Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 23.05.2020, Blaðsíða 68
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Hvort sem þú hefur í huga að elta sólina og góða veðrið í sumar eða fara í stutta helgarferð, þá er Nordic bílaleigan með rétta bílinn fyrir þig. Hægt er að leigja frábæra húsbíla og camp­ era með svefnplássi fyrir tvo til sex. Hjá Nordic bílaleigu færðu bíla á einstökum sérkjörum í sumar. „Við bjóðum eitt verð og í því er allt innifalið, svo sem tryggingar og ótakmarkaður kílómetrafjöldi. Þú kemur einfaldlega til okkar, færð bíllyklana afhenta og keyrir af stað hvert þangað sem förinni er heitið,“ segir Davíð Snær Jónsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar, sem er sú stærsta sinnar tegundar á landinu með yfir 75 húsbíla og 150 campera. Hægt er að velja um misstóra hús bíla, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. „Við erum með húsbíla sem rúma allt frá þremur og upp í sex manns. Þeir eru mjög vinsælir fyrir fjölskyldur og hópa sem eru að ferðast saman,“ segir Davíð og bætir við að húsbílarnir séu í raun eins og hótel á hjólum. „Húsbílarnir eru búnir öllum nútímaþægindum, svo sem eldhúsi með góðri eldunaraðstöðu, vaski, gaseldavél, ísskáp, frábærri svefn­ aðstöðu, salerni og sturtu. Í þeim er gashitakerfi svo engum verði kalt á nóttunni og einnig vatnshitari svo hægt sé að fara í notalega sturtu. Húsbílarnir henta frábærlega fyrir hringferðir um landið, eða styttri ferðalög út úr bænum,“ segir Davíð. Camperarnir eru minni bílar sem eru fullkomnir fyrir tvo til fjóra einstaklinga og í þeim er góð upphituð svefnaðstaða. „Slíkir bílar henta til dæmis fólki sem vill skoða landið án mikillar fyrirhafn­ ar. Í þeim er meðal annars góð olíu­ miðstöð til að halda hita í bílnum yfir nóttina,“ bendir Davíð á. Hreinlæti í fyrirrúmi Starfsfólk bílaleigunnar þrífur alla bílana hátt og lágt áður en þeir fara í útleigu og sótthreinsa vel alla snertifleti. „Þegar COVID­19 faraldurinn blossaði upp ákváðum við að snúa vörn í sókn og bjóða landsmönnum húsbíla og campera á sérkjörum í sumar, til að meðal annars tryggja starfsfólki okkar áframhaldandi vinnu. Við höfum fundið fyrir gríðarlegum áhuga, fengið þúsundir fyrirspurna og á annað hundrað pantanir. Við erum virkilega hrærð yfir þessum áhuga og finnum mikla samheldni í samfélaginu. Fólk ætlar greini­ lega að ferðast innanlands og njóta lífsins í sumar. Ég held að það hafi sjaldan verið jafnmikill áhugi á ferðalögum innanlands og nú,“ segir Davíð og bætir við að sér sýnist á öllu að íslensk ferðaþjón­ usta ætli að taka höndum saman og bjóða landsmönnum gott verð á komandi mánuðum. „Undanfarin fimm ár hefur verið mikil uppbygging innan ferða­ þjónustunnar og í boði eru alls konar ferðir og afþreying, fjöldi veitingastaða hefur aldrei verið meiri og svona mætti lengi telja. Núna er rétti tíminn til að kynna sér hvað er í boði og ferðast um landið. Það er ekkert sem stoppar þig á húsbíl,“ segir Davíð. Nordic bílaleiga er til húsa að Njarðarbraut 11 í Reykjanesbæ en bílarnir eru til sýnis að Funahöfða 6 í Reykjavík. „Við höfum haldið fimm húsbílasýningar, þar sem við erum bæði með húsbíla og campera til sýnis. Hægt er að finna tímasetn ingar næstu sýninga á Facebook­síðu okkar,“ segir Davíð. Facebook­síða bílaleigunnar er Nordic Car Rental Campers. Allar nánari upplýsingar og verð má finna á heimasíðunni Nordic­ CarRentalCampers.is. Einnig er hægt að senda tölvupóst á Info@ NordicCarRental.is eða hringja í síma 511­5660. Hótel á hjólum Hjá Nordic bílaleigu eru til leigu hús­ bílar og camperar með öllum þæg­ indum og góðu svefnplássi. Aðeins þarf að sækja bíllyklana og aka af stað út í náttúruna á flottu ökutæki. Það er ekki amalegt