Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 21
í vörmum vinahópi. eru bæði leiknar og teiknimyndir. Náðu bara í spóluna aftur. Það er allt í lagi að sjá sumar myndir tvisvar“. (Tilvitnun úr dagbók 30. mars). Þegar vel hefur viðrað hef ég farið með drengina niður á höfn og síðan í fjöruna á Seltjarnarnesi. Þetta finnst þeim skemmtileg tilbreyting. I fjörunni getaþeirkastað steinum, safn- að skeljum og kuðungum og hlaupið um. Drengimir hj álpa Benedikt í þess- um leikjum ef með þarf og em til skiptis við hliðina á okkur þegar fara þarf um torfærur. Eg vil tilgreina atvik sem hefur valdið mér heilabrotum. Síðasta föstudaginn í nóvember (þann 24. nóv. samkv. dagbók) bauð ég syni mínum og tveim félögum hans að borða á hamborgarastað.Drengirnirhlökkuðu til og annar lýsti því svo: „Mér er illt í maganum, ég hlakka svo til...“ Þessi ferð tókst hins vegar aðeins miðlungi vel. Benediktvarórólegur. Hannfékk vægt krampakast (sem lýsti sér í titringi, máttleysi, sambandsleysi og kjökri). Þetta var vondbyrjun og spillti nokkuð gleði drengjanna. Nú brá svo við að Benedikt beit sundur glerglas sem hann var að drekka úr. Eg náði brotunum strax og gerði lítið úr atvikinu. Drengjunum brá við og spurðu þeir strax hvort Benedikt hefði meitt sig. Þeim létti þegar svo var ekki. Við héldum áfram að borða eins og ekkert hefði í skorist. Allt í einu varð annar þeirra hugsi á svip og spurði: „Dóra, hvað eigum við að gera ef Benni gerir þetta einhvern tíma þegar þú ert ekki með?“ Eg útskýrði Á vængjum söngsins. það og benti á að gott væri að nota þykkara glas. Létu þeir þetta gott heita og tóku gleði sína á ný. Löngu seinna eftir vel heppnaða ferð að skoða hvalbáta voru allir félag- arnir í bílnum mínum í sólskinsskapi (dagbókarfærsla 23. febr. 1990). Tóku þeir þá að segja „asnasögur“ af sjálfum sér og hlógu dátt. Leikurinn fór þannig fram að þeir spurðu hver annan. „Hvað er það asnalegasta sem þú hefur gert“? Svo kom saga af ámátlegum atvikum — oftast atvikum sem áttu sér stað fyrir löngu, þ.e. þegar sögumaður var lítill. Sögurnar vöktu mikla kátínu. Allt í einu spyr einn félaganna mig: „Hvað er það asnalegasta sem Benni hefur gert?“ Áður en mér gafst ráðrúm til að svara rifjaði einn drengjanna upp atvikið þegar Benedikt braut glasið. Það sló þögn á drengina. Hinn drengurinn sem hafði verið með í þeirri för sagði ákveðið: „Uss það á ekkert að vera að tala um þetta. Þetta er ekk- ertfyndið“. Hinirtveir sembersýnilega höfðu ekki frétt af atvikinu spurðu áhyggjufullir hvort Benedikt hefði meitt sig. Þeirn létti þegar uppvíst varð að svo hefði ekki verið og leikur- inn hélt áfram. Þagmælska drengjanna tveggja sem höfðu verið vitni að þessu óþægilega atviki og viðbrögð félag- anna vöktu athygli mína og aðdáun. s Eg hef talað sem allra minnst um fötlun sonar míns við drengina. Eg hef svarað þeim í þau fáu skipti sem þeir hafa sjálfir spurt einhvers henni viðvíkjandi og eytt svo talinu. Setti ég fötlun sonar míns á oddinn í samskiptum drengjanna ætti ég erfitt með að greina á mil li þess hvort heim- sóknir þeirra byggðust á vináttu eða „góðverkum". Fyrir skömmu (dagbókarfærsla 5. apríl) bauð Benedikt félögum sínum heim í pitsu og ís og horfa á gaman- mynd. Þetta var gert samkvæmt ein- dreginni ósk drengjanna um að þeim yrði bættur upp föstudagurinn þegar Benedikt var veikur. Benedikt varð leiður á myndinni og vildi heldur tusk- ast við sessunaut sinn. Sá drengur hafði fúslega hjálpað Benedikt með pitsuna en vildi nú fá frið til að fy lgjast með myndinni. Hann ýtti syni mínum fyrst mjúkt en ákveðið til hliðar og sagðist vera að horfa á myndina. Þegar það dugði ekki og Benedikt hélt áfram að kássast upp á vin sinn, sneri dreng- urinn sér beint að honum og sagði: „Hvað er þetta, hættu þessu Benni og vertu cðlilcgur". Eg gat ekki varist brosi, en þetta bar árangur og sonur FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.