Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 18

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 18
Setnir voru fjórir fyrirlestrar. Tveir þeirra voru um aðvörunarkerfi, einn um afbrot á árum 70 - 80, og einn er varðaði framkvæmd eldvarna í þróuðum ríkjum. Fyrirlestrarnir um aðvörunarbúnaðinn, sá fyrri var um gagnsemi aðvörunarkerfa og tækniþróun þeirra og kom m.a. fram hjá ræðumanni sem var Mr. Brigadier A. Needham, framkvæmdastjóri, er hefur umsjón með aðvörunarkerfum, að lágmarksreglur varðandi aðvörunarkerfi voru settar í Bretlandi 1971 og hefur orðið mikil þróun í þessum málum á þeim tíma. Eitt mesta vandamálið var hvað oft voru fölsk útköll, og er hætta á að slíkt slævi eftirtekt manna, en vegna örar þróunar á tækjabúnaði hafa slíkum útköllum fækkað mjög mikið. Seinni fyrirlesturinn var um mismunandi aðvörunarkerfi, eins og t.d. hljóðbylgjukerfi, ljósnæm kerfi og annað slíkt, og gerð grein fyrir hvernig kerfi væru nothæf á mismunandi stöðum og staðsetning þeirra. Frummælandi var Mr. J.Grant. Setinn var fyrirlestur um afbrotavarnir á árunum ’70-’80, þar kom ekkert fram er varðaði sérstaklega brunamál, en þarna kom m.a. fram að glæpir hafa aukist um ca. 50% Elías Baldurssort í fyrirlestrasálnum, að útskýra á spcensku. Hluti af sýningarsvceðinu. síðan ’74 í Bretlandi og ættu þessar tölur víðast hvar við í heiminum. Afbrotamenn í dag bera orðið vopn við innbrot og annað slíkt, en það þekktist ekki áður. Einnig kom fram að afbrotafólk kemur ekki mest úr fátækrarkverfum eins og áður, heldur úr millistéttum. Frummælandi var Mr. J.C.Alderson, lögreglustjóri. Einnig var setinn fyrirlestur um framkvæmd eldvarna í þróuðum ríkjum. Þar voru þrír ræðumenn, þeir Dr. G.N.Badami, yfirmaður eldvarna í Indlandi, en hann ræddi um kröfur þróunarríkja í eldvörnum. Hinir voru breskir, þeir L.G. Hadley en hann ræddi um ráðgefandi hlutverk og framkvæmd verkfræðilegra eldvarna í öðrum löndum, og J.R. Jefferey, sölustjóri er ræddi um útflutning á eldvarnartækjum. Teljum við ekki ástæðu til að gera nánari grein fyrir þessum fyrirlestrum, en ef einhver vill kynna sér þá sérstaklega, þá eru þeir fyrir hendi. Fyrirlestrarnir voru haldnir í tveimum sölum á sama tíma á meðan á ráðstefnunni stóð. Alls voru 13 fyrirlestrar, 6 í sal 2 og 7ísal 1. Fyrirlestrarnir eru allir fyrir hendi að tveimum undanskildum, en þávar ekki búið 16 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.