Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 7

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Side 7
Málin rædd yfir kaffibolla. Sveinn Rúnar Hauksson, Sigursteinn R. Másson og Svanur Kristjánsson fylgjast með af athygli. Ályktun um sameiningu Sjónstöðvar íslands og m- Heyrnar- og talmeinastöðvar Islands Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands skorar á stjórnvöld að fresta fyrirhugaðri sameiningu Sjónstöðvar íslands og Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands. Ofangreindar stofnanir þjóna ein- staklingum með afar ólíkar fatlanir og eiga lítið sameiginlegt þegar kemur að meðferð og úrræðum. Við sameiningu slíkra stofnana verður því að gæta þess sérstaklega vel að þjónustan skerðist ekki heldur verði sameiningin til hagsbóta fyrir alla skjólstæðinga stofnunarinnar. Til að svo geti orðið er algjörlega nauð- synlegt að fulltrúar þeirra sem nýta munu þjónustu fyrirhugaðrar stofn- unar taki fullan þátt í undirbúningn- um og að á þá verði hlustað. ÖBÍ skorar því á hlutaðeigandi stjórnvöld að fresta fyrirhugaðri sameiningu og kalla nú þegar full- trúa skjólstæðinga nýrrar stofnunar að undirbúningnum. Einungis þannig er líklegt að almenn sátt verði um framtíðarfyrirkomulag þessarar þjónustu. tímarit öryrkjabandalagsins 7

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.