeirra á þinginu hafí verið einstök. Nánar í næsta blaði. jónas Marteinsson. 4 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.