Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 14

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 14
ERLENDUR HALLDORSSON fyrrum yfirumsjónarmaður brunavarna í landinu heiðraður Fyrir nokkru kaus Félag Tæknimanna í brunamálum Erlend Halldórsson, fyrrum yfirumsjónarmann brunavarna í landinu, sinn fyrsta heiðursfélaga. Erlendur er sá maður núlifandi, sem markað hefur stærst spor í auknum og betri brunavörnum í landinu að öllum öðrum ólöstuðum. Á árinu 1934 til 1966. Erlendur er fæddur 30.júlí árið 1900 i Reykja- vík en fór til Hafnarfjarðar 5 ára gamall og býr þar núna. Hann hóf afskipti af brunamálum á árinu 1934 er Emil Jónsson, þáverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, fékk Erlend til að setja saman nýkeypta slökkvidælu, en Erlendur er lærður vélsmiður. Sumir Hafnfírðingar höfðu þá ekki meiri trú á, að bæjarmaður gæti framkvæmt svo vandasamt verk, og höfðu við orð, að réttara væri nú að fá mann innan úr Reykjavík til verksins. Erlendur skilaði þessu það vel að honum voru falin fleiri verkefni fyrir Slökkvilið Hafnarfjarðar, svo sem smíði slönguturns við slökkvistöðina og að smíða yfir slökkvibíl, sem hann tengdi á dælu. Geir G. Zoega, vegamálastjóri, sem var fyrsti yfirumsjónarmaður brunavarna í landinu, leist það vel á það, sem Erlendur var að gera, að hann fær Erlend til að gera ýms tæki til brunavarna, sem komið var fyrir á ýmsum stöðum á landinu. Frá árinu 1934 var erlendur fastráðinn aðstoðarmaður Geirs G. Zoega við Brunavarnaeftirlit ríkisins. Starfið var m.a. fólgið í erfiðum og tímafrekum eftirlits- ferðum um landið, en kostnaðurinn var greiddur að miklu leiti af Brunabótafélagi íslands. Seinna kaupir Brunabótafélagið Guðmundur Haraldsson afhendir Erlendi Halldórssynifyrrumyfirumsjónarmannieldvarnaá íslandi, heiðursskjal. 12 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.