Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 14
Starfsvika í Staðarborg í Breiðdal Þegar verk eru vel unnin ber að geta þess sem þannig er gert af alúð og áhuga. Gottdæmi um slíkt verk,merki- leg vinna skólanemenda í Breiðdal eystra, þar sem gerð var athyglisverð athugun á ýmsu því er varðar málefni fatlaðra, verður því tekið til allnokk- urrar umfjöllunar. Þarna var um opna starfsviku nem- enda að ræða, þar sem greinilega voru vönduð vinnubrögð á ferð og niður- stöður í beinu samhengi við þau. Eg vænti þess að lesendum Frétta- bréfsins þyki sem mér, að rétt sé að geta góðra hluta, gott að vita á hvaða veg vinnan hefur leitt þau sem að unnu, fróðlegt að fá um það vitneskju, hver viðbrögð viðmælendaog andsvör öll hefðu verið. Ég bað því skólastjórann, Omar Bjarnþórsson, að gera okkur nokkra grein fyrir því, hvers vegna málefni fatlaðra á svo fjölbreyttan hátt hefðu veriðtekin til umfjöllunarogferviðtal um það hér á eftir. Hvers vegna þessi málefni, Oniar? I upphafi skólaárs var ákveðið að stefna að opinni viku einhvem tímann á vorönn þar sem vel hafði tekist til með sams konar viku árið áður. Menn voru beðnir um að koma með tillögur um efnisval er líða tæki á veturinn. I febrúar var skólinn svo með myndband úr fræðsluvarpi „Haltur ríður hrossi". Ég hafði séð hluta af þessu efni í sjónvarpinu og ákvað að sýna nemendum 6. bekkjar mynd- bandið, sem síðan átti að vera umtjöll- unarefni í kristinfræðitíma seinna. Er við höfðum skoðað allt myndbandið fannst okkur svo margar spumingar vakna að ekki veitti af heilli viku til að ræða um þær. Með þetta í huga lagði ég til við kennarana að nota þetta efni sem efni í opna viku. Undirtektir voru strax mjög jákvæðar og eftir umræður var síðan ákveðið að láta af þessu verða. Hvernig var verkið svo undirbúið? Ég samdi síðan drög að ýmsum þáttum viðfangsefnisins, sem voru mestmegnis spurningar sem höfðu vaknað við að horfa á myndbandið, sem ég síðan kynnti fyrir kennurunum Ómar Bjarnþórsson. og bað þá um að endurskoða og koma með sínar hugmyndir. Að viku liðinni komum við svo saman til kennara- fundar og fastsettum alla þætti og skiptum með okkur verkum. Nemendum var síðan kynnt við- fangsefnið og voru þeir strax mjög jákvæðir. Ég hafði satt að segja ekki búist við því, ég átti frekar von á hlutlausri afstöðu þar sem efnið var fremur þungt og svo gjörólíkt því sem við höfðum unnið árið áður. Næst var svo að viða að sér hjálp- argögnum. — Byrjað var á að hafa samband við Vonarland því að hugmyndin var að opna vikan hæfist með heimsókn þangað. Þar var þessari hugmynd strax mjög vel tekið og við boðin velkomin. — Leitað var síðan til ýmissa stofnana, m.a. Blindrafé- lagsins, Heyrnleysingjafélagsins, Greiningar- og ráðagjafarstöðvar ríkisins og nokkurra opinberra stofn- ana sem sendu okkur bæði bæklinga og reglugerðir varðandi ýmis málefni fatlaðra auk sýnishoma af t.d. táknmál i fyrir heymarlausa, blisstáknmáli fyrir hreyfi- og talhamlaða, blindraletri, spilum fyrir blinda, blindrastafi og bækur frá Fræðsluskrifstofu Aust- urlands. Að auki fengum við lánaða hjólastóla og hækjur. En hvað svo um sjálfa vinnuna? Starfið hófst svo með heimsókn að V onarlandi, þar sem vistmenn voru heimsóttir og aðstaða skoðuð. Einnig skoðuðum við vemdaða v innustaðinn Stólpa og sambýlið. Ferðin var hin ánægjulegasta og afar fróðleg, enda gestrisni vistmanna og starfsfólks í fyrirrúmi. Síðan hófst hið eiginlega starf, sem fólst í ýmiss konar könnunum, bæði úrbókum og bæklingum og úti í samfélaginu. Leitað var til stofnana og fyrirtækja auk einstaklinga þar sem m.a. var könnuð margs konar afstaða fólks og fyrirtækja til fatlaðra og atvinnumöguleikar þessa hóps, að- gengi fyrir fatlaða að fyrirtækjum og stofnunum. — Það er ánægjulegt að geta þess hér að viðtökur fólks voru afar góðar. Bæði var okkur vel tekið 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.