Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 29
Forystufólk frá upphafi með formanni sínum: Heiðrún Steingrímsdóttir, Hulda Steinsdóttir, Trausti heitinn Sigurlaugsson og Valey Jónasdóttir. Jóhann Pétur fremst að sjálfsögðu. —Lánað ti 1 bíl skýla og snjó-bræðslna. — Allt kerfið samræmt og einfaldað. Félagslega kerfið skiptist í fjóra meginþætti: — Félagslegar eignaríbúðir (félagslegar og almennar). — Kaupleiguíbúðir. — Hlutareignaríbúðir. — Leiguíbúðir. Áhersla Sjálfsbjargar í húsnæð- ismálum er sú að húsnæði sé þannig úr garði gert að fólk geti nýtt sér það frá vöggu til grafar. Til þess að svo verði þarf eftirfarandi að vera í lagi: — Húsnæði þarf að vera aðgengilegt. — Skipulag þarf að vera í lagi. — Grundvallarþjónusta þarf að vera fyrir hendi. —Einstaklingurinn þarf að geta ráðið sér sjálfur. Talið er að ef tekið er í upphafi tillit til alls fólks þurfi kostnaður við uppbyggingu húsnæðis ekki að vera meiri. ÚTDRÁTTUR ÚR HELSTU ÁLYKTUNUM ÞINGSINS. HÚSNÆÐISMÁL OG FLEIRA “25. þingið ítrekar þau tilmæli framkvæmdastjórnar til félags- málaráðuneytisins að samráðsnefnd um málefni fatlaðra verði endurskipuð að viðbættum fulltrúum Vinnuveit- endasambands Islands og Vinnumála- sambands samvinnufélaganna. At- vinnumál fatlaðra verði áfram eitt af höfuðverkefnum nefndarinnar. Þá ályktar þingið að starfandi verði sérstök atvinnumálanefnd innan Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Sjálfsbjörg l.s.f. verður að neyta allra bragða til þess að koma í veg fyr- ir að hér á landi skapist stétt „atvinnu- öryrkja" sem hlýtur þau örlög að fara aldrei út á vinnumarkað. í þeim efnum höfum við næg víti að varast í öðrum löndum". „25. þing Sjálfsbjargar landssam- bands fatlaðra fagnar setningu laga um félagslega húsnæðiskerfið og leggur jafnframt áherslu á að frumvarp um félagslega þjónustu sveitarfélaga verði að lögum á næsta Alþingi. Þá leggur þingið þunga áhersl u á að end- urskoðun laga um almannatryggingar verði lokið sem fyrst og þau afgreidd á næsta Alþingi“. „25. þing Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra varar við þeim afleið- ingum sem lögin um verkaskiptingu ríkis- og sveitarfélaga geta haft á mál fatlaðra. Þau lög virðast ekki hafa verið ígrunduð nægjanlega og í sumum til- vikum snúa þau við áralangri þróun, þar sem grundvallarsjónarmið sam- taka fatlaðra um jafnrétti og blöndun eru fyrir borð borin. Þingið hvetur til þess, að þessi lög verði endurskoðuð sem fyrst með það fyrir augum að sníða af þeim þessa vankanta“. „I húsnæðismálum varsamþykktm.a.: 1. Að unnið skuli að gerð kynn- ingarbæklings í samvinnu við hús- næðismálastjóm um hvað skuli varast þegar ævifbúðin er byggð. 2. Að þeim almennu gögnum sem húsbyggjendur fá verði breytt, þannig að vakin sé athygli á nauð- syn þess að byggð sé íbúð sem hentað geti fólki alla ævi. 3. Að unnið verði að því að gera starfsmenn húsnæðiskerfisins og byggingafulltrúa meðvitaðri um nauðsyn aðgengilegra íbúða og að byggingarlöggjöf verði breytt þannig að hún hvetji til byggingar aðgengilegra íbúða. Hópurinn leggur áherslu á að félagsdeildir kynni félögum sínum hvert á sínu félagssvæði lög nr. 70/ 1990 um breytingu á lögum um Hús- næðisstofnun ríkisins". „Ályktun 25. þings Sjálfsbjargar, l.s.f. vegna endurskoðunar á lögum um málefni fatlaðra: I breytingum á lögum um málefni fatlaðra verði áhersla lögð á frumkvæði og ábyrgð sveitarfélag- anna, enda verði þeim tryggtfjármagn til þess. Þingið bendir á nauðsyn þess, að saman fari stjórnunarleg og fjár- hagsleg ábyrgð í málaflokknum. Þingið leggur áherslu á að svæð- isstjórnir sinni fyrst og fremst eftir- litshlutverki. Frumkvæði og þjónusta fyrir fatlaða sé hluti af almennri félags- þjónustu sveitarfélaganna, þar sem slík þjónusta fyrir fatlaða er þegar fyrir hendi. Þingið vekur auk þess athygli á að frá setningu laga um málefni fatlaðra hefur: — Framkvæmdasjóður alltaf verið stórlega skertur. — Takmarkað fjármagn hefur runnið úrframkvæmdasjóði til húsnæðis- mála hreyfihamlaðra. — Ferlimálum lítið verið sinnt. — Stjórnkerfi á framkvæmd laganna brugðist. — Vantað markvissa áætlunargerð. Þingið bendir á að eðlilegt sé að málefni fatlaðra heyri undir félags- málaráðuneytið eitt“. ATVINNUMÁL Atvinnumál eru sígilt viðfangsefni á þingi Sjálfsbjargar og kemur fram í ályktun þess að þar eru nú blikur á FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.