Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 36
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir:
AF VETTVANGIHEYRNARLAUSRA
Jæja, nú verö ég aö setjast
niður og skrifa greinarkorn fyrir
hann Helga Seljan sem hefurtuðað
á þessu í nokkurn tíma.
Ég hef þó nokkrar hugmyndir
um hvað greinin ætti að vera og tel
ég að það þurfi að opna augun hjá
fólki, þegar heyrnarlausir tala um
þjónustuleysi í þjóðfélaginu, um
hvað snýst málið og hvað er að.
Þegar heyrnarlausir tala um
þjónustuleysi er átt við að al-
menningur þekkir ekki sérþarfir
þeirra.
Sérþarfir heyrnarlausra eru
m.a. aðallega „T“in tvö: táknmál
og túlkun.
TÁKNMÁL
Til að byrja með er best að
byrja á táknmálinu, því það er lyk-
illinn að túlkun fyrir heyrnarlausa.
Frá örófi alda hafa heyrnarlausir
haft sérstakt bendingamál til að
geta látið skilja sig og skilið aðra,
síðan hefur þessi tækni þróast og
orðiö fullkomið mál meðal heyrn-
arlausra hérlendis og erlendis.
íslenskatáknmáliðhefurekkert
verið rannsakað að ráði svo vitað
sé. Til þess að geta rannsakað
íslenska táknmálið, kennt það og
þróað, verndað það (sbr. íslensk
málrækt) þurfum við að fá það
viðurkennt og stofnun til að fylgja
ákvæðum viðurkennds íslensks
táknmáls. Sú stofnun á að vera
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra
og hefur stofnun hennar verið til
umræðu hjá íslenskum stjórnvöld-
um síðastliðin þrjú árin. Nú loksins
er einhver von að sú stofnun verði
mjög bráðlegastaðreynd, alla vega
vonar maður það besta og að það
fari nú loksins að rætast úr þessu.
Einnig á Samskiptamiðstöðin
að hafa það hlutverk að mennta
táknmálskennara. Venjulega og í
flestum tilvikum eru það heyrn-
arlausir sem kenna táknmál. Það
þarf mikla þekkingu og þolinmæði
til að kenna og læra táknmál og ég
er fullviss um að kennarar og
nemendur leggja jafn mikið á sig í
kennslustund. Það er auðvitað
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir.
spurt hverjirnemendurséu. Því er
auðsvarað að það eru foreldrar,
skyldmenni, kennarar, og aðrirsem
umgangast heyrnarlausa mikið í
daglegu lífi. Félag heyrnarlausra
hefur undanfarið ár haft tákn-
málsnámskeið og hafa heyrnar-
lausir unnið í frítíma til að anna
eftirspurninni á táknmálsnám-
skeiðum tímabundið fyrir fjöl-
skyldur og aðra sem tengjast
heyrnarlausum bæði í vinnu eða
heima. Námskeiðin hafa verið vel
sóttoghafasamtalsca. 120manns
útskrifast árin 1989—90, bæði
byrjendur og þeir sem komnir eru
á framhaldsnámskeið 2. stig.
Því miður hefur ekki verið
mögulegt að byrja á framhalds-
námskeiði 3. stigi vegna þess að
þaðkrefst meirifaglegrarþekkingar
á táknmálinu, en nú á sú þekking
að koma með Samskiptamiðstöð-
inniþegarfariðverðuraðrannsaka
táknmálið. Það er spennandi og
nýtt viðfangsefni hér á landi.
Táknmálið er með öðrum orðum
athyglisvert og spennandi hjá þeim
sem þekkja það og hafa kynnst.
TÚLKUN
Enginn maður hefur útskrifast
hér á landi með íslenska túlka-
menntun, enn sem komið er. Þó
hefur Félag heyrnarlausra viður-
kennt 3, sem hæfir eru til að túlka
og hafa að baki meira en 100
kennslustundir í táknmáli. Það var
árið 1986 sem þessir túlkar voru
viðurkenndir og var það aðallega
gert sem neyðarúrræði vegna
Norrænu menningarhátíðarinnar
sem haldin var hér í Reykjavík
1986. Þessir túlkar túlka enn í dag
bæði í skóla og eins almennt. Þó
er vissulega erfitt fyrir túlkana að
búa við þennan skort og vera oft
fullbókaðir. Tveirtúlkar starfanútil
viðbótar við þessa þrjá og hafa
þeir danskttúlkapróf sem háir þeim
mikið. Þeir þurfa að læra íslenska
táknmálið og aflesa íslenska
táknmálið sem er mjög erfitt, það
mun taka túlkana langan tíma að
ná tökum á íslenska táknmálinu,
eins vel og því danska sem þeir
kunnu best. Nú er mjög mikill skort-
urátúlkum.Tildæmiserskorturinn
orðinn svo mikill að aðeins 3 túlkar
eru í Iðnskólanum í Reykjavík og
þar eru 11 nemendur sem þurfa
túlkun. í Fjölbraut í Breiðholti eru 2
nemendur og fá engan túlk, eins
og staðan er í dag. Það má þó
segja að ástandið sé mjög alvar-
legt, þarsem sárlega vantareinnig
að fá túlk við félagslegar aðstæður
og fleira. Einnig má til gamans
geta að það vantar túlk til að fara á
fund með Svavari Gestssyni um
stofnun Samskiptamiðstöðvar-
innar. Já, ástandið er orðið al-
varlegt svo sannarlega. Þess
vegna verður mjög fljótlega að fara
að stofna hina langþráðu
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra
til að geta menntað fleiri túlka, til
að geta annað eftirspurninni, sem
er mjög mikil núna og á án efa eftir
að aukast.
Ég vona samt heilshugar að
þessi grein muni gefa ykkur ein-
hverja mynd af því af hverju
táknmál og túlkun eru svo nauð-
synlegur þáttur í lífi heyrnarlausra.
Það er einnig hægt að segja með
einföldum orðum að þessi tvö hug-
tök tengja heyrnarlausa við heim
hinna heyrandi.
Sigurlín Margrét
Sigurðardóttir,
Félagsmálafulltrúi FH.
36