Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 6
ÁGÚSTÞANKAR Sigrúnar Báru um Fréttabréfið og fleira Er sumri tekur að halla, nánar tiltekið í ágústmánuði, þegar nóttin er mjúk og hlý — angan gróðurs í lofti og manneskjurnar sælar og léttar í spori eftir sumarmánuðina, þykir mér gott að tylla mér niður í næði og hugsa. Stundumhvíslaégleyndarmál- um út í hlýtt síðsumarskvöldið, vitandi um að það segir engum frá. Einstaka hugsanir hitta pappírinn, en flestar fljúga þær á brott með farfuglunum. Tími þessi þykir mér og einstaklega góður til að líta um öxl gagnrýnum augum, gera upp og velta fyrir mér hvemig gera megi betur á vetri komanda. Vetrarstarfið fer að hefjast og tími til kominn að leggja niður kæruleysi og léttúðugheit sumarsins og sýna ábyrgð í hugsun og athöfnum. Tilefni þessarar blekeyðslu hjá mér er að þú vinur minn Helgi þjáist greinilega líka af þessari uppgjörssýki ágústmánaðar. Geri ég ráð fyrir að bréfkorn það er þú sendir mér, þar sem þú baðst um álit mitt á Fréttabréfi Ö.B.I. sé undan þessari áráttu runnið. Hvað þú telur þig hafa upp úr slíkri bón er mér hulin ráðgáta, en hér koma nokkrir punktar um blaðið. Fréttabréfið þykir mér hafa þróast til betri vegar, þ.e.a.s. betur sett upp, útlit fallegra. Efni fjölbreytt, sem er mjög gott þar sem þetta er fréttabréf jafn stórra samtaka sem Ö.B.I. Kostur þykir mér við Fréttabréfið, hvað það berst víða. Því er það kjörinn vettvangur til skrifta og upplýsinga um hin ýmsu málefni fötlunar. Ekki þarf ég að kvarta um hlut félags míns Geðhjálpar í Fréttabréfinu. Þar hefur Geðhjálp verið gerð góð skil. Veit ég að Geðhjálparfélagar þy rftu aðeins að vera duglegri að drepa niður penna. A það ekki síst við um undirritaða. Utlit blaðsins hefur batnað mjög á síðustu missirum. Gjarnan mætti skilja betur á milli greina t.d. með myndum og fyrirsögnum og fl. (betra ,,layout“)- Efni til viðbótar mætti t.d. vera greinar um: Sigrún Bára. Nýjungar í þjálfun og e.t.v. lækningu á sjúkdómum er valda fötl un. Frá iðjuþjálfum um nýjungar í hjálpartækjum. Frá tölvuþjónustu fatlaðra.—Hvað er að gerast þar — og um nýjungar í íölvumálum. Frá starfsþjálfun fatlaðra — end- urmenntun — atvinna. Um möguleika fatlaðra varðandi húsnæði. Grein frá atvinnumiðlun fatlaðra. Góðar þykja mér greinar þínar um lagasetningar og réttindi fatlaðra. Lengi mætti upp telja í þessum dúr. Með þessari upptalningu er ég ekki að segja að greinar um þessi efni hafi ekki birst í Fréttabréfinu. Heldur kannski miklu fremur að benda á að framfarir á sumum sviðum þessara mála eru svo örar að nauðsyn- legt er að öryrkjar og fagaðilar um land allt geti fylgst með nýjungum. Hvaða efni mætti sleppa get ég ekki gert upp hug minn um. Verð ég því að leggja það í hendur ritstjórans með þeirri vissu að hann finni á því góða lausn, eins og er um flesta, ef ekki alla hluti sem hann tek- ur sér fyrir hendur. Það er ómetanlegt fyrir félagasam- tök sem Ö.B.Í. að gefa út sitt eigið fréttabréf, til að koma upplýsingum, fræðsluefni og ofurlítilli skemmtan til liðsmanna sinna. Hvernig félagsmálastjóri banda- lagsins getur sinnt Fréttabréfinu ásamt sínu umfangsmiklastarfi, vekurávallt furðu mína. Geta mætti sér til að ekki væri vanþörf á liðsauka við útgáfu blaðsins. Fréttabréf sem þetta er sameining- artákn fyrirfélögin sem innan vébanda Ö.B.I. starfaogþareru allirjafn réttháir að senda ritkúnstir sínar inn. V ona ég að Fréttabréfið haldi áfram að vaxa og dafna. Með bestu kveðju Sigrún Bára Friðfinnsdóttir. Ritstjóri þakkar óverðugur þankana, en þykir vænt um. Ljóðaklúbbur Geðhjálpar. 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.