Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 22
minn varð næsta „eðlilegur“ um stund. Þótt verkefnið hefði ekki borið annan árangur en þennan þá hefur það farið fram úr björtustu vonum mínum. Benedikt hefur eignast vini sem finnst hann skemmtilegur. Hann hefurnotið þess að vera í umhverfi þar sem önnur börn hafa átt þess kost að kynnast honum. Vönduð vinnubrögð, kunnátta, skipulag og þrautseigja kennaranna sem hlut eiga að máli er veigamikill þáttur í þessum árangri Sjálf hef ég átt því láni að fagna að geta stutt við þetta ferli og hef uppskorið ómælda ánægju og dýrmæta reynslu sem foreldrar fá almennt ekki í uppvexti fatlaðra bama. Dóra S. Bjarnason. E.s. Sonur Dóru var á þriðja skólaári sínu við Æfingaskóla K.H.I. sl vetur. Þetta eru leifturmyndir úr langri skýrslu móður og eru þær þakkaðar, enda óvenju vel gerðar. Við háborðið í Viðey. Arinbjörn og Arnþór með betri helmingunum. Punktar frá síðasta sumri Öryrki kom hér og benti okkur á undarlega mismunun varðandi skattlagningu barnalífeyris. Þannig er að viðkomandi, sem er öryrki af völdum slyss fær meirihluta barna- lífeyris greiddanúrlífeyrissjóði sín- um og þær greiðslur eru skattlagðar að fullu. Hins vegar er barnalífeyrir greiddur frá Tryggingastofnun ríkisins án skatttöku, enda segjalög svofyrir um. Erindi þetta varðandi hefur verið sent réttum aðilum, því eðli barna- lífeyris sem tekna, hlýtur að vera nákvæmlega það sama hvort sem um er að ræða greiðslur frá Trygg- ingastofnun ríkisins eða lífeyrissj óði viðkomandi. V onandi fæst í þetta fullt skatta- legt samræmi. * Öryrkjar koma oft eða hringja yfir hvimleiðri reynslu sinni og oft óþolandi með öllu. Oft er um mis- skilning að ræða, oft er því miður um hreina og beina ókurteisi að ræða. Skattstjóranum í Reykjavík hefur t.d. verið skrifað vegna kvörtunar ungrar konu, sem er öryrki, en er eins og hún sjálf segir svo „óheppin'* að bera það ekki utan á sér. Skatt- stjórinn tók erindinu hið bezta og brást í alla staði rétt við. Hingað hringdi kona í Asgerði Ingimarsdóttur framkvæmdastjóra og sagði furðulega sögu. Hún kom einkar illa við okkur hér, sem höfum farið frarn á það við stjórnvöld að öryrkjarfengju samaafsláttágjaldi fyrir vegabréf og ellilífeyrisþegar. Konan var að afla sér vegabréfs, sáþá að ellilífeyrisþegi greiddi lægra verð en hið venjulega og spurði því, hvort hið sama gilti fyrir öryrkja. Hún fékk þá þau undrasvör hjá afgreiðslustúlkunni að víst gæti það gengið, en hún yrði þá að láta stimpla inn í vegabréfið að hún væri öryrki. Þetta var svo að sjálfsögðu leiðrétt m.a. af dómsmálaráðuneyt- inu, sem var gert viðvart og í ljós kom að hér var um hreint rugl að ræða. En óneitanlega læðast að manni ljótar hugleiðingar um ákveðið, óþolandi hugarfar að baki svona furðugerðum. Hinu ber svo að fagna hversu góð og jákvæð viðbrögð eru við því í „kerfinu“ þegar kvartað er. * Nokkrir öryrkjar hafa komið hér eða hringt og spurt um mögulegan stuðning frá T ry ggingastofnun rík- isins við kaup á farsímum, sem teljast mega mjög brýn öryggistæki fyrir öryrkja. Þess ber að geta að Sjálfsbjörg — landssamband fatlaðra óskaði eftir því á liðnum vetri við trygg- ingaráð að veitturyrði sambærilegur stuðningur varðandi farsíma og nú gildir um talstöðvar. Tryggingaráð hefur látið fram- kvæma könnun varðandi kostnað allan og hugsanlegan fjölda þeirra, sem mundu nýta sér þennan stuðn- ing. Enn sem komið er, hefur engin ákvörðun verið tekin, enda augljós- lega um að ræða talsverðan kostnað fyrir tryggingarnar, ef mæta á öryrkjum í einhverjum mæli. Einnig þarf að hafa samráð um alla fram- kvæmd og fyrirkomulag við ráðu- neyti tryggingamála áður en ákvörðun verður tekin. Hins vegar er það von mín og trú í raun, að undirtektir séu svo jákvæðar að duga muni til einhverrar umtalsverðrar úrlausnar alveg á næstunni. Gildi farsíma fyrir mjög marga öryrkja er hafið yfir allan efa. 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.