Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Page 6

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Page 6
Ályktanir aðalfundar ÖBÍ Öryrkjabandalag íslands fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda að leggja til að hluta þeirra fjármuna, sem fengust fyrir Landssímann, skuli varið til uppbyggingar úr- ræða fyrir geðfatlaða. Eins er ákvörðun stjórnvalda að efla starfsendurhæfingu fagnaðar- efni, en á hinn bóginn er á engan hátt hægt að fallast á að sú efling feli í sér um leið kjararýrnun líf- eyrisþega eins og kemur fram í nýframlögðu frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár. Öryrkjabandalag íslands krefst þess að ríkisvaldið hverfi af þeirri braut að skerða markvisst kjör fatl- aðra og lífeyrisþega, en að undan- förnu hafa kjör vegna bifreiðakaupa hreyfihamlaðra verið skert, hlutdeild neytenda í lyfjakostnaði verið aukin, gjöld fyrir hvers kyns þjálfun verið hækkuð og nú er uppbót á elli- og örorkulífeyri vegna reksturs bifreiðar í uppnámi. Bandalagið bendireinnig á að fyrirhugaður sparnaður á bót- um samkvæmt lögum um félags- lega aðstoð samræmist ekki þeim mikla tekjuafgangi sem áætlaður er af ríkissjóði. Á meðan dregið er úr sköttum á hátekjufólk eru álögur á fatlaða auknar og bein tekjurýrnun boðuð. Öryrkjabandalag íslands telur að brýna nauðsyn beri til að endur- skoða nú þegar lög um almanna- tryggingar. Einfalda þarf ýmsa þætti laganna og tryggja afkomuöryggi líf- eyrisþega. Síauknar tekjutengingar eru stórkostlegt vandamál. Banda- lagið vekur athygli á að hér á landi eru færri öryrkjar en á öðrum Norð- urlöndum og fram að þessu hefur ísland skorið sig úr vegna meiri at- vinnuþátttöku fatlaðra en víðast hvar í Evrópu. Jafnframt hefur kom- ið í Ijós að endurhæfingarúrræði eru færri hér á landi en víðast hvar í Vestur-Evrópu. Upphæðir sem ætl- aðar eru til framfærslu hér eru mun lægri en á öðrum Norðurlöndum, en verðlag þó hærra. Öryrkjabandalag íslands lýsir sig reiðubúið til samstarfs við stjórnvöld um raunhæfar úrbætur í málefnum fatlaðra og skorar á stjórnvöld að hefja virkt samráð í stað þess að setja samtök fatlaðra jafnan hjá þegar ákvarðanir eru teknar um kjör þeirra. Bandalagið minnir á kjörorð Evrópusamtaka fatlaðra, Ekkert um okkur án okkar. Öryrkjabandalag íslands skorar að lokum á ríkisstjórn íslands að standa við samkomulagið frá 24. mars 2003 og forðast þannig mála- ferli. Fullnusta samkomulagsins og virkt samráð við samtök fatlaðra er lykill að framþróun sem færir íslend- ingum Eitt samfélag fyrir alla. Arnþór framkvæmdastjóri og Sigursteinn nýkjörinn Fyrrverandi formenn ÖBÍ þeir Garðar og Emil. formaður ÖBÍ. 6 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.