Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 38
Margt er hægt að bralla með ung- viðinu á Reykjanesi, svo sem að veiða eða dorga, kíkja á róló, í hvala- skoðun, ganga um hell- inn Leiðarenda og bregða sér yfir Brú á milli heimsálfa, sem er einstök á heimsvísu. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Þessi magnaði leikvöllur fyrir börn jafnt sem fullorðna er staðsettur í bakgarði höfuðborgarsvæðisins og því til- valinn áfangastaður til skemmri eða lengri dvalar,“ segir Eyþór Sæmundsson hjá Markaðsstofu Reykjaness. „Reykjanesið er afar hentugt fyrir barnafjölskyldur sem vilja njóta útivistar, náttúru, menn- ingar og afþreyingar, án þess að leita langt yfir skammt. Það vita ekki allir að á Reykjanesi má meðal annars finna skógi vaxin svæði, þar sem má finna leiktæki og eldunaraðstöðu, líkt og við Sól- brekkur og Háabjalla.“ Á Reykjanesi eru fjölmargir tindar sem hæfa reynslulitlu fjall- göngufólki. „Þorbjörn við Grindavík er afar hentugt fjall fyrir alla fjöl- skylduna. Þar er meðal annars hin stórbrotna Þjófagjá, sem allir ættu að skoða. Auk þess er útsýnið magnað og stutt í Selskóg og Bláa lónið,“ upplýsir Eyþór. Hann segir öll góð ferðalög enda á sundferð og góðum bita. „Á Reykjanesi má finna sund- laug í hæsta gæðaflokki í hverju einasta sveitarfélagi. Innilaugin í Reykjanesbæ er einstaklega hentug fyrir yngstu börnin, en allar hafa laugarnar sín sérkenni og sjarma,“ segir Eyþór. „Á svæðinu má svo finna á fimmta tug veitingastaða af öllum gerðum og ef þú átt til dæmis eftir að heimsækja Hjá Höllu eða bragða hinn heimsfræga Villa- borgara, þá áttu margt eftir ólifað.“ Fjölskylduparadísin Reykjanes Á Reykjanesi getur fjölskyldan notið útivistar og afþreyingar í bakgarði höfuðborgarinnar. Fjöl- margt er í boði og inni á milli leynast faldar perlur, sem alltof margir hafa enn ekki uppgötvað. Það er auðvelt að koma til móts við ferðagleði barna á Reykjanesi þar sem ævintýrin bíða þeirra við hvert fótmál. Fjöruferð að Kleifarvatni er einstök upp- lifun. Reykjanesið á líka augljóslega nóg af fjörum sem auðvelt er að sækja. „Hvíta sandinn má finna á Garðskaga og svarta sandinn í Sandvík eða við Kleifarvatn. Gönguleiðir eru um gjörvallt Reykjanes og margar þeirra eru einstaklega aðgengilegar og hent- ugar fyrir börn,“ segir Eyþór. Söfn sem henta öllum Reykjanes hefur að geyma fjöl- mörg söfn, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. „Má þar nefna Skessuna í hell- inum, Rokksafn Íslands, Víkinga- safnið, Duus-hús, Byggðasafnið á Garðskaga, Þekkingarsetrið í Sandgerði og Saltfisksetrið í Grindavík. Glæsileg bókasöfn eru einnig á Reykjanesi, þar sem gaman er að grúska í bókum og leika,“ segir Eyþór. Fjölmargt annað er hægt að bralla með ungviðinu á Reykja- nesi. „Svo sem að veiða og dorga, kíkja á róló, spila golf, skella sér í hjólaferð, kíkja í hvalaskoðun, ganga um hellinn Leiðarenda, bregða sér yfir Brú á milli heims- álfa, sem er einstök á heimsvísu og staðsett plötuskilum Evrópu og Ameríku. Svo er bara hægt að kíkja í bíltúr Krýsuvíkurleiðina og staldra við á stórbrotnum stöðum eins og Brimkatli og smella af sér mynd, svo fátt eitt sé nefnt.