Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.05.2020, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 23.05.2020, Qupperneq 42
Verkefnisstjóri Miðstöðvar útivistar og útináms Skóla- og frístundasvið Frístundamiðstöðin Gufunesbær auglýsir eftir verkefnisstjóra útivistar og útináms. Frístundamiðstöðin Gufunesbær heyrir undir skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og hefur umsjón með starfsemi Miðstöðvar útivistar og útináms (MÚÚ). Tilgangur starfsins er m.a. að tengja útivist og útinám við grundvallarþætti menntastefnu Reykjavíkurborgar: Félagsfærni, sjálfseflingu, læsi, sköpun og heilbrigði. Lögð er áhersla á að veita ráðgjöf og stuðning við eflingu þessara þátta og ýta undir reynslu barna og unglinga af útivist og útinámi. Við leitum að öflugum einstaklingi í fullt starf sem hefur mikinn áhuga á útinámi og útivist og reynslu af starfi með börnum og unglingum. Helstu verkefni og ábyrgð • Að efla og styðja við útivist og útinám á starfsstöðum skóla- og frístundasviðs. • Að taka þátt í, stýra og hafa frumkvæði að fræðslu í formi fyrirlestra, smiðja, námskeiða, málþinga o.fl. í tengslum við útinám og útivist. • Ábyrgð á að fylgja eftir áherslum í menntastefnu Reykja- víkurborgar, frístundastefnu borgarinnar, aðalnámskrá leik- og grunnskóla, starfsskrá frístundamiðstöðva og starfsáætlunar Miðstöðvar útivistar og útináms. Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar. Hæfniskröfur • Háskólapróf s.s kennaramenntun, uppeldisfræði, tómstunda- og félagsmálafræði, líffræði, landafræði, jarðfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi. • Meistarapróf eða mikil starfsreynsla á viðkomandi sérfræðisviði. • Víðtæk þekking og reynsla á sviði útilífs, útináms og útivistar. • Víðtæk reynsla og þekking á skóla- og frístundastarfi. • Reynsla af verkefnastjórnun og innleiðingu verkefna. • Framúrskarandi hæfni í samskiptum, sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfni og frumkvæði. • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Góð almenn tölvukunnátta. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Ráðið verður í starfið frá og með 1. ágúst 2020. Umsóknarfrestur er til og með 10. júní nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hafsteinn Hrafn Grétarsson í síma 411-5600 og tölvupósti hafsteinn.hrafn.gretarsson@rvkfri.is Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Menntunar- og hæfniskröfur · Leikskólakennaramenntun · Reynsla af starfi í leikskóla kopavogur.is Kópavogsbær auglýsir starf skipulagsstjóra laust til umsóknar. Skipulagsstjóri stýrir skipulags- og byggingardeild bæjarins en þar starfar 14 manna samhentur hópur. Hann hefur umsjón með þróun á sviði skipulagsmála í bænum og ber ábyrgð á að meðferð skiplagsmála sé í samræmi við samþykkta stefnumótun, gildar skipulagsáætlanir og að farið sé eftir lögum og reglugerðum. Hann er ráðgjafi bæjarstjórnar í skipulagsmálum. Helstu verkefni · Daglegur rekstur skipulags- og byggingardeildar. · Vinnur skipulagsáætlanir (aðal-, deili- og hverfisskipulags) og skipulags- og byggingarskilmála. · Umsjón og eftirlit með gerð umhverfismats áætlana. · Útgáfa framkvæmdaleyfa og gerð umsagna um skipulags- og byggingarerindi. · Umsjón með grenndarkynningu deiliskipulagsbreytinga og byggingarleyfa. · Auglýsir skipulagslýsingar og skipulagsbreytingar lögum samkvæmt. · Undirbúningur funda skipulagsnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar. · Upplýsingagjöf og samskipti við íbúa, kjörna fulltrúa og aðra hagsmunaaðila. · Þátttaka í samráðshópum um skipulags- og byggingarmál. · Situr í fagráði svæðisskipulagsnefndar SSH. · Umsagnir vegna kærumála og álitaefna í samstarfi við lögfræðideild. Menntunar- og hæfniskröfur · Meistarapróf á háskólastigi sem nýtist í starfi. · Löggiltur skipulagsfræðingur eða sambærileg menntun sbr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. · Leiðtogahæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum. · Þekking og reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu. · Lausnamiðuð hugsun og færni í framsetningu efnis. · Þekking á teikniforritum og öðrum forritum tengdum skipulagsvinnu. · Þekking á skjalavistunarkerfum er kostur. · Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs (steingr@kopavogur.is). Tekið er við umsóknum í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Skipulagsstjóri Sveitarfélagið Vesturbyggð auglýsir starf skólastjóra Bíldudalsskóla laust til umsóknar. Leitað er eftir metnaðar fullum einstaklingi sem býr yfir leiðtoga hæfi­ leikum, hefur víð tæka þekkingu á skólastarfi, fram sækna sýn á rekstur skóla og er tilbúinn til að leiða Bíldudals­ skóla í samræmi við skóla stefnu Vesturbyggðar. Í Bíldudalsskóla eru 29 nemendur og þar starfa 9 starfs­ menn. Það er samrekin grunnskóli og leikskóli og eru nemendur í leikskólanum 11 og 3 stafsmenn. Skóla stjóri hefur einnig umsjón með mötuneyti skólanns. Nýr skóla­ stjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2020. Umsóknarfrestur er til og með 5 júní 2020. Meginverkefni • Stýrir og ber ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi. • Faglegur leiðtogi og mótar framtíðarsýn í samræmi við skólastefnu Vesturbyggðar, aðalnámskrá leik og grunnskóla og lögum um leik og grunnskóla. • Veitir skólanum forstöðu á sviði kennslu og þróunar. • Ber ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun. • Tekur þátt í samstarfi við aðila skólasamfélagsins í Vesturbyggð. • Hefur umsjón með daglegu starfi lengdrar viðveru á Bíldudal. Hæfniskröfur • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara. • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg. • Færni og að minnsta kosti 3 ára reynsla af stjórnun grunnskóla er æskileg. • Færni og reynsla af starfsmannahaldi skilyrði. • Hæfni og reynsla í stefnumótun, áætlanagerð og þróun skólastarfs æskileg. • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð. • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum. • Góð íslensku og enskukunnátta skilyrði. Skólastjóri Bíldudalsskóla Vesturbyggð Umsóknir og nánar um störfin á vefnum storf.vesturbyggd.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.