Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 15

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1979, Blaðsíða 15
húseignina Álfaskeið 31 í Hafnarfírði fyrir starfsemi Brunavarnaeftirlitsins og ráðið starfsfólk undir stjórn Erlendar. Þarna var aðstaða til að byggja yfir slökkvibíla og gera ýmsan búnað til brunavarna, sem dreift var um landið. Þessi búnaður var ekki síðri en það, sem var verið að flytja inn í landið til brunavarna. Alls byggði Erlendur 31 slökkvibíl, sem þjónuðu flestum slökkviliðum landsins. Síðasti slökkvibíllinn sem Erlendur byggði er bíll af árgerð 1923, í eigu Þjóðminjasafnsins. Við andlát Geirs G. Zoega 1959 var Erlendur settur í starf hans og var hann yfirmaður brunavarha landsins til ársins 1966, að hann lét af störfum að eigin ósk. Meðfylgjandi mynd er tekin í Slökkvistöð Hafnarfjarðar, þegar Guðmundur Harald- sson, formaður Félags Tæknimanna í brunamálum afhenti Erlendi heiðursskjal í tilefni kjörsins. Egill Ólafsson. Erlendur í einum af mörgum bílum, sem hann hefur gert upp. ALMENNAR TRYGGINGAR Umb. Richard Þorgeirsson Birkihlíð 1 S. 2550 Vestmannaeyjum SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 13

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.