“ Nánar á visitreykjanes.is Vorið 2009 hóf Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir landgræðsluverkefni undir heitinu Heklu skógar. Tveimur árum síðar gengu fjögur mótor- hjólafélög til viðbótar til liðs við verkefnið og hafa þau nú farið á hverju ári í landgræðsluferð þar sem sexhjól í eigu Gísla Einars- sonar hefur reynst afar vel. Árlegur viðburður Gísli, sem er meðlimur Slóðavina, er einn þeirra sem tekið hafa þátt í verkefninu frá upphafi. „Ég er búinn að vera með nánast frá upp- hafi,“ segir hann. „Þetta er árlegur viðburður og er samvinnuverkefni nokkurra mótorhjólaklúbba, þar á meðal Slóðavina sem er ekki bara mótorhjólahópur, heldur ferða- klúbbur á mótorhjólum, fjórhjól- um og beltahjólum og fleira. Hinir klúbbarnir sem eru með okkur eru allt mótorhjólaklúbbar.“ Hin félögin sem koma að verk- efninu eru BMW klúbburinn á Íslandi, Skutlur, Harley Owners Group Iceland og Gaflarar í Hafn- arfirði. Hvert félag fyrir sig vinnur á 25 hektara svæði (500x500) og ber þar á áburð og gróðursetur trjáplöntur ár hvert. Að auki vinna Slóðavinir á 80 hektara svæði á Vaðöldu og Endurvinnslan hf. vinnur á 40 hektara svæði, sam- hliða mótorhjólafélögunum. „Við fengum úthlutað og byrj- uðum á svæði sem heitir Vaðalda, sem er upphækkað svæði út frá lóninu hjá virkjuninni á Sultar- tanga. Svo breyttist það þegar við ákváðum að fá sérstakt svæði við þjóðveginn, sem er svona ca 5 kíló- metrar að lengd og 500 metrar á breidd,“ skýrir Gísli frá. „Þar erum við að vinna að því að búa til skóg sem við ræktum með höndunum, með það fyrir augum að þetta gæti hugsanlega orðið ein- hvers konar mótorhjólakeyrslu- svæði í framtíðinni, ef það er hægt að gera einhverjar skemmtilegar brautir þarna.“ Skógurinn sem félögin vinna að því að græða er í daglegu tali nefndur Mótorhjóla- skógurinn. Alls er uppgræðslusvæðið tæp- lega 300 hektarar. Ýmsir aðilar hafa styrkt verkefnið, en stærsta styrkinn veitir N1 árlega, þar sem fyrirtækið lánar Slóðavinum vöru- bíl með krana til að flytja áburð- inn og hífa sekkina í vegkantinn við reiti hvers félags. Kærkomin hjálparhella „Ég kem alltaf með sexhjól á svæðið, sem er fjórhjól með palli, og það hjálpar okkur að dreifa áburði, það munar miklu að geta dreift áburði til að örva vöxtinn. Það er orðið fastur punktur í þessu og auðveldar alla vinnu.“ Ábyrgðin er mikil. „Ég þarf alltaf að halda því gangandi til að vera öruggur að geta mætt með það, það er orðið fimmtán ára gamalt. Það virkar mjög vel í áburðar- dreifingu því það getur einn verið að keyra og einn setið aftan á pall- inum og kastað áburðinum, svo getur maður líka borið í þau sem eru að kasta úr fötum eða skjólum og eru kannski búin að labba langt frá sekknum, þá getur maður skotist til þeirra með áburð.“ Þá þarf líka að fara gætilega. „Það er alltaf að verða vandasam- ara að keyra á svæðinu, því það eru alltaf að koma fleiri plöntur, maður verður að passa sig á að keyra ekki á litlu trén.“ Blaðamaður spyr Gísla hvort sexhjólið sé hálfgerð þungamiðja verkefnisins. „Það mætti kannski segja að það sé lykilþátttakandi í þessu verkefni.“ Í dag verður farið af stað í land- græðsluferðina og lagt verður af stað frá Olís Norðlingaholti klukkan 8.45 og 9.00. Hægt er að fylgjast með verkefn- inu á Facebook undir „Mótorhjóla- skógurinn“. Rúntað og ræktað upp land Á milli Sultartangalóns og Hrauneyjavegar vinna nokkur mótorhjólafélög að því að græða upp örfoka land og endurheimta forna birkiskóga. Í dag verður farið í hina árlega landgræðsluferð. Gísli Einarsson, Slóðavinur og eigandi Nexus, segir sexhjólið hafa komið sér afar vel við áburðardreif- ingu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Gísli á sexhjólinu goðsagnakennda ásamt mótorhjólakonum úr kvenhjólaklúbbnum Skutlum. 8 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RFERÐUMST INNANLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.