Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1990, Blaðsíða 24
RITGERÐ UM MS Margrét Ólafsdóttir: Inngangur ritstjóra Til hinna einstöku aðildarfélaga Öryrkjabandalagsins er alltaf öðru hvoru leitað af hálfu námsmanna um efni í ritgerðir. Ymist eru námsmenn þá að skrifa prófritgerðir um félagsskapinn, sjúkdóminn eða hvoru tveggja, svo og annað það, sem varðar hin einstöku félög og hagsmuna- og baráttumál þeirra. Hér á eftir fer ein slík skrifuð af Margréti Ólafsdóttur í fornámi sjúkraliða hjá Námsflokkum Reykjavíkur og var þetta félagsfræðiverkefni hennar. Ritgerðin er um MS-félagið að hluta, en mest þó um sjúkdóminn sjálfan og gefur góða innsýn í hvoru tveggja: hversu námsmenn afla sér þekkingar um viðkomandi verkefni svo og um viðfangsefnið sjálft og úrvinnslu þess. Þetta er að sjálfsögðu skrifað af áhugamanneskju og er mjög skýr og góð ritgerð sem slík, en sem háfræðilegt innlegg ber ekki af höfundar hálfu að taka þessa ritsmíð. Rétt er þó að geta þess, að Margrét fékk A fyrir ritgerðina svo og lofsamleg ummæli kennara síns. Ritgerð Margrétar: Inngangur Það sem þessi ritgerð fjallar um er MS-sjúkdómurinn, eða Multiple Sclerosis. Sjúkdómurinn sem herjar einkum á ungt fólk. Það vita ekki margir um þennan sjúkdóm. Hér verður reynt að gefa nánari upplýsingar um gang sjúk- dómsins, orsök, helstu einkenni hans og meðferð, því margt er hægt að gera til að létta undir með sjúklingnum, bæði með sjúkra- og iðjuþjálfun. Verð- ur sagt frá ýmsu sem gert er fyrir sjúklingana í dagvist félagsins í Alandi 13, og einnig verða frásagnir nokkurra sjúklinga. Hvað er MS? Ein af gátum læknisfræðinnar er sjúkdómurinn Multiple Sclerosis, sem er alþjóðlegt heiti á sjúkdómi í mið- taugakerfi, eða heila- og mænusigg, eins og hann er kallaður á íslensku. Sjúkdómurinn semenginbein lækning er til við og ekki hægt að vita hver fær. MS-sjúkdómurinn er langvinnur (króniskur) bólgusjúkdómur í mið- taugakerfinu (þ.e. heila og mænu), og lýsir sér með bólgum í „myelin“-slíðri taugaþráðanna. Hlutverk „myelin“- slíðursins er að næra taugaungana, þ.e. taugarnar, og auka hraða tauga- boðannaeftir þeim. Ef „myelin"-slíðr- ið skemmist þá hefur það í för með sér truflun á flutningi taugaboðanna og viðkomandi getur lamast, misst sjón Margrét Ólafsdóttir. og fengið sjóntruflanir í hina ýmsu líkamshluta, sem getur leitt til var- anlegrar fötlunar. Sjúkdómurinn kem- ur í köstum sem ganga til baka (oftast), og er aldrei að vita áhvaða líkamshluta hann herjar hverju sinni. MS kemur einkum fyrir í tempruðu beltunum. Algengi í tempraða belti norðurhvels jarðar er um það bil 50 tilfelli á 100.000 fbúa, en nýgengi, 3—4 á 100.000 íbúa á ári. Við miðbaug er algengi hins vegar u.þ.b. 10 á 100.000, ennýgengi u.þ.b. 1 á 100.000 íbúa á ári. I u.þ.b. tveimur þriðja hluta tilfella koma einkennin fram á aldr- inum 20—45 ára en afar sjaldgæft er að sjúkdómurinn geri vart við sig fyrir 10 ára aldur eða eftir 60 ára. MS er nokkuð algengari hjá konum en körl- um eða 3:2 og hann er algengari meðal hvítra manna en gulra og hann finnst ekki í svarta kynstofninum. Enn er of lítið vitað um sjúkdóminn til þess að skýringar fáist á því. MS-félag Islands var stofnað 20. sept. 1968 að frumkvæði Kjartans R. Guðmundssonar yfirlæknis Tauga- lækningadeildar Landspítala íslands. Núverandi formaður MS-félagsins er frú Gyða Jónína Ólafsdóttir. Starfrækir nú félagið dagvist að Álandi 13, og er þareinnig skrifstofafélagsins. Teljast nú um 200 manns með þennan sjúk- dóm hér á landi. Greining á MS og einkenni MS uppgötvaðist fyrst um 1860, en vitað er um tilfelli frá árinu 1827. Sjúkdómurinn hefurþekkst hérá landi í ca 60 ár, og voru fyrstu sjúklingamir greindir upp úr 1930. Oft liðu 30—40 ár frá fyrsta einkenni og þangað til greining átti sér stað og voru þá fyrstu einkennin orðin óljós í minni sjúkl- ingsins. Á þetta sérstaklega við ein- kenni eins og dofa, sem hefur komið og er svo horfinn eftir nokkrar vikur, og ekki leitt til þess að sjúklingurinn hafi leitað læknis. I sumum tilvikum finnur sjúklingurinn um tíma fyrir óljósum einkennum (svo sem vanlíð- an, óeðlilegri þreytu, óskýrri sjón, höfuðverk, óljósri jafnvægistruflun og þvagfæratruflun), áður en greinileg einkenni koma fram. Oft kemur fyrir að MS leggst á öndunar- og talfæri, og verður sjúklingurinn þá þvoglumæltur og oft er erfitt að skilja hann. Sjón- truflanir eru mjög algengar hjá MS- sjúklingum og valda þeim oft veru- legum óþægindum. Ennþá er engin örugg aðferð til þess að greina MS, hin margbreytilegu einkenni gætu verið af öðrum orsökum, ef til vill afleiðing annarra sjúkdóma í mið- taugakerfinu. Ymiss konar álag, svo sem áverkar, meðganga og fæðing barns, svo og skurðaðgerðir virðast geta ýtt undir að MS komi fram. Algengasta byrjunareinkenni MS er lömun eða kraftaskerðing einhvers staðar í líkamanum, oftast í handlegg eða fæti, lömuninni fylgja gjaman aukin sinabrögð og aukið vöðvaþol í viðkomandi líkamshluta, og við 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.