Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 18
Séra Guðný Hallgrímsdóttir Starfsmaður Þjóðkirkju og samtaka fatlaðra Það mun tæpast hafa farið framhjá fólki, að á liðnu sumri var Guðný Hallgrímsdóttir vígð til prestsembættis og það um leið að starf að málefnum fatlaðra yrði hennar vettvangur. Ritstjóri telur hlutverk séra Guð- nýjar hið mikilvægasta í því m.a. að ryðja brautina fyrir enn nánara sam- starfi Þjóðkirkjunnar og samtaka fatlaðra, þannig að kirkjunnar þjónar og fatlaðir finni enn betur hvorir aðra. Til þessa hlutverks er séra Guðný boðin hjartanlega velkomin og hér á eftir koma nokkrar spurningar, sem ég lagði fyrir hana og greinargóð og mjög skýr svör hennar, sem ég þakka einlæglega. Segðu mér Guðný nokkur deili á sjálfri þér: uppruna, æsku og uppvexti, námi og starfi og högum þínum nú í dag Eg er frá unga aldri alin upp í Mosfellssveitinni, eins og hún var kölluð þegar ég var að alast upp. Nú er sveitin mín orðin bær. Móðir mín er Sigrún Emma Ottósdóttir og faðir minn Hallgrímur Hallgrímsson. Móðir mín giftist Geir Þorsteinssyni er ég varkornabarn og gekk hann mér strax í föðurstað. Eg er elst systkina minna og hafði því oft það verkefni að líta eftir yngri systkinum mínum. Eg var atorkusamt barn, enda nóg að gera í Mosfellssveitinni er ég var að alast upp. Við lékum okkur eins og önnur börn við boltaleiki, klifur í nýbyggingum o.þ.h. Ég tók ung upp á því að læra á hljóðfæri sem við öll systkinin gerðum. Ég gekk í Skóla- hljómsveit Mosfellssveitar átta ára gömul og spilaði þar í ein tólf ár. Hljómsveitin var stofnuð af bræðr- unum Birgi D. Sveinssyni skólastjóra og Lárusi Sveinssyni trompetleikara. Eiga þeir heiður skilið fyrir mikið og gott framtak í æskulýðsmálum bæjarins. Þetta var góður skóli og tel ég að félagsskapur sem þessi sé eitt af því besta sem börn geta komist í. Ég ferðaðist víða með hljómsveitinni, bæði innanlands og utan, við lærðum að taka tillit til hvers annars, hlusta á hvert annað og spila saman sem einn maður. Margir af mínum bestu og Séra Guðný Hallgrímsdóttir. traustustu vinum eru þeir sem ég spil- aði með sem barn. Ég ólst að mestu upp við Reykja- lund og tel að það hafi gert mér mjög gott. A hverju sumri kynntist ég fötluðum bömum sem komu í sveitina til að endumæra sig á allan hátt. Lékum við okkur öll saman, hvort sem við vorum fötluð eða ófötluð. Er ég eltist vann ég í öllum skólaleyfum við Reykjalund og hef komið víða við innan þeirrar stofnunar. Ég kynntist því fólki sem átti við veikindi að stríða, hvort sem þau voru af líkamlegum toga eða andlegum. Ég kynntist raun- umþessafólks, baráttu þess og sigrum. Tel ég að það hafi átt þátt í að móta lífsskoðanir mínar síðar meir. Að grunnskóla loknum hóf ég nám við Menntaskólann við Hamrahlíð og lauk þar stúdentsprófi árið 1984. Að stúdentsprófi loknu lá leiðin í Háskóla Islands þar sem ég hóf nám við Guð- fræðideild Háskólans. A vetuma vann ég í bama- og æskulýðsstarfi í Mos- fellsbæ og sá um það starf ásamt öðr- um. Það er mjög gefandi að vinna með börnum, því þau eru svo hrein og opinská. Þau hjálpuðu okkur oft við að útskýra guðfræðileg efni á einfaldan og góðan hátt. Á síðasta ári mínu við Guðfræðideildina bætti ég við mig námskeiðum í félagsráðgjöf við Félagsvísindadeild Háskólans. Tel ég að guðfræðimenntun og félagsráð- gjafamenntun fari mjög vel saman, því þá nýtist ágætlega sú þekking að geta byggt upp og stutt einstakling, sem þarfnast þess með, bæði á andlegan sem og veraldlegan hátt. Ég lauk embættisprófi úr Guðfræðideild Háskólans nú í vor og vígðist skömmu seinna til þessa starfs. Maðurinn minn heitir Ágúst Friðrik Hafberg og er vélaverkfræðingur að mennt og eigum við eina dóttur, Emmu Dögg, fædda 4. júlí 1987. Hver voru tildrög þess innan kirkjunnar að farið var að huga að samstarfi við samtök fatlaðra um kirkjulegt starf? Tildrögin voru þau að fulltrúar Þjóðkirkjunnar sendu Landssamtök- unum Þroskahjálp og Öryrkjabanda- lagi Islands bréf, þar sem farið var fram á frekari samvinnu. Sérstaklega var þó um að ræða vilja kirkjunnar manna til að tengjast samtökunum betur vegna fermingarundirbúnings þroskaheftra. Komið var á fundum með þessum aðilum þar sem kom fram áhugi á því að ráða prest í hálft starf til reynslu, sem yrði sameigin- legur starfsmaður þeirra. Hlutverk prestsins var að vera fyrst og fremst tengiliður samtaka fatlaðra við Þjóð- kirkjunaogvinnaaðhagsmunamálum fatlaðra innan hennar. Ég hef verið nefnd sem prestur fatlaðra og er þá átt við það sem hér að ofan greinir. Hvernig komst þú inn í þessa mynd og hvers vegna? Það má e.t.v. segja sem svo að vegna náms míns við félagsvísind- adeild og margra ára starfsreynslu frá Reykjalundi hafi það legið beint við að leita til mín. Séra Bemharður Guðmundsson bauð mér starfið og þáði ég það strax með þökkum. Hvað olli því nú helzt að þú valdir þessa leið í stað hins hefðbundna prestakalls? Ég hef mikinn áhuga á sérþjónustustarfi prestsins, sem er ögn frábrugðnara en starf sóknarprests. í félagsráðgjöfinni svo og í prestsstarf- inu, erum við oftast að vinna með minnihlutahópum í þjóðfélaginu og tel ég að þeir þarfnist fleiri talsmanna í því stríði sem þeir þurfa oft að heyja 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.