Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 26

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 26
íbúðarhús við Kirkjuveg brennur. tók við starfí slökkviliðsstjóra núverandi slökkviliðsstjóri Kristinn Sigurðsson. Vara- slökkviliðsstjóri er Elías Baldvinsson og annar varaslökkviliðsstjóri er Ragnar Þ.Baldvinsson. Arið 1955 byrjaði ég í slökkviliðinu og var það þá í 50 fm. húsnæði og átti þá 2 bíla gamla og erfíða í gang, ennfremur lausar dælur. Það Hann vann dag og nótt, við að reyna að stöðva hraunið og eldana. var álit forráðamanna að bílar sem ekki töldust gangfærir til venjulegrar notkunar væru sérstaklega heppilegir fyrir slökkvilið. Þrengslin voru ákaflega mikil og var ekki hægt að komast í kringum bílana og ef eitthvað var reynt að lagfæra þurfti að fara út með þá. A þessum tíma var mikið rætt um húsnæði fyrir slökkvistöð og loks, 1963 var mér falið ásamt Erlendi Halldórssyni þáverandi brunaeftirlitsmanni ríkisins að koma með tillögur um breytingar á gömlu húsnæði sem bærinn hafði keypt. Húsnæði þetta var 425 fermetrar að flatarmáli. Við komum með tillögur sem samþykktar voru af bæjarstjórn og var þegar hafist handa við breytinguna. I þetta húsnæði var flutt árið 1966 og var það þá fullfrágengið. Við þessar húsnæðis breytingar sköpuðust möguleikar á auknum tækjakosti. Nú í dag eigum við þrjá slökkvibíla ennfremur tíu tonna vatnsbíl og nokkrar lausar dælur sem nánar verður lýst hér á öðrum stað í blaðinu. Útkallskerfið er tvíþætt það er símakerfi og er það alltaf notað auk þess eru þrír lúðrar víðsvegar um bæinn, sem settir eru í gang af lögreglunni og eru þeir einnig notaðir í vinnutíma. Slökkviliðið er skipað þrjátíu mönnum sem vinna víðsvegar um bæinn og eru þeir allir áhugamenn um eldvarnir og slökkvistörf Þegar kallað er út, er viðbragðsflýtir þeirra rómaður. I útkalli er farið á öllum bílum slökkviliðsins og er það gert til að liðka þá sem oftast. Þegar komið er á brunastað er hægt að vinna með fullum afköstum með tveim slökkviliðsbilum þar sem hægt er að fylla á þá með vatnsbílnum og í flestum tilvikum nægja þessi fimmtán tonn af vatni sem við höfum meðferðis, eða á meðan verið er að leggja frá brunahana. Kristinn Sigurðsson Slökkviliðsstjóri 24 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.