Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 16
Framkvæmd „Karvelslaga“ Hér hjá okkur í Öryrkjabandalaginu er eðlilega mikið spurt um svonefnd Karvelslög, sem samþykkt voru á næstsíðasta þingi - og sannarlega vert að kynna þau, svo og ýmislegt í tengslum við allt það mál. Eins og alþjóð veit, var Karvel Pálmason fyrsti flutningsmaður þessa máls á Alþingi til réttarbóta fyrir þá sem hafa orðið fyrir heilsu- tjóni eða örorku vegna mistaka lækna og annarra heilbrigðisstétta. Lagabreytingin frá 1989 var felld inn í slysatryggingakaflann s.s. um slysatryggða væri að ræða og rétt þeirra. 1. grein sagði þar um þá sem njóta skyldu: Sjúklingar, sem eru til meðferðar á sjúkrastofnunum, sem starfa samkvæmt lögunum um heil- brigðisþjónustu og heilsutjónið eða örorkan er vegna læknisaðgerða eða mistaka starfsfólks, sem starfar á þessum stofnunum. 2. grein: Örorkubætur greiðast ekki ef orkutapið er metið minna en 10%. 3. grein: Þá skal árlega ákveða í fjárlögum framlag til að standast kostnað af bótum vegna þeirra sem um getur í 1. grein. 4. grein: Lög þessi öðlast þegar gildi. Lögin voru samþykkt á Alþingi 19. maí 1989, en gildistaka þeirra varl4.júní 1989. I raun þyrfti tilvísun betri og gleggri en gefin er hér að koma til, með tilliti til þeirrar lagagreinar almannatryggingalaganna, sem þetta ákvæði er fellt inn í. Aðeins skal það sagt hér, að þetta er viðbót við marga liði, þar sem greiða skal örorkubætur og hverjir eigatilþessrétt. Nú biðu margir eftir því að lög þessi kæmu til framkvæmda, en ljóst var frá upphafi, að ákveðnar tilteknar reglur yrði að setj a um málsmeðferð alla, svo hún mætti sem greiðast ganga, en vera um leið hin vand- aðasta, svo viðkvæm mál sem hér eru áferð. Þessar reglur hafa nú loks hlotið samþykki og þær eru birtar hér öllum Karvel Pálmason. þeim sem á þurfa að halda til góðrar glöggvunar. HVAÐUMHINA? Hins vegar var s vo ljóst einnig, að lögin s.s. þau voru samþykkt, tóku ekki til atvika eða mistaka sem gerð- ustfyrirgildistökuna 14. júní 1989. Alit ríkislögmanns var fengið varðandi þetta og orðrétt sagði hann ísínuáliti: „Viðþessaraðstæðurer ókleift að komast að þeirri niður- stöðu, að lögin geti náð til atvika, sem gerst hafa fyrir gildistöku þeirra“. Ráðuneyti tryggingamála stað- festiþessaniðurstöðuríkislögmanns í bréfi til Try ggingastofnunar ríkisins og orðrétt sagði: „Telur ráðuneytið að breyta þurfi ofangreindum lögum eigi þau að ná yfir bótaskylda atburði, sem átt hafa sér stað fyrir gildistöku þeirra sem var 14. júní sl., þegar lögin voru birt“. Þarna er býsna skýrt að orði kveð- ið. Hins vegar vaknar sú megin- spurning hversu með þau tilvik sannanleg skuli farið, sem áttu sér stað áður. Það fólk, sem telur sig eiga þennan rétt skýran og skýlausan hlýtur að reyna eftir fremsta megni að ná fram rétti sínum, þó atvikin eða mistökin hafi löngu átt sér stað, því ekki er þeirra hlutskipti betra nemasíðurværi. Um leið og þessar reglur voru til meðferðar í Tryggingaráði var eðlilega spurt þar hversu með fyrri mál skyldi fara. Spurt var hvort nýta mætti til við- miðunar þá hefð sem skapast hefur um örorkubætur almennt, að end- urmat geti náð allt að tveim árum afturítímann. En þar er svo ólíku saman að jafna að með öllu sýnist útilokað að yfir- færa þá hefð hér á þessi lög, ekki sízt eftir svo ótvírætt álit ríkislögmanns og ráðuneytis. Karvel Pálmason verður því með hjálp góðra manna að freista þess að fá lögin betrumbætt eða þá að endur- skoðun almannatryggingalagageri 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.