Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 8
• • >"
Jóna Sveinsdóttir fv. form. O.B.I.:
Af Foreldra- og styrktar-
félagi heyrnardaufra
Foreldra- og styrktarfélag heyrn-
ardaufra var stofnað 16. sept 1966.
Foreldrafélagið er landsfélag og
stóðu foreldrar heymarskertra og
heymarlausra bama úr flestum sýslum
og kaupstöðum landsins að stofnun
þess.
I lögum Foreldrafélagsins segir:
Markmið félagsins er að styðja og
styrkja heyrnardaufa.
Þessum markmiðum hyggst félagið
ná á eftirfarandi hátt:
a) Með því að halda uppi fræðslu-
starfsemi meðal foreldra heyrnar-
daufra bama og auka sem mest
kynni þeirra á milli og samstarf í
þágu heyrnardaufra.
b) með því að styðja og styrkja
starfsemi Fleyrnleysingjaskólans.
c) Með því að aðstoða heyrnardaufa
við val á lífsstarfi eða til fram-
haldsmenntunar.
d) Með því að styrkja og greiða fyrir
heyrnardaufu fólki á hvern þann
hátt annan, sem unnt er.
Ef við skoðum sögu félagsins má
sjá að ávallt hefur verið leitast við að
sinna þessum markmiðum.
Þegar félagið var stofnað 1966 var
bygging nýs Heymleysingjaskóla
orðin mjög aðkallandi, því að það
höfðu fæðst óvenju mörg heymarskert
börn eftir rauðu hunda-faraldur, sem
gekk árin 1963-64. Skólahúsnæðið í
Stakkholti 4 var lítið og þröngt og
engan veginn viðbúið að taka á móti
þeim stóra hópi nýrra nemenda sem
átti að hefj a skólagöngu haustið 1968.
Fyrstu ár félagsins var því mest kapp
lagt á að vinna stjómvöld til fylgis við
byggingu nýs Heyrnleysingaskóla og
var þessu máli fylgt fast eftir í góðri
samvinnu við skólastjóra Heyrnleys-
ingjaskólans, Brand Jónsson.
Félagið átti fulltrúa í bygg-
ingamefnd skólans. Skólinn flutti svo
í nýju húsakynnin 12.febrúar 1971 og
var þá miklum áfanga náð.
Aðalfundir Foreldrafélagsins eru
Jóna Sveinsdóttir.
alltaf haldnir á haustin og áður fyrr
alltaf í tengslum við setningu Heym-
ley singj askólans, þegar foreldrar utan
af landi voru að koma með ung börn
sín í heimavist skólans. Fundir stóðu
venjulega yfir í 2—3 daga og þar voru
haldin erindi um allt sem snerti þessa
fötlun og leitast við að kynna fólki
sem flest, sem að gagni mætti koma
að vita urn og voru þá fengnir hinir
ýmsu sérfræðingar og fyrirlesarar til
að halda erindi. Þá störfuðu oft um-
ræðuhópar foreldra, sem unnu að alls
konar ályktunum og tillögum um úr-
bætur í málum heyrnarskertra bama
og fullorðinna heyrnleysingja.
Einnig var mjög góð samvinna við
Heyrnleysingjaskólann og fengu
foreldrar upplýsingar frá skólastjóra
og kennurum um ýmsa þætti skóla-
starfsins á vetri komanda, sem þeir
vildu fræðast um. Nú í seinni tíð hafa
aðalfundir styst og verið aðeins í einn
dag, en alltaf er haldið þeim sið að fá
einhvern til að halda fyrirlestur sem
auka mætti þekkingu foreldra á
þessum málum.
Félagið hefur löngum beitt sér fyrir
útgáfu bóka og bæklinga, sem
varða málefni heyrnarskertra. Arið
1967 kom út á vegum félagsins
bæklingurinn „Ágrip af þróunarsögu
heyrnleysingjakennslunnar og
hugleiðingar um vandamál heyrn-
arlausra barna“. Herdís Haraldsdóttir
kennari tók þann bækling saman að
beiðni félagsins. Stjóm félagsins var
snemma ljóst að gera þyrfti orðabók
með myndum handa bömum og hafði
þá þarfir heymarskertra sérstaklega í
huga. Réð félagið menn til að semja
handrit að slíkri bók og auk þess unnu
nokkrir félagar sjálfboðastarf í þessu
skyni. Heymarlaus piltur, Vilhjálmur
G. Vilhjálmssom, teiknaði síðan
myndimar í bókina. Bókaforlagið
Bjallan tók að sér að sjá um útgáfu
bókarinnar. Hlaut hún nafnið Orða-
skyggnir og kom út í desember 1979.
Bókin er einkum ætluð til málörvunar
og talæfinga fyrir heymarskert börn,
en hún nýtist einnig vel öðrum bömum
á málþroskaaldri og hefur verið allmik-
ið notuð í grunnskólum landsins, enda
endurprentuð fimm sinnum. Orða-
skyggnir er fyrsta orðabókin með
myndskýringum, sem gefin hefur ver-
ið út hérlendis. Árið 1976 gáfu For-
eldrafélagið og Félag heymarlausra
út sameiginlega „Táknmálsorðabók“
og var hún fyrsta sinnar tegundar hér.
Foreldrafélagið gaf einnig út
bókina „Við tölum táknmál“ í des.
1981. Er hún einkum ætluð til nota
fyrir þá sem umgangast heymarskert
böm t.d. á barnaheimilum. Konur úr
hópi foreldra yngri bama unnu að
gerð bókarinnar í sjálfboðavinnu.
Þá hefur félagið gefið út 3
kynningarbæklinga um tilgang þess
og starf. Þeir komu út árin 1971,1981
og 1984. Það síðasta sem félagið hefur
gefið út er stórmerk bók, sem heitir
„Hvað er heyrnarleysi?“, en það er
handbók fyrir foreldra og aðra
uppalendur, þar sem komið er inn á
alla þætti sem varða heymarleysi.
Öryrkjabandalag Islands studdi
félagið myndarlega til þess að útgáfa
þessarar bókar gæti orðið að veruleika,
8