að aka einum svona í kringum landið. Verð frá 13.900 krónum sólarhringur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Að sögn Davíðs eru húsbílarnir búnir öllum nútímaþægindum eins og eldhúsi, gaseldavél, ísskáp, svefnaðstöðu, salerni og sturtu. Garðar er ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður sem hefur mikinn áhuga á landslagi og hefur ferðast mikið um allt land til að mynda það. Nýlega gaf hann út leiðarvísi sem heitir The Ring Road Guide þar sem skráðir eru niður allir uppá­ haldsstaðir hans á hringveginum með nöfnum og GPS­hnitum. National Geographic hefur birt ljósmyndir Garðars og erlendir ferðamenn og ljósmyndarar hafa sótt í leiðarvísa hans, en hann ákvað að gefa öllum lands­ mönnum ókeypis aðgang að nýja leiðarvísinum til að leggja sitt af mörkum til að sem f lestir geti átt gott ferðasumar. Áhugi Garðars á landslags­ ljósmyndun kviknaði þegar bróðir hans tók hann með sér sem aðstoðarmann í ljósmyndaferð til Indlands árið 2009 og hann keypti sína fyrstu vél þegar hann kom heim. Árið eftir hófst eld­ gosið í Eyjafjallajökli. „Þá fór ég að ferðast mikið til að taka myndir af gosinu og náði myndum sem vöktu nokkra athygli,“ segir Garðar. Margir vildu finna staðina „Ég skrifaði niður staðina sem ég var að heimsækja jafnóðum því ég vildi geta farið þangað aftur og reyna að finna aðra f lotta staði í kringum þá,“ segir hann. „Ég setti þetta svo upp í tölvu og skrifaði líka upplýsingar um staðina. Þannig endaði ég með skrá yfir mína uppáhaldsstaði á landinu. Á Instagram voru margir að spyrja hvar staðirnir sem ég myndaði væru, þannig að mér datt í hug að skrifa stafrænan leiðarvísi,“ segir Garðar. „Leiðar­ vísirinn er í PDF­skjali sem er hægt að skoða bæði í síma og tölvu og það er hægt að taka GPS­ hnitin fyrir hvern einasta stað úr skjalinu og opna þau í Google Maps.“ Tveir staðir í uppáhaldi Garðar segir að núna sé Múla­ gljúfur uppáhaldsstaðurinn hans á landinu. Vill deila stöðunum með öðrum Landslagsljósmyndarinn Garðar Ólafsson hefur skrásett alla uppáhaldsstaði sína á Íslandi undan farinn áratug og gaf nýlega út leiðarvísi með upplýsingum um þá og staðsetningu þeirra. Garðar hefur ferðast mikið um landið og fundið marga magnaða staði sem hann langar að deila með öðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Garðar byrjaði að ferðast um til að mynda árið 2010. MYND/GARÐAR ÓLAFSSON National Geographic birti þessa mynd af Mælifelli. MYND/GARÐAR ÓLAFSSON „Það er í rauninni smá leyni­ staður sem ég hef farið á til að mynda náttúruperlur. Þetta er glæsilegt gljúfur og í enda þess er foss og svo er jökullinn í baksýn. Þetta er magnaður staður, en það er smá ferð að komast þangað,“ segir hann. Stuðlagil á Austurlandi er líka í miklu uppáhaldi. „Myndir þaðan hafa vakið mikla athygli. Þar er stuðlaberg úr basalti og túrkís­ blátt vatn sem rennur í gegn,“ segir Garðar. „Þetta er einstaklega fallegt.“ Ókeypis á vefnum „Það eru margir sem ferðast innanlands en vita ekki endilega um þessa staði, en mig langar bara að leyfa fólki að njóta þeirra með mér,“ segir Garðar. „Leiðarvísir­ inn kostar 25 dollara á vefsíðunni minni en mér fannst tilvalið í þessu ástandi sem er núna að gefa landanum aðgang að honum.“ Leiðarvísirinn er að finna á slóðinni: gardarolafs.is/product/ iceland­ring­road­guide/. Til að fá hann ókeypis þarf að nota afslátt­ arkóðann „landidmitt“ þegar búið er að setja hann í körfuna. Þá fæst hann með 100% afslætti. Þeir sem vilja fylgjast með Garðari geta gert það á vef hans, gardar olafs.is, og á Insta­ gram undir notandanafninu gardarolafs photography. 10 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RFERÐUMST INNANLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.