Fréttablaðið - 21.05.2020, Síða 38

Fréttablaðið - 21.05.2020, Síða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is MÉR FANNST ÖSKUR MJÖG VIÐEIGANDI NAFN, SVONA Í LJÓSI ALLS SEM VIÐ HÖFUM UPPLIFAÐ Á ÞESSUM TÍMUM. Orkan býður lítrann á lægsta verðinu í öllum landshlutum — án allra skilyrða. LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDS- HLUTUM Björgvin segir School of Visual Arts vera fjölþjóðlegan skóla og þar hafi hann eignast góða vini. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nú fyrir helgi opn-uðu þrír listamenn örgallerýið Öskur í Miðstræti 12. Þeir Björgvin Jónsson, Einar Snor r i og Gotti Bernhöft opnuðu gallerýið með skemmtilegri samsýningu en þeir eru allir með vinnustofu sína á staðnum. Björgvin útskrifaðist með láði frá listaskólanum School of Visual Arts í New York fyrir tveimur árum síðan og var einn af tuttugu bestu nemendum við skólann sem var valinn til að birta verk sín í bók sem gefin er út árlega af skólanum. Björgvin er nú snúinn heim aftur til Íslands eftir sex ár í New York þar sem hann lærði Fine Arts. Hann er það sem kallast „mixed media“ listamaður. „Ég nota sem sagt mis- munandi miðla í listsköpun minni og vinn með mismunandi efni,“ segir Björgvin. Listin birt um alla borg Á fjórða ári hans við skólann var honum boðið að taka þátt í stórri sýningu á vegum MvVo, sem er þekkt fyrirtæki innan listabrans- ans fyrir framsæknar hugmyndir í miðlun lista. „Maria van Vlodrop, stofnandi fyrirtækisins, leitaðist eftir því við skólann minn að bjóða nokkrum nemendum til að taka þátt í sýn- ingu. Fjórir nemendur voru valdir, svo það var mikill heiður að tilheyra þeim hópi,“ segir Björgvin. Sýningin var haldin í Sotheby‘s og gekk mjög vel. „Fyrirtækið sjálft er ekki með eigið gallerý og notar það fyrst og fremst síðuna Artsy til að koma list á framfæri og má segja að hún sé nokkurs konar netvettvangur til að skoða og kaupa list.“ Að sögn Björgvins gerði MvVo svo samning við LinkedIn í New York sumarið eftir útskriftina hans og birti verk hans þar á meðal ann- arra á auglýsingaskiltum út um alla borgina. „Mér fannst mjög gaman og örlítið súrrealískt að sjá verkin mín á skiltum víða um borgina,“ segir hann. Fleiri tækifæri tóku við „Þegar ég tók þátt í sýningu MvVo sem er haldin í Sotheby‘s, þá er mér boðið að taka þátt í sýningu í Los Angeles,“ segir Björgvin. Fleiri tækifæri komu í kjölfarið sem varð til þess að Björgvin tók þá ákvörðun að einbeita sér enn frekar að listinni. Hann hreinsaði hugann, fór á vit ævintýra og ferð- aðist um Evrópu. Í skólanum í New York hafði hann eignast marga vini vítt og breitt um heimsálfuna og til- valið að heilsa upp á þá. „Skólinn var mjög fjölþjóðlegur en New York er líka bara ótrúlega fjölþjóðleg borg. Þar er endalaust að sjá og skoða, og fólk hvaðanæva að. Maður fær að upplifa menningu svo margra ólíkra landa.“ Á ferðalögum sínum tók hann myndir af og teiknaði upp fjölbreytt og fræg kennileiti sem er nú hluti af list hans í dag. „Þegar ég var í Evrópu fór ég á alls konar listasöfn og listsýningar, til dæmis Feneyjatvíæringinn,“ segir Björgvin. Nýtt gallerý Eftir Evrópureisuna fékk Björgvin bréf frá gallerýi í New York. „Í því var mér boðið að vera með verk í gallerýinu og öðrum stórum sýningum. Ég náði að taka þátt í einni sýningunni sem heitir LA Art show og er í Los Angeles, en síðan skellur heimsfaraldurinn á,“ segir Björgvin. „Einnig átti ég að vera aftur með í sýningu MvVo í byrjun maí en eins og gefur að skilja hefur COVID-19 haft víðtæk áhrif. Það eru þó gleðifréttir að sýningin verður haldin í september.“ Art Basel í Miami er svo á döfinni hjá Björgvin í desember, sem von- andi stenst. Samstarfið gott Björgvin stefndi á að taka meistara- námið í Bandaríkjunum en vegna COVID-19 var því öllu slegið á frest. Hann ákveð því að finna sér aðstöðu hérna í Reykjavík til að vinna að list sinni og fékk rýmið í Miðstrætinu. „Þetta er stórt rými þannig að ég fékk Einar og Gotta með mér í stúd- íóið. Við höfum þrír tekið þetta allt saman í gegn og ég er ótrúlega ánægður með okkar samstarf. Við ákváðum að hafa gallerýið fremst í rýminu og mér fannst Öskur mjög viðeigandi nafn, svona í ljósi alls sem við höfum upplifað á þessum tímum. Alla hefur ef laust langað í gegnum þennan tíma að öskra endrum og eins,“ segir hann og hlær. Sýningin í Öskur gallerýi stendur yfir út mánuðinn. steingerdur@frettabladid.is Öskur í Miðstræti Björgvin Jónsson er fluttur aftur heim eftir listnám í New York. Hann tók þátt í LA Art show og fer senn með list sína á Art Basel í Miami. Fyrir viku opnaði hann Öskur gallerý með félögum sínum. 2 1 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.