Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 35
framfærslulífey ris. En skylt er og sjálfsagt um leið að huga að þeim tegundum trygginga- bóta, sem bera það beinlínis með sér að þær eru þess eðlis, að skattlagning þeirra er óréttlát umfram allt, svo og fáránleg í raun. Skattamálin eiga því að vera í brennidepli vetrarstarfsins hjá okkur í Öryrkjabandalaginu. * Margir sem bera hér uppi erindi sín og umkvartanir eru vitan- lega á svipuðum nótum og ýmsir aðrir meðlimirokkarsamfélags, sem „þjóð- arsálin" blessuð bergmálar æði oft og erindin býsna mikið út í bláinn. En miklu oftar er þó um að ræða eðlileg og sanngjörn erindi — svo sjálfsögð raunar, að maður situr oft dolfallinn eftir og spyr sjálfan sig óhjá- kvæmilega: Hvers vegna í ósköpunum er þetta svona? Og vitanlega verður manni hugsað til allra þeirra ára, sem maður sat á þeirri samkundu, sem sannanlegaræð- ur mestu um mál þessi og aftur spyr maður sig ónotalegrar spumingar: Hvers vegna varstu ekki búinn að kippa þessu í liðinn á heilum sextán vetrum, þegar næg tækifæri voru til? Hvað varð um sextán ára starfsferil í steinhúsinu við Austurvöll? Já, það er nú það. Það er þó nokkur huggun harmi gegn, að hitt og þetta var þó leiðrétt og til betri vegar vísað þennan tíma og maður lætur huggast við að hafa máske átt sextugasta hlutann í þessu öllu saman. En beint að því umkvörtunarefni, sem allmargir hafa að undanförnu vakið athygli á og við raunar hér reynt rækilega að ýta á eftir. Spurt er ein- faldlega: Hvers vegna fá trygginga- þegar ekki bætur sínar —laun sín — greiddútfráTryggingastofnunríkisins 1. hvers mánaðar eins og ríkið telur sér skylt að gera við yfirgnæfandi hluta sinna launþega? Og það er eðli- legt í ljósi hinna lágu upphæða, hinna lágu bóta og aðstæðna allra hjá trygg- ingaþegum almennt að svo sé spurt. Þessir níu dagar eru dýrir mörgum, sem hingað hringja gagnvart hinum ýmsu óhjákvæmilegu útgjöldum. Það tjóar lítt til úrlausnar að benda á lagafyrirmæli um, að ekki þurfi að greiða tryggingabætur fyrr en í lok hvers mánaðar. Enginn er að sjálf- sögðu bættari við þær beinhörðu, en réttu upplýsingar. I framhaldi af þessu má svo benda á það, að tryggingabæturnar berast fólki þó tíunda hvers mánaðar. Söm er mismununin samt. Og ekki tjóar heldur að tíunda öll þau skipti, sem athygli ráðamanna hefur verið vakin á þessu vandamáli, því það hefur formaður okkar sannarlega gert. Meðan ekkert gerist er öll sú ýtni og erindagjörð giska létt í vasa. Málið er auðvitað illskýranlegt í ljósi þess ósamræmis sem kemur niður á þeim, sem allra sízt skyldi, sem verst mega við þessu. Þetta er ekki tölvuástæða eins og tæpt hefur verið á í afsökunarskyni út í bláinn. Þetta er heldur ekki illvilji eða viljaleysi af hálfu fjármálaráðherra sitjandi yfir sínum galtóma kassa. Svo mikið veit ég með vissu. Þetta bara gerist ekki. Gamla tregðulögmálið er einfaldlega í algleymingi og á meðan halda hinir níu dýru dagar áfram að vera öryrkjum og ellilífeyrisþegum erfiðir, alltof mörgum þeirra a.m.k. Hér skal því enn ítrekuð sú sann- girniskrafa að sama regla gildi um tryggingaþega og aðra þá, sem fá sín föstu laun hjá ríkinu greidd fyrsta hvers mánaðar. Hjá láglaunahóp, eins og þeim mörgu, sem eiga tryggingabætumar einarað launalegu athvarfi sínu skipta þessir dagar nefnilega ótrúlega miklu máli, enda auðskilið þeim sem skilja vilja, að þeirra er hagurinn helztur sem minnst bera úr býtum að fá þessa litlu fjármuni sem fyrst í hendur til framfærslu sinnar. Við skulum vona að breyting verði á til batnaðar sem allra, allra fyrst. * Síðast en ekki sízt ber svo að líta til tryggingamála sem nú eru til um- fjöllunar hjá stjórnvöldum og alþing- ismönnum. Þar er um sjálfan lífskjaragrund- völl öryrkjanna að tefla, svo miklu varðar að vel takist til. Hið umdeilan- lega atriði um tekjutengingu grunn- lífeyris verður þó vonandi ekki til þess að öllum umbótum okkar trygg- ingalöggjafar verði slegið á frest. Umbætur, sem marka mikilvæg skref til aukins jafnaðar og um leið til lífskjarabóta. Örugglegamun mörgum þykja smátt skammtað, en allt rétt- indastríð, öll kjarabarátta er áfanga- barátta, þar sem hver áfangi er mjög mikilvægur sem hlekkur í samfelldri keðju. Meginatriðiðer, að enginn, sem ekki má við því beri skarðan hlut frá borði við breytinguna og að sem allra flestir fái nokkra leiðrétting, þeir helzt sem mesta hafa þörfina. Mín ósk, hafandi unnið að þessari endurskoðun svo lengi, er sú að menn láti ekki hin góðu mál gjalda þess að tekjutenging grunnlífeyris sé mönnum svo heilög að ekki megi við hrófla. Og ég endurtek frá síðasta Frétta- bréfi að veruleg hækkun vasapeninga og sjúkradagpeninga, umönnunarbæt- ur upp teknar, nokkur grunnlífeyris- og tekjutryggingarhækkun ásamt fjölmörgu öðru eru of mikilvæg til þess að þeim megi hafna fyrir hags- muni hinnabetur settu. Erum við ekki í alvöru að tala um aukinn jöfnuð eða hvað? H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.