Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.05.2020, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 23.05.2020, Qupperneq 4
TÖLUR VIKUNNAR 17.05.2020 TIL 23.05.2020 68 milljónir króna var tap félagsliða í efstu deild karla í knattspyrnu á síðasta ári. 2 eru í einangrun á Íslandi vegna COVID-19. 18 milljónir króna er áætlaður kostnaður við viðbyggingu á Bragganum í Nauthólsvík. 24 prósent kvenna sem starfa á Alþingi hafa orðið fyrir kyn- ferðislegri áreitni í starfi sínu. 5,7 prósent af íbúum Íslands eru frá Póllandi. Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala sagði að áhrif mikillar spritt­ notkunar á ónæmiskerfið væru ekki þekkt. „Stutta svarið er að við vitum það ekki. Þessi gengdarlausa spritt­ notkun sem hefur verið í gangi núna á sér engin dæmi í sögu mannsins þannig að það á eftir að koma í ljós hver áhrif hennar verða,“ sagði hann. Drífa Snædal forseti ASÍ sagði stöðu öryrkja smánarblett á samfélaginu og að mikill vilji væri innan sam­ bandsins til að styrkja kjör þeirra. Ásamt henni skrifuðu formenn BSRB, Öryrkjabandalags Íslands, Bandalags háskólamanna og Kennarasambands Íslands undir yfirlýsingu um bættan hag öryrkja á Íslandi. Aldrei fyrr hafa samtök launþega lýst yfir stuðn­ ingi við Öryrkjabandalagið. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði ekki víst að aukin skuld­ setning myndi leysa vanda fyrirtækja sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna kórónuveirunnar. Mikil­ vægt sé að fyrirtæki semji fyrst við kröfuhafa áður en þau leiti á náðir ríkissjóðs. „Brúarlánin og að einhverju leyti stuðningslánin eru einn valmöguleikinn sem fyrirtækjum stendur til boða við endurskipulagningu skulda.“ Þrjú í fréttum Spritt, öryrkjar og tekjutap ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.FIATPROFESSIONAL.IS • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 FIAT HÚSBÍLAEIGENDUR ER HÚSBÍLLINN ÞINN KLÁR FYRIR SUMARIÐ? BJÓÐUM UPP Á SMURÞJÓNUSTU OG LÉTTA ÁSTANDSSKOÐUN FYRIR SUMARIÐ: • SJÓNSKOÐUN Á BREMSUKERFI OG UNDIRVAGNI • LJÓS YFIRFARIN • ÁSTAND HJÓLBARÐA METIÐ OG LOFTÞRÝSTINGUR MÆLDUR • ÞURRKUR OG RÚÐUSPRAUTUR YFIRFARNAR • ÁSTAND KÆLIKERFIS METIÐ • HLEÐSLA RAFKERFIS MÆLD. ALLIR VINNA – ENDURGREIÐSLA Á VSK Á VINNULIÐ AÐ LÁGMARKSUPPHÆÐ 25.000 KR. ÁN VSK. NEYTENDUR Mikill fjöldi fasteigna­ eigenda hefur endurfjármagnað húsnæðislán sín og hefur hlutfall óverðtryggðra lána aldrei verið hærra. Seðlabankinn lækkaði stýri­ vexti niður í eitt prósent í vikunni sem er það lægsta á öldinni. Með endurfjármögnun á lægri vöxtum er hægt að spara tugi þúsunda króna á mánuði. Björn Berg Gunnars son, deildar­ stjóri Greiningar hjá Ís lands banka, segir um þriðjung lántöku síðustu mánaða vera endurfjármögnun. „Þetta er þróun sem hófst strax þegar vextir tóku að lækka. Fyrir­ höfnin og kostnaðurinn við endur­ fjármögnun er miklu minni en áður og hafa margir áttað sig á því að þetta getur lækkað greiðslubyrðina eða stytt lánstímann,“ segir Björn. Hluti breytir lánum úr verð­ tryggðum y f ir í óverðtryggð. „Óverðtryggð húsnæðislán hafa aldrei verið hærra hlutfall en í dag. Það má að miklu leyti rekja til vaxtastigsins, en það er í fyrsta skipti raunhæft fyrir marga að taka slík lán,“ segir Björn. „Ef þú sérð fram á að lántökukostnaðurinn sé fljótur að koma til baka í þeim vöxtum sem þú sparar þá er það ansi mikill hvati. Það þarf þó einnig að taka mið af mögulegum uppgreiðslukostnaði.“ Hægt er að sækja um endurfjár­ mögnun hjá hvaða banka sem er óháð viðskiptasambandi, mismun­ andi reglur eru hjá lífeyrissjóðum. Þá eru einnig í boði viðbótarlán hjá bæði Framtíðinni og Arion banka. Fjártæknivefurinn Aurbjörg hleypti af stokkunum sérstökum lánareikni fyrir endurfjármögnun lána nýverið. Er þar hægt að bera saman eigin lánakjör við öll önnur lánakjör sem eru í boði hér á landi og fá nákvæma krónutölu. „Fólk getur sannarlega sparað háar fjár­ hæðir með endurfjármögnun,“ segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Aurbjargar. „Ég held að besta tímakaup sem fast­ eignaeigendur geti fengið sé að skoða þetta og gera það á hverju ári þegar fasteignamatið er endur­ reiknað.“ Staðan á markaðnum er síbreyti­ leg og því er alltaf erfitt að tíma­ setja hvenær rétti tíminn sé til að endurfjármagna. „Rétti tíminn til að endurfjármagna lán er til dæmis þegar vextir eru orðnir lægri en það sem þú ert að borga,“ segir Auður. Hún bendir á að lækkun á greiðslubyrði geti ekki aðeins gagnast þeim sem glíma við tekju­ fall vegna faraldursins heldur einn­ ig geti það hjálpað við að koma hjólum atvinnulífsins í gang. „Með endurfjármögnun er hægt að fá fé til framkvæmda, hvort sem það er garðurinn eða ný eldhúsinnrétting.“ Fleiri möguleikar eru í boði, til dæmis að halda sömu greiðslum en stytta í láninu. „Ef þú ert með lán sem þú ræður við að borga af í dag getur þú með því að stytta lánið og endurfjármagna á betri kjörum eignast meira í eigninni í hverjum mánuði,“ segir Björn. Hann segir að þótt það sé orðið mjög einfalt og þægilegt að ganga frá lántöku á netinu sé alltaf gott að setjast niður með ráðgjafa. „Það er svo margt sem þarf að hafa í huga og því er alltaf best að tala við fag­ fólk sem getur leiðbeint manni og aðstoðað við helstu ákvarðanir.“ arib@frettabladid.is Gætu sparað sér tugi þúsunda Fasteignaeigendur geta sparað háar fjárhæðir í hverjum mánuði með endurfjármögnun á lægri vöxtum. Framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækis segir það geta hjálpað við að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Með endurfjár- mögnun er hægt að fá fé til framkvæmda, hvort sem það er garðurinn eða ný eldhúsinnrétting. Auður Björk Guð- mundsdóttir, framkvæmda- stjóri Aurbjargar Mikil aukning hefur verið í töku óverðtryggðra lána þá mánuði sem liðnir eru af árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 3 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.