Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Page 13

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2005, Page 13
AÐILDARFÉLÖG Að mörgu að hyggja hjá Parkinsonsamtökunum á íslandi Stjórn Parkinsonsamtakanna Á aðalfundi samtakanna 17. apríl árið 2004 voru eftirtalin kosin í stjórn: Jón Sigurðsson formaður til eins árs, Guðmundur Guðmunds- son til tveggja ára, Héðinn Waage til tveggja ára, Tryggvi Sigurbjarnar- son og Sólveig Eggertsdóttir vara- menn til tveggja ára. Fyrir í stjórn- inni voru Ólína Sveinsdóttir, Siglinde Sigurbjarnarson varamaður, Karl M. Karlsson og Einar Gylfi Jónsson. Guðmundur og Sólveig gefa ekki kost á sér í næstu stjórn og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir sam- starfið. Þau eru hins vegar tilbúin að starfa að einstökum verkefnum. Stjórnin kom fyrst saman 26. apríl og byrjaði á að skipta þannig með sér verkum: Tryggvi varaformaður, Einar Gylfi ritari, Ólína gjaldkeri en Guðmundur, Héðinn og Karl með- stjórnendur. Siglinde tók að sér að vera vararitari. Samþykkt var að halda stjórnar- fundi hálfsmánaðarlega fram í júní en eftir það var fastur fundardagur fyrsti mánudagur hvers mánaðar. Stjórnarfundir á starfsárinu voru sautján, auk fræðslufundar, jóla- fundar, um tíu laugardagsfunda á vegum Sigurvonar, en þeir hafa ver- ið vel sóttir af fólki á öllum aldri. Félagsfundirnir hafa að mestu dottið niður, en á hinn bóginn hafa verið skipulögð til dæmis dans- og söngvakvöld í Bústaðakirkju. Haustferð var farin í draugaskoð- un á Stokkseyri með tveimur valin- kunnum leiðsögumönnum, Þór Vig- fússyni og Tryggva Sigurbjarnar- syni. Fræðsluráðstefna var haldin í október og var þemað rafskautaað- gerðir, ásamt fyrir- og eftirmeðferð. Anna Lena Törnquist hjúkrunarfor- stjóri og Stig Rehncrona yfirskurð- læknir á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi voru sérstakir gestir ráðstefn- unnar, en þeim var boðið að undir- lagi Þórarins Guðlaugssonar og Vignis Jónssonar, sem fóru í raf- skautaaðgerð til Lundar á síðasta ári. íslenskir fyrirlesarar voru Sig- urður Thorlacius, tryggingayfirlækn- ir og taugalæknarnir Grétar Guð- mundsson og Sigurlaug Svein- björnsdóttir. Fyrirlestrarnir birtust í Fréttabréfi Parkinsonsamtakanna, 1. útg. 2005. Skrifstofan hefur verið opin alla virka daga frá 10-12, en væntanlega mun opnunartími lengjast. Samtökin hafa fjárfest í stafrænni myndavél og svokölluðu chatter vox tæki eða talhækkunartæki sem er hljóðnemi og lítill hátalari, mjög þægilegt tæki fyrir þá sem misst hafa raddstyrk. Fréttabréfið kom út tvisvar árið 2004 og stærra og veigameira blað kom út í febrúar 2005. Rætt hefur verið um breytingar á útgáfunni og jafnframt endurbætur á heimasíðu samtakanna: www.parkinson.is Til viðbótar því mun ný heimasíða ÖBÍ væntanlega nýtast öllum aðild- arfélögum og félagsmönnum þeirra. Erlend samskipti hafa verið með svipuðu móti og áður og fóru fulltrú- ar héðan á ráðstefnur í Danmörku og Lissabon. Einnig fóru fulltrúar á þing Norrænu Parkinsonsamtak- anna en árið 2006 fellur það í hlut Parkinsonsamtakanna á íslandi að halda þingið hér á landi. Viðræður við Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis leiddu til ^ Ij ? þess að samþykkt var að félagið verði deild innan Parkinsonsamtak- anna á íslandi. Félagsmönnum var boðin frí húðskönnun til að kanna vítamínbú- skap líkamans og kynning á andox- unarefnum í því sambandi. Þó nokkrir nýttu sér boðið. Málefni B2, taugadeildar LSH hafa verið talsvert í brennidepli und- anfarið ár og hefur stjórn fundað með starfsfólki deildarinnar. Reynt hefur verið að þrýsta á um úrbætur í þjónustu. Samstarfið við taugadeild- ina hefur aukist og erum við vonandi á réttri braut í þeim efnum. Undirbúningsvinnu við jafningja- stuðninginn er að mestu lokið og er verið að mynda teymi sem tekur til starfa innan skamms. Að lokum Starfsárið hefur verið fremur annasamt og að mörgu að hyggja. Parkinsonsamtökin eru stöðugt að færa út kvíarnar, bæði út á við með þrýstingi og eins inn á við, ekki síst með stuðningi við nýgreinda ein- staklinga. Alltaf er unnt að taka við nýjum hugmyndum og fleiri einstak- lingum sem geta lagt okkur lið til þess að gera Parkinsonsamtökin betri og meira aðlaðandi fyrirfélags- menn. Unnið upp úr skýrslu stjórnar starfsárið 2004-2005. -bþ- tímarit öryrkjabandalagsins 13

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.